Hoppa yfir valmynd
20. maí 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Hæsti styrkur Orkusjóðs um árabil: 320 milljónir í styrki til orkuskipta

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 320 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár. Um er að ræða hæstu upphæð sem sjóðurinn hefur úthlutað um árabil og eru megin áherslur nú á ný svið, svo sem þungaflutninga og vinnuvélar. Að auki býður sjóðurinn  stuðning til líf- og rafeldsneytisframleiðslu og orkugeymslna. Áframhaldandi stuðningur er við uppbyggingu hleðslunets fyrir rafbíla.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og verða veittir í tveimur flokkum, annars vegar til orkuskipta og hins vegar til uppsetningu hleðslustöðva.

Styrkir til verkefna á sviði orkuskipta:

  • Verkefni sem minnka verulega eða skipta alveg út jarðefnaeldsneyti í framleiðslugreinum, matvælaiðnaði og sjávarútvegi, t.d. olíunotkun í þurrkurum, í dísilvélum eða við bræðslu.
  • Líf- eða rafeldsneytisframleiðsla og orkugeymslur.
  • Stuðningur við kaup á vistvænum sendibílum eða flutningabílum eða til uppbyggingar innviða sem stuðla að notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir slík farartæki
  • Stuðningur við kaup á vinnuvélum sem nota endurnýjanlegt eldsneyti.

Styrkirnir til orkuskipta geta numið að hámarki 33% af áætluðum stofnkostnaði.

Styrkir til uppsetningar hleðslustöðva:

  • Veittir verða styrkir sem ætlaðir eru fyrir uppsetningu hleðslustöðva fyrir vistvæn ökutæki við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði.

Styrkir til hleðslustöðva geta numið að hámarki 50% af áætluðum stofnkostnaði.

Orkusjóði hefur verið falin umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna. Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is.

Nánari upplýsingar: 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum