Hoppa yfir valmynd
11. mars 2022

Ný reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu

Reglugerð nr. 306/2022 um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu, nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

Um er að ræða aðra reglugerðina sem innleiðir þvingunaraðgerðir gagnvart Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar með er búið að innleiða allar gerðir gagnvart Rússlandi nema þær sem ESB tilkynnti um 9. mars, þær eru í þýðingu.

Yfirlit yfir reglugerðir vegna átakanna í Úkraínu má finna bæði undir Úkraínu og Rússlandi í landalista utanríkisráðuneytisins vegna þvingunaraðgerða.

Nánari upplýsingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við innrás Rússlands í Úkraínu, þar á meðal um þvingunaraðgerðir, má finna á www.stjornarradid.is/ukraina.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum