Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Jafnréttissjóður Íslands - umsókn um styrk

Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður með samþykki þingsályktunar 13/144 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, 100 milljónir króna á ári, frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2020. Úthlutað verður úr sjóðnum 19. júní ár hvert.

Umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 22. mars 2018 kl. 16.00.

Umsóknareyðublað

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendur sækja um styrk á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins - „Mínar síður“. Þetta fyrirkomulag er til hagræðis fyrir umsækjendur og eykur jafnframt öryggi við móttöku og meðferð umsókna.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum