Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu

Starfshópur sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði um skattlagningu orkuvinnslu hefur skilað skýrslu til ráðherra. Hópurinn, sem var skipaður á síðasta ári, fékk það verkefni að skoða skattalegt umhverfi orkuvinnslu í stærra samhengi.

Hópurinn skoðaði m.a. möguleika á nýrri skattalegri umgjörð og leiðir til að tryggja að ávinningur vegna nýtingar auðlinda skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga og þeirra aðila sem fyrir áhrifum verða.

Á kynningarfundi sl. fimmtudag kynnti Hilmar Gunnlaugsson, formaður starfshópsins, tillögur hópsins. Á fundinum lagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra áherslu á tillögu starfshópsins sem miðar að því að afnema undanþágu frá fasteignamatsskyldu rafveitna.

Hópurinn lagði einnig til að skoða til framtíðar skattlagningu sem stuðli að því að umframávinningur vegna auðlindanýtingar skili sér til íslensks samfélags.

Starfshópurinn var þannig skipaður:

  • Hilmar Gunnlaugsson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður
  • Kristín Haraldsdóttir skipuð af fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Erla Sigríður Gestsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
  • Daníel Svavarsson, forsætisráðuneyti
  • Árni Sverrir Hafsteinsson, innviðaráðuneyti

Hópurinn kallaði á starfstíma sínum eftir sjónarmiðum í samráðsgátt stjórnvalda og naut ráðgjafar og vinnu sérfræðinga á ýmsum sviðum.

Kynning frá opnum fundi um helstu niðurstöður og tillögur.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum