Hoppa yfir valmynd

Raforkusæstrengur til Evrópu

Tenging við evrópska raforkukerfið um sæstreng hefur lengi verið til skoðunar. Í júlí 2016 skilaði verkefnisstjórn sæstrengs lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna skoðunar á sæstreng. Meðal þess sem þær skýrslur fela í sér er heildstæð kostnaðar- og ábatagreining og mat á áhrifum sæstrengs á efnahag, heimili og atvinnulíf, kortlagning á eftirspurn eftir raforku næstu árin, raforkuþörf sæstrengs og hvernig mæta eigi henni, mat á afgangsorku, áhrif á flutningskerfi raforku, ýmis tæknileg atriði, mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana, umhverfisáhrif, þróun orkustefnu Evrópusambandsins og reynsla Noregs.

Jafnframt skilaði verkefnisstjórnin sérstakri skýrslu um viðræður við bresk stjórnvöld um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands, en þær viðræður hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015.

Vinna verkefnisstjórnar sæstrengs fólst í söfnun upplýsinga og greininga sem hugsaðar eru sem liður í ákvarðanatöku fyrir næstu skref í þessu viðamikla máli.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum