Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2013 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Tillögur um bætt skipulag heilbrigðisþjónustu og ráðstöfun fjármuna

Ráðgjafahópur sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fól að fjalla um leiðir til að bæta skipulag heilbrigðiskerfisins og nýtingu fjármuna hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Tillögurnar byggjast á vinnu níu verkefnahópa sem hver um sig fjallaði um afmörkuð verkefni. Hópurinn var skipaður í september 2011 og var falið að skoða hvort þörf væri á grundvallarbreytingum innan heilbrigðiskerfisins og í hverju þær gætu falist þannig að unnt væri að uppfylla markmið um öryggi og jöfnuð á sama tíma og aðhaldskröfum fjárlaga væri mætt. Eitt fremsta ráðgjafafyrirtæki heims, Boston Consulting Group (BCG), var fengið til að aðstoða ráðgjafahópinn við að greina skipulag og stöðu heilbrigðiskerfisins. Í tillögum ráðgjafahópsins er byggt á greiningu BCG og niðurstöðum vinnuhópanna níu sem starfað hafa undanfarið ár og fjallað um aðskilin verkefni í samræmi við áherslur ráðgjafarhópsins.

Tillögur ráðgjafahópsins sem birtar eru hér að neðan snúa að eftirtöldum þáttum:

  •  Samtengdri rafrænni sjúkraskrá fyrir allt landið
  • Samræmdri skráningu og birtingu heilbrigðisupplýsinga í heilbrigðiskerfinu
  • Þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu
  • Aukin áhrif notenda á eigin heilbrigðisþjónustu
  • Sameiningu heilbrigðisstofnana og endurskipulagningar á skurðlækna- og fæðingarþjónustu
  • Endurskipulagi sjúkraflutninga
  • Samræming á framboði öldrunarþjónustu á landsvísu
  • Viðbragðsáætlun gegn offitu
  • Framkvæmd innkaupastefnu

Tillögur ráðgjafahópsins og skýrslur vinnuhópa

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira