Hoppa yfir valmynd
17. desember 2013 Forsætisráðuneytið

Handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð

Forsætisráðuneytið hefur fyrir hönd Stjórnarráðs Íslands gefið út um opinbera stefnumótun og áætlanagerð. Tilgangurinn er að bæta og samræma verklag.

Þetta eru fyrstu útgáfa handbókarinnar, hún var unnin af sérfræðingum frá öllum ráðuneytum.

Í handbókinni er gerð grein fyrir grunnatriðum stefnumótunarfræða, mismunandi umfangi stefnumótunar og algengum afurðum slíkrar vinnu í ráðuneytum og stofnunum. Gefið er yfirlit yfir hið almenna stefnumótunarferli og þau sex skref sem þar eru lögð til grundvallar. Fjallað er nánar um hvert og eitt þessara skrefa, þ.e. skilgreiningu stefnusviðs, mótun stefnu, samþykkt stefnuskjals, innleiðingu stefnu, mati á stefnu og loks endurskoðun og breytingar á stefnu. Sérstök áhersla er lögð á málefnasviðsstefnur en jafnframt fjallað um almenn atriði og fleiri afurðir stefnumótunar. Handbókinni fylgir íðorðalisti yfir helstu hugtök og sniðmát fyrir stefnur og áætlanir. Handbókin er ætluð ráðuneytum en getur jafnframt nýst stofnunum í vinnu þeirra.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira