Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu til umsagnar

Drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið [email protected] til og með 31. janúar 2016.

Í frumvarpsdrögunum er lagt til að einkaréttur ríkisins á sviði póstþjónustu verði lagður niður og opnað fyrir samkeppni á póstmarkaði. Jafnframt lagt til að eftirlit með póstþjónustu verði einfaldað, m.a. varðandi eftirlit með gjaldskrá fyrir alþjónustu. Eftir sem áður verður alþjónusta, grunnþjónusta á sviði póstþjónustu, tryggð borgurunum en leitast við að gera það á sem hagkvæmastan máta.

Tildrög þessara breytinga eiga sér langan aðdraganda en eiga einkum rætur að rekja til breytinga á regluverki Evrópusambandsins á sviði póstþjónustu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira