Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2007 Dómsmálaráðuneytið

Lokaskýrsla nefndar um framtíðarrekstur fangelsisins að Litla-Hrauni

Nefnd sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í október 2006 til að leggja fram tillögur um framtíðarrekstur fangelsisins að Litla-Hrauni hefur nú lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra.
Fangelsið að Litla Hrauni
Fangelsið Litla-Hrauni.

Nefnd sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í október 2006 til að leggja fram tillögur um framtíðarrekstur fangelsisins að Litla-Hrauni hefur nú lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra. Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, stýrði störfum nefndarinnar sem sett var á laggirnar að tillögu Valtýs Sigurðssonar, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins. Nefndinni var sérstaklega ætlað að kanna eftirfarandi atriði: öryggismál í fangelsinu, öryggi og starfsaðstöðu fyrir kvenfanga, atvinnu fanga, hlutverk fangavarða miðað við að teknar yrðu upp þrískiptar vaktir og leiðir til að sporna gegn fíkniefnaneyslu innan veggja fangelsisins. Í störfum sínum leitaði nefndin eftir sjónarmiðum starfsmanna fangelsisins, fanga og allra þeirra sérfræðinga sem koma að starfi Litla-Hrauns.

Í skýrslu nefndarinnar kemur m.a. fram að hún telur nauðsynlegt að endurskipuleggja stjórnskipulag fangelsisins, að leggja verði aukna áherslu á öryggisþáttinn í starfsemi þess, móta þurfi skýra starfsmannastefnu og markvissa endurhæfingu þeirra fanga sem vistaðir eru á Litla-Hrauni. Þá telur nefndin mikilvægt að kvenfangar eigi möguleika á því að afplána refsivist í sérstöku kvennafangelsi. Í apríl á þessu ári skilaði nefndin áfangaskýrslu til dómsmálaráðherra og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem lögð var áhersla á að gerðar yrðu breytingar á frumteikningum að fyrirhuguðu móttökuhúsi á Litla-Hrauni. Nefndin fagnar því að í fyrirliggjandi teikningum nú er að fullu tekið tillit til tillagna nefndarinnar.

Í nefndinni áttu sæti auk Margrétar Frímannsdóttur, Margrét Sæmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Fangelsismálastofnun, Sigurjón Birgisson, formaður Fangavarðafélags Íslands, og Anna Sigríður Arnardóttir, þá starfandi lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Í júlí 2007 tók Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögfræðingur í ráðuneytinu, sæti Önnu Sigríðar. Starfsmaður nefndarinnar var Marta Margrét Ö. Rúnarsdóttir laganemi.

Sjá skýrslu nefndarinnar hér (PDF-skjal)Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira