Hoppa yfir valmynd

Þingsályktun um aðgerðaráætlun um orkuskipti

Árið 2016 var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga þar sem Alþingi ályktar að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að vinna að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis með því að auka hlutdeild innlendra endurnýjanlegra orkugjafa sem hafi í för með sér orkusparnað, aukið orkuöryggi, gjaldeyrissparnað og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Með orkuskiptunum verði enn fremur stuðlað að aukinni nýsköpun og nýrri atvinnustarfsemi sem byggist á sjálfbærri þróun.

Í aðgerðaáætlun um orkuskipti kemur fram að að að því skuli stefnt að Ísland verði framarlega í notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Heildarhlutdeild endurnýjanlegrar orku í orkubúskap landsins er 71%. Hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi er nú um 6% og fyrir innlend fiskiskip 0,1%. Árið 2030 verði hlutfallið komið í 30% fyrir samgöngur á landi og 10% fyrir haftengda starfsemi. Áfram verði stefnt að 10% markmiði fyrir samgöngur á landi fyrir árið 2020.

Í þingsályktuninni er ennfremur fjallað um hagræna hvata, innviði, orkusparnað, rannsóknir og þróun.

Síðast uppfært: 17.5.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum