Hoppa yfir valmynd

Greining á útgjöldum

Raunútgjöld málefnasviða

 

Rekstur og fjárfesting málefnasviða

Rekstrarútgjöld - nánari lýsing

06.10 Hagskýrslugerð og grunnskrár. Einungis ein stofnun heyrir undir málaflokkinn hjá innviðaráðuneytinu þ.e. Þjóðskrá Íslands. Rekstrarútgjöld að frádregnum sértekjum námu 938 m.kr. Er það um 25,2 m.kr. lægri fjárhæð en heildarfjárveitingar ársins eða sem nemur 2,6%. Breytingar urðu hjá stofnuninni á árinu 2022 þegar fasteignahluti hennar var færður yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þessar breytingar endurspeglast m.a. í fjáraukalögum ársins en þar voru fjárveitingar lækkaðar um 494 m.kr. frá samþykktum fjárlögum.

08.10 Framlög til sveitarfélaga. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga heyrir undir málaflokkinn. Fjárveiting fjárlaga byggir á tekjuáætlun ríkissjóðs. Útgjöld reyndust 123 m.kr. hærri en áætlun eða sem nemur 0,5%. Þessi umframútgjöld eru felld niður samhliða yfirflutningi árslokastaða og birt í ríkisreikningi. 

08.20 Byggðamál. Útgjöld málaflokksins námu liðlega 2.045 m.kr. og voru 107 m.kr. eða 5% undir heildarfjárveitingum ársins. Frávikið má einkum rekja til útgjalda í tengslum við framkvæmd byggðaáætlunar. Ónotuð fjárveiting kemur til ráðstöfunar á árínu 2023.  

11.10 Samgöngur. Heildarútgjöld málaflokksins námu tæpum 28,7 milljörðum króna og voru 289 m.kr. umfram fjárveitingar eða sem nemur 1%. Stærstu útgjaldaliðirnir eru hjá Vegagerðinni í tengslum við þjónustu á vegum og almenningssamgöngur. Halli á rekstri stofnunarinnar nam 635 m.kr. á árinu 2022, en þar af nam halli á þjónustulið 772 m.kr. sem skýrist m.a. af erfiðri vetrarfærð á fyrri hluta ársins. Gjöld Samgöngustofu voru um 35 m.kr. eða 2,7% yfir fjárveitingu ársins að teknu tilliti til yfirflutts halla frá fyrra ári. Á hinn bóginn voru útgjöld Hafnabótasjóðs 397 m.kr. eða 18% undir fjárveitingum en sú fjárhæð er öll skuldbundin í samningum við hafnarsamlög. 

11.20 Fjarskipti. Einungis eitt viðfang heyrir undir málaflokkinn hjá innviðaráðuneytinu þ.e. alþjónustuframlag til Íslandspósts sbr. lög um póstþjónustu. Alþjónustuframlagið nam 563,2 m.kr. vegna ársins 2021 samkvæmt ákvörðun Byggðastofnunar, en til frádráttar komu 48,8 m.kr. sem þegar höfðu verið greiddar til Íslandspósts. Nettó fjárhæð til útgreiðslu á árinu 2022 nam því 514,4 m.kr.    

11.30 Stjórnsýsla innviðaráðuneytisins. Útgjöld málaflokksins námu 826 m.kr. og voru 42 m.kr. eða 4,8% lægri en heildarfjárveitingar. Gjöld aðalskrifstofu ráðuneytisins voru 8 m.kr. lægri en fjárveitingar eða sem nemur 1%.  Afgangur á liðnum 10-190 ýmis verkefni nam um 13 m.kr. Þá átti varasjóður málaflokksins um 21 m.kr. í ónotaðar fjárveitingar í árslok.  

29.40 Fjölskyldumál. Eitt fjárlagaviðfang heyrir undir þennan málaflokk hjá innviðaráðuneytinu þ.e. meðlög samkvæmt lögum nr. 76/2003. Útgjöld námu 407,6 m.kr. sem er um 69 m.kr. umfram fjárveitingar ársins. Halli á liðnum er felldur niður við yfirflutning árslokastaða milli ára þar sem um lögbundnar greiðslur er að ræða.

31.10 Húsnæðismál. Heildargjöld málaflokksins námu tæpum 10,7 mö.kr. að frádregnum sértekjum sem er um 2,8 mö.kr. eða 21% undir heildarfjárveitingum. Frávikið má að langstærstum hluta rekja til stofnframlaga vegna byggingar og kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum og verður afgangurinn nýttur á árinu 2023. Þá nam afgangur af rekstri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 261 m.kr. Á hinn bóginn voru útgjöld vegna húsnæðisbóta til leigjenda um 292 m.kr. hærri en fjárveitingar. Halli á þessum lið er felldur niður við yfirflutning árslokastaða þar sem um lögbundin útgjöld er að ræða.

31.20 Skipulagsmál. Útgjöld málaflokksins námu tæpum 760 m.kr. og voru 45 m.kr. eða 6% umfram fjárveitingar. Um 29 m.kr. af umframútgjöldunum má rekja til endurgreiðslu kostnaðar við gerð skipulagsáætlana með vísan til skipulagslaga. Þessi halli er felldur niður við yfirflutning árslokastaða þar sem um lögbundin útgjöld er að ræða. Þá nam halli á rekstri Skipulagsstofnunar tæpum 16 m.kr. eða sem nemur 4%. 

Fjárfestingar - nánari lýsing

06.10 Hagskýrslugerð og grunnskrár. Fjárfestingar Þjóðskrár Íslands námu 20 m.kr. á árinu 2022. Ónotuð fjárfestingaframlög stofnunarinnar námu 55 m.kr. um síðustu áramót.

11.10 Samgöngur. Fjárfestingaheimildir málaflokksins námu tæpum 29,9 mö.kr. og námu ónotaðar fjárveitingar 4,3 ma.kr. í árslok 2022. Afgangurinn kemur til vegna reiknishaldslegrar meðferðar verka í vinnslu í tengslum við framkvæmdir á innanlandsflugvöllum og uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Fjárfestingar Samgöngustofu námu tæpum 57 m.kr. á árinu 2022 og nam halli á fjárfestingaframlögum 96 m.kr. í árslok.

31.10 Húsnæðismál. Fjárfestingaheimildir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar námu liðlega 160 m.kr. á árinu 2022. Fjárfesting ársins nam 173 m.kr. og var staða fjárfestingaframlaga neikvæð um tæpar 11 m.kr. í árslok. 

Styrktar- og samstarfssamningar 2022

Samningar m.kr. 2022 Gildir til
Áætlunarakstur á höfuðborgarsvæðinu 906 2022
Áætlunarakstur á landsbyggðinni (nettó) 793 2023
Rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs 365 2023
Rekstur Grímseyjarferjunnar Sæfara 214 2023
Rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars 273 2023
Rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs IV 665 2023
Samningur um Mjóafjarðarferjuna 42 2023
Flugleið norðursvæði 145 2025
Flugleiðir Vestfirðir og Höfn 581 2023
Samningur um Vaktstöð siglinga 319 2025
Isavia ohf., innanlandsflugvellir 3.529 2025
Samgöngusáttmálinn á höfuðborgarsvæðinu  2.186 2023
Byggðaáætlun, styrktarsamningar v/ aðgerð C.1 130 2023
Byggðaáætlun, styrktarsamningar v/ aðgerð B.8 40 2023
Byggðaáætlun, styrktarsamningar v/ aðgerð A.9 15 2023
Byggðaáætlun, styrktarsamningar v/aðgerð A.10 13 2023
Blábankinn, samfélagsmiðstöð Þingeyri 4 2024
Ljósið, fjarheilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni (A.5) 9 2022
Nýsköpunar- og þróunarverkefni fyrir Flateyri 26 2024
Samningur um uppbyggingu á Seyðisfirði
55 2023
Sóknaráætlanir landshluta
569 2024
Slysavarnafélagið Landsbjörg 75 2024
Staðlaráð Íslands
2 2023
Reykjavíkurborg v. rannsókna í Hvassahrauni
27 2024

Ráðstöfun varasjóða 2022

Varasjóðir ráðuneytisins eru tveir. Annars vegar er um að ræða varasjóð málaflokks 11.1 Samgöngur og hins vegar 11.3 Stjórnsýsla innviðaráðuneytis. Fjárveiting á fyrrnefnda liðnum nam 223,4 m.kr. og var öllu framlaginu ráðstafað á árinu. Þar af runnu 218,4 m.kr. á almenningssamgöngulið Vegagerðarinnar vegna óhagstæðrar verðlagsþróunar, hækkana á útboðsfjárhæðum og fjármögnun Loftbrúar. Þá voru 5 m.kr. millifærðar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna reksturs atvikaskráningarkerfis fyrir sjómenn. Engu var ráðstafað á árinu 2020 vegna varasjóðs málaflokks 11.3 Stjórnsýsla innviðaráðuneytis og nam ónotuð fjárheimild um 21 m.kr. í lok ársins. 

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum