Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2020 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið

Hvernig metum við áhrif laga? Aðferðafræði, verkaskipting og áskoranir

Forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir málþinginu Hvernig metum við áhrif laga? Aðferðafræði, verkaskipting og áskoranir 18. febrúar 2020.

Á málþinginu var farið yfir fyrirkomulag mats á áhrifum lagasetningar hér á landi í samanburði við önnur lönd með sérfræðingum frá Bretlandi, Noregi og OECD. Í Bretlandi og Noregi hefur verið komið á fót sjálfstæðum nefndum sem hafa gæðaeftirlit með undirbúningsferli löggjafar. Fjallað var um mat á mismunandi áhrifum eins og á fjármál hins opinbera, samkeppni, jafnrétti og atvinnulífið og hvernig megi samþætta rýni á ólíkum áhrifaþáttum.

Málþingið fór fram á ensku.  

Samspil stofnana við mat á áhrifum lagasetningar og tengsl við samráð

Aðferðir við mat á áhrifum lagasetningar og hæfni til að standa undir kröfum

Áhrif á mismunandi sviðum

Áskoranir í nútíð og framtíð 

Dagskrá

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum