Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skóli margbreytileikans og stoðkerfi skóla - Málþing haldið 5. mars 2013

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir heilsdags málþingi á Grand Hóteli  þriðjudaginn 5. mars 2013 um skóla margbreytileikans og stoðkerfi skóla, með þátttöku margra hagsmunaaðila.

Skóli margbreytileikans og stoðkerfi skóla - Málþing haldið 5. mars 2013
Skóli margbreytileikans og stoðkerfi skóla - Málþing haldið 5. mars 2013
  • Þriðjudaginn 5. mars 2013 kl. 8:30 til 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.
  • Málþingið er opið öllum meðan húsrúm leyfir, aðgangseyrir 3.500 kr.
  • Upptaka af málþinginu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir heilsdags málþingi á 5. mars með þátttöku margra hagsmunaaðila. Málþingsstjórar eru:  Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ

Sjónum verður beint að skólagöngu nemenda með sérþarfir og umræðu um stefnu um skóla án aðgreiningar sem fylgt hefur verið hér á landi mörg undanfarin ár. Stefnan er m.a. lögfest í lögum um leik- og grunnskóla og útfærð í reglugerðum og aðalnámskrám. Með málþinginu er ætlunin að fara yfir framkvæmd stefnunnar, innleiðingu reglugerða og ræða um helstu álitamál, áskoranir og tækifæri, m.a. um sérfræðiþjónustu og stoðkerfi skóla.

Dagskrá:

08:00 Skráning og kaffi

08:30  Málþingið sett

08:30

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp.

Raddir ungmenna sem tóku þátt í Evrópuþingi um skóla án aðgreiningar.

09:00

 

Amanda Watkins, aðstoðarforstjóri Evrópumiðstöðvar fyrir þróun í sérkennslu og Lizanne DeStefano Professor, University of Illinios at Urbana- Champaign ásamt nokkrum öðrum fulltrúum í matshópi Evrópumiðstöðvarinnar.
International developments in inclusive education: major challenges, trends and opportunities

10:00  Kaffi í 15 mínútur

10:15 Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar og umfjöllun um innleiðingu hér á landi.
10:40

Karl Frímannsson, fræðslustjóri Skóladeildar Akureyrarbæjar.
Hvernig er hægt að tryggja jafnrétti til náms í skóla án aðgreiningar um allt land?

11:05 Ólafur Páll Jónsson, dósent, Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar við HÍ.
Að vera með í skóla og samfélagi.

 

11:30


Pallborðsumræður með erlendum fyrirlesurum og fulltrúum skólasamfélagsins.  Pallborðsumræðan fer fram  á ensku.
  • Amanda Watkins, aðstoðarforstjóri Evrópumiðstöðvar fyrir þróun í sérkennslu.
  • Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
  • Ketill Berg Magnússon, formaður Heimilis og skóla.
  • Kristín Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands.
  • Lizanne DeStefano, prófessor frá Bandaríkjunum.
  • Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands.
  • Umsjón:  Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður hjá RÚV.

12:00  Hádegi – hádegisverður / hlaðborð í Miðgarði

13:00 Hrund Logadóttir, verkefnastjóri sérkennslu á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.
Skóli án aðgreiningar og sérstakur stuðningur við nemendur í grunnskólum – stefna skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.
13:20 Auður Finnbogadóttir, foreldri.
Reynsla af þeirri stefnu sem fylgt er í dag.
13:35 Ágúst Kristmanns, foreldri.
Reynsla af þeirri stefnu sem fylgt er í dag.
13:50 Svanhildur Ólafsdóttir, frá Kennarasambandi Íslands og formaður Skólastjórafélags Íslands. 
Sýn skólastjóra á skóla margbreytileikans.
14:10 Guðbjörg Ragnarsdóttir, frá Kennarasambandi Íslands og varaformaður Félags grunnskólakennara. 
Stuðningur við kennara í skóla margbreytileikans.
14:30 Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. 
Hlutverk Greiningar- og ráðgafarstöðvar ríkisins í sérfræðiþjónustu við skóla.   
 

14:50 - Kaffi í 15 mínútur

15:05

Málstofur

 
  1. Skóli án aðgreiningar – framkvæmd – kostnaður - val foreldra á öllum skólastigum.
    Kveikja: Hrund Logadóttir, verkefnastjóri sérkennslu á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur.

  2. Fyrirkomulag sérfræðiþjónustu í nútíð og framtíð.
    Kveikja:
    Þóra Björk Jónsdóttir, deildarstjóri í matsdeild á Námsmatsstofnun.

  3. Eftirfylgni greininga og mats á nemendum, tengsl fjárveitinga við  greiningar - markmið og framkvæmd.
    Kveikja:
    Helgi Viborg, deildarstjóri sérfræðisviðs í þjónustumiðstöðinni Miðgarði.

  4. Samvinna þjónustukerfa – hindranir og ávinningur.
    Kveikja:
    Gunnar Gíslason, frá Akureyri, fræðslustjóri í námsleyfi.
    Samatekt frá málstofu
  5. Kennaramenntun og símenntun í skóla margbreytileikans, hvert skal stefna?
    Kveikja:
    Dóra S. Bjarnason, prófessor við HÍ.

  6. Sérskóli - mannréttindi eða mismunun?
    Kveikja:  Ásta Kristrún Ólafsdóttir, sálfræðingur, kennari og foreldri fatlaðs barns.

16:15 Samantekt í höndum málþingsstjóra.
16:30 Málþingi slitið.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum