Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2013 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar

Steingrímur J. Sigfússon kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar. Þetta er fyrsta skýrslan af þessu tagi og henni ætlað að gefa sannverðuga mynd af stöðu greinarinnar við áramót 2012/2013. Að beiðni ráðuneytisins vann Ferðamálastofa skýrsluna og aflaði upplýsinga hjá m.a. Hagstofunni, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu og Rannsóknarmiðstöð ferðamála.
Skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar
Auk sögulegs yfirlits er í skýrslunni komið inn á þróun greinarinnar í efnahagslífi landsins, gæða- og umhverfismál, rannsóknir, nýsköpun, stoðkerfi greinarinnar og markaðsstarf á innlendum og erlendum vettvangi.

Helstu tölulegar upplýsingar um þróun greinarinnar sem fram koma í skýrslunni eru m.a.:

 • Tölur Hagstofunnar sýna að störf í greinum sem tengjast ferðaþjónustu hafa aukið hlut sinn í störfum á vinnumarkaði.
 • Ferðamennska og aðrir flutningar skiluðu 15,2 milljörðum króna meira af gjaldeyrisinnflæði á fyrstu þremur ársfjórðungum 2012 en á sama tímabili árið áður.
 • Árið 2012 fóru 647 þús. erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð. Um er að ræða 19,6% aukningu milli ára.
 • Tölur fyrir árið 2012 gefa til kynna að hlutfall vetrargesta hafi hækkað en sumargesta lækkað.
 • Gistinætur erlendra gesta voru um 2,4 milljónir árið 2011 og hefur aukning þeirra verið að jafnaði 7,2% milli ára frá árinu 2000, eða heldur meiri en fjölgun ferðamanna. Þetta bendir til þess að dvalarlengd erlendra gesta hafi aukist að meðaltali á þessu tímabili.

Þá er í skýrslunni bent á nokkur brýn verkefni sem eru framundan á vettvangi stjórnvalda til að styrkja stöðu greinarinnar:

 • Móta þarf framtíðarsýn í málefnum ferðamannastaða.
 • Vega þarf og meta kosti við framtíðarfjármögnun uppbyggingar á ferðamannastöðum.
 • Tryggja þarf gerð hagtalna í ferðaþjónustu.
 • Þróun flugsamgangna til að tryggja fjölgun ferðamanna og dreifingu um landið og á ársgrunni.
 • Huga þarf að því að halda vinsælum ferðamannaleiðum opnum yfir vetrartímann.
 • Koma þarf í veg fyrir hagsmunaárekstra á sviði almenningssamgangna.
 • Skoða þarf starfsleyfi bílaleiga.
 • Ljúka þarf innleiðingu VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira