Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2018 Forsætisráðuneytið

Gjaldfrjáls aðgangur að jafnlaunastaðlinum

JafnlaunamerkiðAlmenningi hefur verið tryggður gjaldfrjáls lesaðgangur að jafnlaunastaðlinum; ÍST 85:2012 – Kröfur og leiðbeiningar. Staðallinn er birtur á sérstökum vef sem opnaður var í þessu skyni  í samræmi við samning velferðarráðuneytisins og Staðlaráðs Íslands.

Lög um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 10/2008, sem kveða á um lögfestingu jafnlaunavottunar  hjá stofnunum og fyrirtækjum þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri, tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á innleiðingu jafnlaunakerfis í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn  kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Áhugasamir geta óskað eftir gjaldfrjálsum lesaðgangi að jafnlaunastaðlinum á vefnum ist.85.is. Þar er einnig hægt að óska eftir að fá staðalinn á pappírsformi gegn greiðslu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum