Hoppa yfir valmynd

Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku

Kostnaður við dreifingu raforku er mismikill í dreifbýli og þéttbýli og hefur farið vaxandi. Til að stuðla að jöfnun á þeim kostnaðarmun samþykkti Alþingi árið 2004 sérstök lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. Markmið laganna er „að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda“. Samkvæmt lögunum skal greiða niður kostnað almennra notenda vegna dreifingar raforku á þeim svæðum þar sem Orkustofnun hefur heimilað sérstakar dreifbýlisgjaldskrár í samræmi við ákvæði raforkulaga.

Til að standa straum af jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku er innheimt sérstakt jöfnunargjald af þeirri raforku sem fer um dreifiveiturnar. Þeirri fjárhæð sem ákveðin er í fjárlögum hverju sinni, í samræmi við innheimt jöfnunargjald, skal skipt hlutfallslega eftir orkunotkun á dreifbýlisgjaldskrársvæði miðað við kostnað dreifiveitu.

Á sérstökum fjárlagalið er því tilgreind á hverju ári sú fjárhæð sem varið er til jöfnunar kostnaðar við dreifingu raforku (sbr. fjárlagaliður 04-585 Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku).

Orkustofnun hefur eftirlit með framkvæmd laganna.

Orkubú Vestfjarða og Rarik hafa heimild til sérstakra dreifbýlisgjaldskráa.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum