Hoppa yfir valmynd

Orkusjóður

Í 8. gr. laga um Orkustofnun, er fjallað um Orkusjóð. Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þetta skal gert með því: 

  1. að veita lán til að leita að jarðvarma þar sem hagkvæmt þykir til að draga úr kostnaði þjóðfélagsins við upphitun húsnæðis,
  2. að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi,
  3. að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni.

Ráðherra skipar þrjá menn í ráðgjafarnefnd Orkusjóðs til fjögurra ára, sbr. 8. gr. laga um Orkustofnun, sem gerir tillögur til ráðherra um lánveitingar og greiðslur úr Orkusjóði.

Skv. 8. gr. laga nr. 87/2003 skipar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þrjá menn í ráðgjafarnefnd Orkusjóðs til fjögurra ára, þar af skal einn skipaður formaður.

Í nefndinni eiga sæti: 

  • Haraldur Benediktsson, formaður
  • Franz Viðar Árnason
  • Halla Hrund Logadóttir

Ráðgjafarnefndin skal gera tillögur til ráðherra um lánveitingar og einstakar greiðslur úr Orkusjóði samkvæmt fjárhags- og greiðsluáætlun sjóðsins.

Í reglugerð nr. 185/2016 er nánar mælt fyrir um skilyrði fyrir framlögum úr Orkusjóði, undirbúning úthlutunar, lánveitingar, þ.m.t. um vexti og önnur útlánakjör, greiðslur, eftirlit með framkvæmdum sem Orkusjóður veitir fé til og heimildir til að fella niður endurgreiðsluskyldu lántaka.

Orkusjóður er eign ríkisins og ber það ábyrgð á skuldbindingum hans. Yfirumsjón með sjóðnum er í höndum ráðherra. Orkustofnun annast daglega umsýslu Orkusjóðs. Umsóknir sendist í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira