Hoppa yfir valmynd

Orkuskipti og eldsneytismál

Undir orkuskipti falla aðgerðir til að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskap Íslands. Nær það jafnt til aðgerða á láði, lofti eða legi. Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er með því hæsta sem þekkist á Íslandi og hafa stjórnvöld sett sér markmið um að auka hlutfallið á komandi árum. Er sú markmiðssetning og aðgerðaráætlun nánar útfærð í þingsályktun frá 2016 um aðgerðaráætlun um orkuskipti.

Allt jarðefnaeldsneyti sem er notað á Íslandi er innflutt. Með hagrænum hvötum hefur verið unnið að því að auka notkun á innlendum, vistvænum orkugjöfum og finna leiðir til að draga úr eldsneytisnotkun, sbr. lög nr. 40/2013, um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi

Í þróun eru bílar sem ganga fyrir vetni, rafmagni, bæði rafmagni og bensíni, etanóli, metanóli, bútanóli, metani, E85, lífdísilolíu og jafnvel samanþjöppuðu lofti. Tæknileg útfærsla er þó mislangt á veg komin í hverju tilviki og jafnframt má segja að möguleikarnir henti misvel við íslenskar aðstæður.

Orkustofnun safnar gögnum um eldsneytisnotkun og birtir regulega orkuspár.

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Síðast uppfært: 2.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum