Skýrsla starfshóps um áföll meðal barna - forvarnir og viðbrögð
Mennta- og barnamálaráðherra skipaði starfshóp um forvarnir og viðbrögð við áföllum barna. Markmið hópsins var að kortleggja aðstæður sem líklegar eru til þess að valda alvarlegu áfalli í lífi barns eða aðstandanda þess, greina þjónustuþörf og nauðsynleg úrræði sem gætu dregið úr líkum á áföllum eða áhrifum áfalla og tillögur að úrbótum þvert á þjónustukerfin. Hópurinn tók til starfa í ágúst 2023.
Tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:
- Áfallamiðuð nálgun þvert á þjónustukerfi barna.
- Fræðsla til starfsfólks sem hefur aðkomu að málefnum barna.
- Kortlagning þjónustu fyrir börn á landsvísu.