Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn 1904-1918

Hinn 1. febrúar 1904 fengu Íslendingar heimastjórn, þingræði var fest í sessi og  Stjórnarráð Íslands stofnað. Ráðherra Íslands fékk aðsetur í Reykjavík, sem varð miðstöð stjórnsýslu. Flutningur framkvæmdavaldsins til Íslands 1. febrúar 1904 markaði þáttaskil og var stærsta skrefið í baráttu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði.

Fyrsti ráðherrann Hannes Hafstein var þjóðkunnur, sýslumaður á Ísafirði og eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar.

Á eftirfarandi síðum má finna fjölmargt sem tengist heimastjórnarárunum 1904-1918, einu mesta framfaraskeiði þjóðarinnar.

Efnið sem finna má þessum síðum var samið fyrir vefinn heimastjorn.is sem opnaður var árið 2004 í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá því Íslendingar fengu heimastjórn. Afrit af upprunalegri útgáfu vefins er að finna í vefsafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafni. 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum