Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2021 Forsætisráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hafin

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með Zuzönu Čaputová, forseta Slóvakíu. - mynd

Tuttugasti og sjötti aðildaríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26)stendur nú yfir í Glasgow. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður á morgun með erindi á leiðtogaráðstefnu Loftslagssamningsins og hægt verður að fylgjast með í beinu streymi.

Auk forsætisráðherra sækir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, ráðstefnuna síðar í vikunni og tekur þátt í hliðarviðburðum tengdum orkumálum.

Þá verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, viðstaddur seinni viku ráðstefnunnar. Hann mun taka þátt í hliðarviðburðum og tvíhliðafundum, m.a. um vernd og endurheimt votlendis, um súrnun sjávar og um alþjóðlegan samning sem unnið er að um loftslagsmál, viðskipti og sjálfbærni. 

Ísland hefur sett sér metnaðarfull markmið

Ísland hefur skilað skýrslu til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (S.þ.) um langtímasýn varðandi litla losun gróðurhúsalofttegunda (LTS, eða long-term strategies). Nú hafa 38 af 197 aðildarríkjum skilað umfjöllun um langtímasýn sína til Loftslagssamningsins og er Ísland í þeim hópi. Skilaboð Íslands sem fram koma í skýrslunni eru einkum þessi:

Fjölmennur fundur í Glasgow

Yfir 40 þúsund manns taka þátt í COP26 og tengdum viðburðum með staðfundunum og í gegnum fjarfundarbúnað. Það eru 26 í formlegri sendinefnd Íslands en auk fulltrúa frá ráðuneytum eru í henni fulltrúar Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, Landgræðslunnar, Loftslagsráðs og Orkustofnunar. Þá styrkir umhverfis- og auðlindaráðuneytið fulltrúa ungmenna til þátttöku á fundinum, en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúi ungmenna er í hinni opinberu sendinefnd.

Fyrir utan fulltrúa frá stjórnvöldum sækja fulltrúar frá félagasamtökum og fyrirtækjum viðburði sem tengjast loftslagsþinginu beint eða óbeint. Þátttakendur frá Íslandi eru tæplega 60 talsins, auk þeirra sem fylgjast með í gegnum fjarfundabúnað.

  • Frá setningu aðildaríkjafundar Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26)  í Glasgow.
  • Frá setningu 26. aðildaríkjafundar Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26)  í Glasgow.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira