Úrskurðir og álit
-
02. október 2012 /Mál nr. 159/2011
Mál þetta varðar 1. mgr. 59. gr. sbr. einnig 1. mgr. 61. gr. laga um atvinnuleysistryggignar. Kærandi var staddur erlendis en hann tilkynnti Vinnumálastofnun ekki fyrirfram að hann yrði ekki staddur á landinu á tilteknu tímabili. Kærandi hefur fært fram þau rök að hann hafi fengið rangar leiðbeiningar í símtali sínu við Vinnumálastofnun. Honum hafi verið tjáð að hann þyrfti einungis að tilkynna um ferðina með rafrænni skráningu á atvinnuleit þegar hann væri tilbúinn til vinnu á ný. Hafi hann farið eftir þeim leiðbeiningum. Veittar eru upplýsingar á kynningarfundum Vinnumálastofnunar, meðal annars með afhendingu bæklinga. Einnig verður til þess að líta að tíðkanlegt er að launþegar upplýsi vinnuveitendur sínar um fjarvistir vegna dvalar erlendis en réttarsamband atvinnuleitanda og Vinnumálastofnunar er um sumt eðlislíkt því sem er á milli launþega og vinnuveitanda. Þessu til viðbótar hafa um nokkurt skeið verið veittar upplýsingar um réttindi og skyldur atvinnuleitenda á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Þar sem kærandi hafði áður hlotið viðurlög vegna brota á ákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar sætir hann ítrekunaráhrifum, sbr. 3. mgr. 61. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
-
-
01. október 2012 /Mál nr. 8/2012
Lögmæti húsfundar: Atkvæði, eignaskiptayfirlýsing, aðalfundur, kostnaðarskipting.
-
01. október 2012 /Mál nr. 42/2011
Boðun á húsfund. Kostnaðarhlutdeild framkvæmda vegna lóða og bílskýlis.
-
28. september 2012 /Mál nr. 11/2012
Máli var vísað aftur til meðferðar barnaverndarnefndar B, sbr. 4. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002 vegna formgalla.
-
28. september 2012 /Mál nr. 12/2012
Mál þetta lýtur að kröfu föður um rýmri umgengni við tvö börn sín. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
-
28. september 2012 /Mál nr. 15/2012
Í máli þessu var til úrlausnar sú ákvörðun barnaverndar B að beita ekki neyðarráðstöfun á grundvelli 31. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Kröfu kæranda, um að hnekkt verði þeirri ákvörðun barnaverndarnefndar B að hafna beitingu neyðarráðstöfunar var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála.
-
28. september 2012 /Mál nr. 10/2012
Í málinu var til úrlausnar hvort sú ákvörðun barnaverndarnefnar, að loka máli því sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefndinni, hafi verið lögmæt. Niðurstaðan var að það hafi verið rétt, þar sem ljóst var af gögnum málsins að mál dætra kæranda heyrði á þeim tíma er ákvörðun var tekin undir Barnavernd C, sbr. 5. mgr. 15. gr. barnaverndarlaga.
-
-
-
25. september 2012 /Mál nr. 141/2011
Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hennar á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga, enda lá hvorki fyrir læknisvottorð þegar Vinnumálastofnun tók ákvörðun í máli þessu né var það tekið fram í umsókn um atvinnuleysisbætur að kærandi stríddi við skerta vinnufærni. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.
-
25. september 2012 /Mál nr. 132/2011
Kærandi tók þátt í vinnumarkaðsaðgerð með því að gera samning við Vinnumálastofnun um þróun eigin viðskiptahugmyndar í samræmi við 7. gr. reglugerðar um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um búferlastyrki, nr. 12/2009. Kærandi vann áfram að rekstri fyrirtækisins eftir að samningur um þróun eigin viðskiptahugmyndar hafði runnið út án þess að tilkynna það til Vinnumálastofnunar eins og henni bar að gera skv. 3. mgr. 9. gr., sbr. 2. mgr. 14. gr., laga um atvinnuleysistryggingar. Þá gat kærandi ekki talist í virkri atvinnuleit skv. 13. og 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar þar sem hún vann við fyrirtæki sitt. Kæranda var gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur að viðbættu 15% álagi skv. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
-
25. september 2012 /Mál nr. 139/2011
Kærandi stofnaði VSK-númer og hóf eigin rekstur og var starfandi sem sjálfstætt starfandi einstaklingur á sama tíma og hann þáði atvinnuleysisbætur. Samkvæmt f- og g-lið 1. mgr. 18. gr. laga um atvinnuleysistryggingar átti kærandi ekki rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta. Kærandi kvaðst hafa fengið þau ráð hjá Vinnumálastofnun að opna VSK-númer og ef hann fengi tekjur af starfseminni ætti hann að tilkynna þær á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Engum gögnum er til að dreifa sem staðfesta þessa frásögn kæranda, til dæmis er ekkert skráð um þetta atriði í samskiptasögu Vinnumálastofnunar. Óvarlegt þótti að leggja til grundvallar við úrlausn málsins að kærandi hafi fengið rangar leiðbeiningar Vinnumálastofnunar sem síðan urðu til þess að kærandi hóf eigin atvinnurekstur. Hin kærða ákvörðun var staðfest. Í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var kæranda gert að standa skil á ofgreiddum atvinnuleysisbótum ásamt 15% álagi.
-
-
25. september 2012 /Mál nr. 155/2011
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.
-
-
-
24. september 2012 /Mál nr. 9/2012
Kröfu kærenda um að aflétta nafnleynd tilkynnanda vegna sonar þeirra var staðfest skv. 2. mgr. 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
-
-
-
-
-
-
-
11. september 2012 /Mál nr. 24/2012
Kærandi taldi verðmat fasteignar sinnar vera of hátt og að forsendur hans fyrir greiðslu afborgana hafi breyst. Meginmarkmið 110% leiðarinnar var almenn niðurfærsla veðkrafna að 110% verðmæti fasteignar, en úrræðið stóð til hliðar við önnur og einstaklingsmiðaðri úrræði. Því er ekki litið til greiðslubyrði eða greiðslugetu umsækjanda um 110% leiðina með þeirri undantekningu sem er að finna í 4. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Af ákvæði 3. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 leiðir að við afgreiðslu mála er varða niðurfærslu veðkrafna Íbúðalánasjóðs verður ekki miðað við lægri fjárhæð en sem nemur fasteignamati. Jafnvel þótt miðað hefði verið við fasteignamat hefði ekki komið til niðurfærslu veðlána þar sem veðrými á öðrum aðfararhæfum eignum var umfram mögulega niðurfærslu. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. september 2012 /Mál nr. 43/2012
Kærandi var ósáttur við verðmat á fasteign sinni sem samanstóð af þremur íbúðum, hver með sitt fastanúmer. Íbúðirnar hafi ekki verið metnar af sama fasteignasala og munur á mati hafi verið mikill. Af ákvæði 4. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 leiðir að við afgreiðslu mála er varða niðurfærslu veðkrafna Íbúðalánasjóðs verður ekki miðað við lægri fjárhæð en sem nemur fasteignamati. Í málinu lá fyrir að jafnvel þótt miðað hefði verið við fasteignamat íbúðarinnar hefði ekki komið til niðurfærslu veðlána þar sem áhvílandi veðskuldir á íbúðinni voru undir 110% af fasteignamati. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. september 2012 /Mál nr. 76/2012
Félagsþjónusta. Talið að ákvörðun um innheimtu vangoldinnar leigu, riftun leigusamnings og aðfararbeiðni þar sem krafist var útburðar teldist ekki til þeirra ákvarðana félagsmálanefndar sem kæranleg væri til úrskurðarnefndarinnar. Kæru vísað frá.
-
11. september 2012 /Mál nr. 202/2011
Kærendur töldu fasteignamat fasteignar sinnar of hátt og vildu að miðað yrði við lægra verð en skráð fasteignamat. Af ákvæði 4. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 leiðir að við afgreiðslu mála er varða niðurfærslu veðkrafna Íbúðalánasjóðs verður ekki miðað við lægri fjárhæð en sem nemur fasteignamati enda ber að miða við það sem er hærra, fasteignamat eða matsverð. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. september 2012 /Mál nr. 191/2011
Kærandi taldi að miða ætti yrði við núverandi stöðu lána hennar og að bifreið hennar hafi ekki átt að koma til frádráttar á niðurfærslu lána. Þá taldi kærandi að taka hafi átt tillit til láns hennar hjá lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 kemur skýrt fram að ef veðrými er á aðfararhæfum eignum lækkar niðurfærsla veðskulda sem því nemur. Íbúðalánasjóði bar því að taka tillit til bifreiðareignar kæranda. Samkvæmt skýru orðalagi 1. gr. laga nr. 29/2011 ber að miða við stöðu veðkrafna þann 1. janúar 2011, en ekki við síðara tímamark. Þá tekur niðurfærsla Íbúðalánasjóðs einungis til áhvílandi veðlána Íbúðalánasjóðs en ekki annarra lána skv. 1. mgr. 1. gr. laganna. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
-
-
-
03. september 2012 /Mál nr. 15/2012
Álitaefni um hvort eignir samskuldara komi til lækkunar á niðurfærslu veðkröfu. Þar sem hugtakið lántaki er notað í ákvæði 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 taldi úrskurðarnefndin að allir sem tókust á hendur lán sem tryggð voru með veði í umræddri fasteign féllu undir hugtakið og því yrði að líta til aðfararhæfra eigna viðkomandi. Kærandi og móðir hans voru bæði taldir lántakendur í skilningi 1. gr. laga nr. 29/2011. Ekki var fallist á að greina bæri á milli eftir því hvernig greiðsluábyrgð hafi verið skipt innbyrðis enda telst ábyrgð þeirra gagnvart Íbúðalánasjóði óskipt. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.
-
-
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 39/2012
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Umsókn kæranda synjað þar sem greiðslubyrði rúmaðist ekki innan greiðslugetu. Úrskurðarnefndin taldi að af svörum Íbúðalánasjóðs og gögnum málsins fengist ekki séð að málið hafi verið kannað út frá 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001 þar sem fram kemur að ef ástæða greiðsluerfiðleika er tímabundin tekjulækkuni, skuli í mati á greiðslugetu miða við tekjur umsækjanda áður en til tekjulækkunar kom. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 6/2012
Kærandi telur að við endurútreikning lána hjá Íbúðalánasjóði eigi einnig að taka tillit til láns hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins sem tekið hafi verið í tengslum við kaup kæranda á íbúð hennar, en umrætt lán er með veði í fasteign sem er ekki í eigu kæranda. Heimild til niðurfærslu tekur eingöngu til áhvílandi veðkrafna Íbúðalánasjóðs. Staðfest.
-
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 41/2012
Kærandi telur að við endurútreikning lána hjá Íbúðalánasjóði eigi einnig að taka tillit til endurbótaláns sem hann tók í febrúar 2009. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 29/2011 kemur fram að heimild til niðurfærslu áhvílandi veðkrafna Íbúðalánasjóðs taki eingöngu til veðkrafna sem stofnað var til vegna kaupa eða byggingu fasteigna 31. desember 2008 eða fyrr. Íbúðalánasjóði bar því ekki að líta til umrædds endurbótaláns. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 55/2012
Fjárhagsaðstoð. Kærandi sótti um aðstoð fyrir nóvember, desember og janúar en var synjað þar sem hún uppfyllti ekki skilyrði fyrir greiðslu fjárhagsaðstoðar. Ekki talið að mat velferðarráðs Reykjavíkurborgar á aðstæðum kæranda vegna umsóknar um styrk fyrir nóvember og desember hafi verið ómálefnalegt eða andstætt reglum sem um það gilda. Varðandi umsókn um styrk fyrir janúar var talið að kæranda hafi ekki verið leiðbeint um að koma á framfæri viðbótargögnum en fyrir lá að ástæða synjunar vegna þess mánaðar var sú að kærandi hafi ekki komið nægum upplýsingum á framfæri um breytingu á eignastöðu. Synjun um fjárhagsaðstoð fyrir janúarmánuð felld úr gildi og vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 47/2012
Ágreiningur um afararhæfar eignir. Íbúðalánasjóði bar að kanna nánar raunvirði bifreiða og hlutabréfa kærenda í tengslum við afgreiðslu umsóknar þeirra. Hin kærða niðurstaða felld úr gildi og málinu vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 69/2012
Íbúðalánasjóður tók ekki við umsókn um endurútreikning lána hjá sjóðnum sem barst þann 1. mars 2012. Samkvæmt skýru orðalagi 1. gr. laga nr. 29/2011 er Íbúðalánasjóði ekki heimilt að taka við umsóknum eftir að frestur til þess rann út þann 1. júlí 2011. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
30. ágúst 2012 /Mál nr. 62/2012
Kærandi taldi fasteignamat of hátt og gerði kröfu um að miðað yrði við verðmat fasteignasala sem var lægra. Við afgreiðslu málsins var miðað við fasteignamat enda er í 4. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 kveðið skýrt á um að miða skuli við það sem er hærra. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
-
-
-
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 11/2012
Frádráttur vegna annarra eigna við endurútreikning Íbúðalánasjóðs á lánum kæranda samanstóð af eignum í hlutabréfum, tveimur bifreiðum, hjólhýsi og tveimur þungum bifhjólum. Auk þess fram kom í endurútreikningum ótilgreind fasteign en engar upplýsingar lágu fyrir í málinu hvernig því eignarhaldi var háttað eða hvernig fjárhæðin var fundin út. Ekki lá fyrir hvaðan fjárhæðir vegna annarra framangreindra eigna voru fengnar. Úrskurðarnefndin taldi málið því ekki nægilega upplýst og vísaði því til nýrrar meðferðar hjá Íbúðalánasjóði.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 2/2012
Íbúðalánasjóður neitaði að taka við umsókn kæranda um endurútreikning lána samkvæmt 110% leiðinni eftir að lögbundinn frestur til þess rann út. Ekki talið að umboðsmanni kæranda hafi verið veittar rangar leiðbeiningar. Staðfest.
-
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 31/2012
Ágreiningur um við hvaða tímamörk skuli miða þegar verðmæti aðfararhæfra eigna er metið. Í lögum nr. 29/2011 er eingöngu fjallað um hvaða tímamark skuli miðað við þegar staða áhvílandi veðkrafna er metin, en í 1. mgr. ákvæðisins er mælt fyrir um að staða veðkrafna skuli miðast við 1. janúar 2011. Í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við ákvæðið að því er varðar stöðu veðkrafna og til að gætt sé samræmis milli þess tímamarks sem staða veðkrafna er miðuð við annars vegar og mats á verðmæti fasteignar hins vegar, hefur úrskurðarnefndin talið rétt miða við sama tímamark. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 205/2011
Ágreiningur um aðfararhæfar eignir. Lagt var mat á það hvort bankainnstæða kæranda, sem var fyrirfram greiddur arfur, teldist aðfararhæf eign í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2911. Þar sem ekki höfðu verið gerðar ráðstafanir til að undanskilja fjárhæðina innheimtu skuldheimtumanna, sjá skilyrði 50. - 52. g. erfðalaga nr. 8/1962, taldist innstæðan til aðfararhæfra eigna sem ekki var sérstaklega undanþegin fjárnámi. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 13/2012
Mál þetta varðar 47. gr. barnaverndarlaga. Málinu var skv. 2. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga vísað til nýrrar meðferðar.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 199/2011
Þess krafist að lífeyrissjóðslán væri tekið til greina þegar Íbúðalánasjóður endurútreiknaði lán hjá sjóðnum. Staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 16/2012
Fyrir lá að kærandi átti aðfararhæfar eignir með veðrými sem svaraði að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
22. ágúst 2012 /Mál nr. 14/2012
Kærandi óskaði endurskoðunar á synjun Íbúðalánasjóðs á niðurfærslu lána hennar. Kærandi benti á að ekki væri unnt að líta á fasteign og bifreið maka hennar sem aðfararhæfar eignir þar sem fjárhagur þeirra væri aðskilinn. Í málinu lá hins vegar fyrir að innstæða kæranda á innlánsreikningi, sem ekki var talin til séreignar maka samkvæmt kaupmála, var hærri en sem nam veðsetningu áhvílandi veðlána umfram 110%. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
-
-
-
-
-
-
26. júlí 2012 /Mál nr. 30/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 192/2011
Ágreiningur um hvort veita bæri þriggja ára fötluðu barni ferðaþjónustu til að fara í sjúkra- og iðjuþjálfun og sund. Samkvæmt 35. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 skal sveitarfélag gefa fötluðu fólki kost á ferðaþjónustu, en markmið ferðaþjónustu fatlaðs fólks sé að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Úrskurðarnefndin taldi að þar sem um var að ræða barn undir 18 ára aldri sem lúti forsjá foreldra, eigi foreldrar rétt til greiðslna vegna ferðakostnaðar, sem hluta umönnunarbóta sem greiddar séu foreldrum langveikra barna á grundvelli laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Sú ferðaþjónusta sem fötluðu fólki væri færð í 35. gr. laga nr. 59/1992, sbr. lög nr. 152/2010, hafi því verið takmörkuð við þá sem séu eldri en 18 ára. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 25/2012
Húsaleigubætur. Ágreiningur um hvort greiða ætti kæranda húsaleigubætur aftur í tímann frá 1. ágúst 2011 til 30. desember 2011. Þar sem engra annarra gagna naut við í málinu var litið svo á að engar upplýsingar hafi legið fyrir um skólavist kæranda fyrr en í janúar 2012. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 26/2012
Ekki tekið við umsókn kærenda um niðurfærslu veðlána hjá Íbúðalánasjóði þar sem aftasti veðréttur væri hjá Arion banka. Málið var því framsent Arion banka. Íbúðalánasjóður upplýsti að þegar svar bærist frá bankanum yrði málið afgreitt. Í málinu lá því ekki fyrir kæranleg ákvörðun. Frávísun.
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 1/2012
Ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar um að synja kæranda um greiðslu námsstyrks staðfest. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði 18. gr. reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð. Kærandi hafi ekki verið talin eiga við mikla félagslega erfiðleika að stríða, ekki liggi fyrir að kærandi hafi ekki tök á að vinna með skóla né að hún myndi flosna úr námi kæmi ekki til aðstoðar. Þá áttu önnur ákvæði 18. gr. reglnanna ekki við um kæranda.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 5/2012
Í málinu var ágreiningur um hvort félagsmálanefnd bæri að veita kæranda þjónustu tiltekins sálfræðings í stað sálfræðings og annarra sérfræðinga sem störfuðu fyrir nefndina. Samkvæmt 5. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 á einstaklingur rétt á þjónustu þar sem hann kýs að búa og komi fram umsókn um slíka þjónustu skal skv. 3. mgr. 5. gr. laganna meta þá umsókn af teymi fagfólks, sem meti heildstætt þörf fatlaðs einstaklings fyrir þjónustuna og jafnframt hvernig koma megi til móts við óskir hans. Úrskurðarnefndin taldi að slíkt mat hefði ekki farið fram á umsókn kæranda. Var því talið að málið hafi ekki verið rannsakað nægilega og málinu því vísað heim til nýrrar meðferðar.
-
-
27. júní 2012 /Mál nr. 7/2012
Málið varðar umgengni föður við barn sitt skv. 1. mgr. 74. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 8/2012
Íbúðalánasjóður synjaði umsókn kæranda um greiðsluerfiðleikaaðstoð á þeim grundvelli að greiðslubyrði hans rúmaðist ekki innan greiðslugetu, sbr. 4. tölul. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001 um úrræði til að bregðast við greiðsluvanda vegna lána Íbúðalánasjóðs. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 19/2012
Ágreiningur um hvort velferðarráði Reykjavíkurborgar beri að sinna akstursþjónustu fyrir kæranda frá hjúkrunarheimili þar sem hún býr til að sinna ýmsum erindum. Hvorki er í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga né lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 að finna skyldu til að veita öldruðum akstursþjónustu. Samkvæmt 8. gr. reglna Reykjavíkurborgar um akstursþjónustu aldraðra gilda reglurnar ekki um akstursþjónustu fyrir aldraða sem eru á stofnunum, svo sem hjúkrunarheimilum. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 44/2012
Ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar um synjun um fjárhagsaðstoð staðfest. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði fyrir greiðslu styrks, þ.á.m. skilyrði 24. gr. reglna Reykjavíkurborgar að hafa verið með fjárhagsaðstoð sér til framfærslu undanfarna sex mánuði eða lengur.
-
27. júní 2012 /Mál nr. 6/2012
Málið varðar umgengni móður við börn sín, skv. 1. mgr. 74. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
14. maí 2012 /Mál nr. 95/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bóta með vísan til starfsloka kæranda á grundvelli 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistrygginga var staðfest.
-
14. maí 2012 /Mál nr. 105/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að greiða kæranda ekki fullar atvinnuleysisbætur fyrr en að loknum 39 virkum dögum frá umsóknardegi var staðfest með vísan til 4. mgr. 51. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, enda hafi kærandi ekki uppfyllt skilyrði laganna á þeim tíma er hún sótti um bæturnar þar sem hún hafði fengið greidda 39 orlofsdaga við starfslok.
-
14. maí 2012 /Mál nr. 134/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest sem og sú ákvörðun stofnunarinnar að kæranda bæri að endurgreiða atvinnuleysisbætur skv. 2. mgr. 39. gr. laganna.
-
14. maí 2012 /Mál nr. 104/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar er staðfest þar sem kærandi brást skyldum sínum með því að tilkynna ekki um fjarveru sína á námskeiði stofnunarinnar.
-
14. maí 2012 /Mál nr. 102/2011
Staðfestar voru ákvarðanir Vinnumálastofnunar um að kærandi ætti ekki rétt á atvinnuleysisbótum skv. 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og um að kærandi skuli endurgreiða stofnuninni ofgreiddar atvinnuleysisbætur auk 15% álags.
-
14. maí 2012 /Mál nr. 106/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og endurgreiðslu atvinnuleysisbóta skv. 2. mgr. 39. gr. sömu laga var staðfest.
-
11. maí 2012 /Mál nr. 50/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja kæranda um eignarráðstöfun á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laga nr. 103/2010 um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota.
-
11. maí 2012 /Mál nr. 59/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga og b-, c- og d-liðum 2. mgr. gr. sömu laga.
-
11. maí 2012 /Mál nr. 81/2011
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-, f- og g-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
-
-
-
-
-
30. apríl 2012 /Mál nr. 56/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c- og e-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 90/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði var staðfest með vísan til 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysistryggingar því ástæður hennar fyrir námslokum voru ekki taldar gildar.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 130/2011
Ákvarðanir Vinnumálastofnunar um niðurfellingu atvinnuleysisbóta kæranda í samtals fimm mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar eru staðfestar.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 97/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda var staðfest, enda í ljós leitt að kærandi var starfandi á innlendum vinnumarkaði á sama tíma og hann þáði atvinnuleysisbætur og upplýsti ekki um að atvinnuleit hans hafi verið hætt. Komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að með háttsemi sinni hafi kærandi brotið gegn 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 122/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að réttur kæranda til tekjutengdra atvinnuleysisbóta hafi verið fullnýttur var staðfest með vísan til 29. og 32. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, enda hafi kærandi farið aftur inn í kerfið eftir skemmri tíma en 24 mánuði á vinnumarkaði.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 121/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í þrjá mánuði var staðfest með vísan til 3. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Auk þess var kærandi látinn sæta ítrekunaráhrifum, sbr. 61. gr. laganna, þar sem hún hafði áður hlotið viðurlög vegna brota á ákvæðum laganna.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 86/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði var staðfest skv. 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnutryggingar, enda hafði kærandi ekki upplýst stofnunina um skerta vinnufærni eins og honum bar að gera.
-
24. apríl 2012 /Mál nr. 120/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður greiðslur atvinnuleysisbóta í tvo mánuði var staðfest með vísan til 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, enda gætti kærandi ekki að skyldu sinni að láta stofnunina vita um breytingar á högum hans þegar hann varð fyrir slysi og fékk greiddar tryggingabætur í kjölfarið. Þá kvað úrskurðarnefndin á um að ofgreiddum atvinnuleysisbótum skyldi skuldajafnað við síðar tilkomnar greiðslur atvinnuleysisbóta.
-
-
-
-
-
12. apríl 2012 /Mál nr. 19/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Sérákvæði.
-
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 87/2011
Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 163/2011
Hrundið var ákvörðun Vinnumálastofnunar, sem tekin var á grundvelli 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, þess efnis að kærandi skyldi ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hún hefði starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði, enda þáði hún ekki laun fyrir vinnu sem hún innti af hendi einn dag á útihátíð.
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 98/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun á umsókn um atvinnuleysisbætur var staðfest með vísan til 15. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 83/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun á greiðslu atvinnuleysisbóta til kæranda með vísan til 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest.
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 96/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði og endurgreiðslu atvinnuleysisbóta var staðfest skv. 1. mgr. 59. gr. og 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, en kærandi hafi haldið af landi brott án þess að láta stofnunina vita af því samhliða því að þiggja atvinnuleysisbætur.
-
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 77/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga skv. 1. og 2. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var felld úr gildi með vísan til þess að nám kæranda hafi verið innan þeirra marka sem heimilt er samkvæmt ákvæði 2. mgr. 52. gr. laganna.
-
04. apríl 2012 /Mál nr. 81/2011
Ákvörðun Vinnumálastofnunar þess efnis að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest. Auk þess skuli kærandi endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur að upphæð 100.724 kr. skv. 3. málsl. 60. gr. laganna og 1. málsl. 2. mgr. 39. gr.
-
-
28. mars 2012 /Mál nr. 183/2011
Ákvörðun um endurútreikning lána er felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
-
28. mars 2012 /Mál nr. 174/2011
Kærð ákvörðun félagsmálaráðs um synjun um undanþágu frá reglum, er felld úr gildi og málinu vísað aftur til fjölskylduráðs til löglegrar meðferðar.
-
28. mars 2012 /Mál nr. 158/2011
Felld er úr gildi ákvörðun Íbúðalánasjóðs um synjun um endurútreikning á lánum og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
-
16. mars 2012 /Mál nr. 76/2011
Kærandi sótti að nýju um atvinnuleysisbætur og kom þá inn á sama bótatímabil skv. 3. mgr. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
-
12. mars 2012 /Mál nr. 25/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli c- og d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
12. mars 2012 /Mál nr. 65/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
12. mars 2012 /Mál nr. 51/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
12. mars 2012 /Mál nr. 18/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
-
-
-
02. mars 2012 /Mál nr. 31/2011
Vinnumálastofnun samþykkti umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur, en með vísan til námsloka kæranda var réttur hans til atvinnuleysisbóta felldur niður í tvo mánuði sem ella hefðu verið greiddar bætur fyrir, með vísan til 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
02. mars 2012 /Mál nr. 36/2011
Mál þetta varðar kröfu kæranda um leiðréttingar á útreikningum tekjutengdra atvinnuleysisbóta, greiðslu atvinnuleysisbóta fyrir tiltekið tímabil en þá fórst fyrir hjá honum að staðfesta atvinnuleit sína og loks óskar kærandi leiðréttingar á skerðingu þeirri sem lífeyrissjóðsgreiðslur til hans hafa valdið á atvinnuleysisbótum hans. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
02. mars 2012 /Mál nr. 77/2010
Mál þetta varðar bráðabirgðaákvæði VI með lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Með ákvörðun meirihluta úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða var hinni kærðu ákvörðun hrundið. Með ákvörðun minni hluta nefndarinnar var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
02. mars 2012 /Mál nr. 39/2011
Vinnumálastofnun samþykkti umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur en með vísan til starfsloka var réttur hans til atvinnuleysisbóta felldur niður í tvo mánuði sem ella hefðu verið greiddar bætur fyrir skv. 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða staðfesti ákvörðunina.
-
02. mars 2012 /Mál nr. 30/2011
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar varðandi það að hafna þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
02. mars 2012 /Mál nr. 33/2011
Vinnumálastofnun hafnaði umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur þar sem umbeðin vottorð vinnuveitenda bárust ekki og því hafi ekki verið ljóst hvort 1. gr., 1. mgr. 9. gr. og a-liður 1. mgr. 13. gr., sbr. 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, um skilyrði fyrir atvinnuleysistryggingum og virka atvinnuleit væru uppfyllt. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
02. mars 2012 /Mál nr. 34/2011
Úrskurðarnefndin taldi að annmarkar hefðu verið á meðferð málsins hjá Vinnumálastofnun áður en hin kærða ákvörðun var tekin. Leiðbeiningar sem kæranda voru veittar voru ekki fullnægjandi, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Rannsókn málsins var ábótavant, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Ákvörðunin var ekki tilkynnt kæranda með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af því leiddi að andmælaréttur kæranda var ekki virtur með fullnægjandi hætti, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga. Hin kærða ákvörðun var því ómerkt og Vinnumálastofnun gert að taka málið fyrir nýju.
-
-
-
22. febrúar 2012 /Mál nr. 70/2011
Ágreiningur vegna þjónustusamnings vegna greiðslna fyrir liðveislu, frekari liðveislu og heimaþjónustu auk kostnaðar vegna búsetuþjónustu. Frávísun.
-
22. febrúar 2012 /Mál nr. 114/2011
Ekki er fallist á kröfur kæranda um að tekið verði tillit til lögveðskrafna og söluþóknunar, hvort heldur útlagðrar þóknunar eða hluta hennar sem taki mið af söluþóknun við nauðungarsölu fasteigna og er hin kærða ákvörðun því staðfest.
-
16. febrúar 2012 /Mál nr. 26/2011
Kærandi sótti að nýju um atvinnuleysisbætur í janúar 2011 og kom þá inn á sama bótatímabil skv. 3. mgr. 29. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
16. febrúar 2012 /Mál nr. 24/2011
Vinna kæranda á ávinnslutímabili bótaréttar náði ekki því lágmarki sem kveðið er á um í 19. gr., sbr. 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
-
16. febrúar 2012 /Mál nr. 22/2011
Skilyrði þess að fá greiddar atvinnuleysisbætur er að fyrir liggi umsókn kæranda þar að lútandi skv. 1. mgr. 9. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Ekki lá fyrir umsókn frá kæranda fyrr en 8. nóvember 2010 og þótti því nauðsyn bera til að staðfesta hina kærðu ákvörðun þess efnis að hann ætti ekki rétt á greiðslum atvinnuleysisbóta á tímabilinu frá 1. nóvember til 7. nóvember 2010.
-
16. febrúar 2012 /Mál nr. 23/2011
Vinna kæranda á ávinnslutímabili bótaréttar náði ekki því lágmarki sem kveðið er á um í 19. gr., sbr. 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
-
-
09. febrúar 2012 /Mál nr. 24/2011
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
08. febrúar 2012 /Mál nr. 121/2011
Það er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að af gögnum málsins megi ráða að kærandi uppfylli ekki skilyrði a-liðar 5. gr. reglna Reykjavíkurborgar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur. Þá er fallist á það mat kærða að kærandi uppfylli ekki hið matskennda viðmið b-liðar 5. gr. reglnanna eins og hér stendur á. Staðfest.
-
08. febrúar 2012 /Mál nr. 156/2011
Kærandi hefur andmælt því að við afgreiðslu umsóknar hennar verði litið til eigna og skulda eiginmanns hennar þar sem það sé umsókninni óviðkomandi. Á það var ekki ekki fallist þar sem tekið er fram í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011 að heimild til niðurfærslu sé alltaf háð því að lántaki eða maki hans eigi ekki aðfararhæfar eignir með veðrými sem svari að hluta eða öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu kröfu. Staðfest.
-
-
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.