Hoppa yfir valmynd

Flutningskerfi raforku

Samkvæmt III. kafla raforkulaga annast Landsnet hf. meginflutningskerfi raforku og kerfisstjórnun þess. Landsnet skal byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, gæða raforku og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fyrirtækið hefur eitt heimild til að reisa ný flutningsvirki.

Samkvæmt IV. kafla raforkulaga annast dreifiveitur dreifingu raforku á lægri spennu á tilteknum dreifiveitusvæðum. Í leyfi dreifiveitna felst einkaréttur og skylda til dreifingar raforku á viðkomandi svæði.

Með þingsályktun frá 2015 var samþykkt stefna stjórnvalda um lagningu raflína og ber Landsneti og dreifiveitum að taka mið af þeirri stefnu við gerð áætlana sinna um uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku.  

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum