Hoppa yfir valmynd

Úrlausn deilumála

Telji neytendur fjarskiptaþjónustu eða aðrir sem hagsmuna hafa að gæta að fjarskiptafyrirtæki eða póstrekandi brjóti gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða lögum um póstþjónustu eða gegn skilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða í rekstrarleyfi gets hlutaðeigandi beint kvörtun til Fjarskiptastofu um að hún láti málið til sín taka. Þá greiðir stofnunin jafnframt úr deilum á milli fyrirtækja á fjarskipta- og póstmarkaði.

Ákvarðanir Fjarskiptastofu eru kæranlegar til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Kæra þarf að berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að kæranda varð kunnugt um ákvörðunina. Aðilar geta borið ákvarðanir Fjarskiptastofu og úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála undir dómstóla.

Frekari upplýsingar um málsmeðferð nefndarinnar eru í 20. gr. laga um Fjarskiptastofu og reglugerð um úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála.

Síðast uppfært: 9.5.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum