Þjónusta við Íslendinga
Aðalræðisskrifstofan veitir Íslendingum í Vestur-Kanada margvíslega þjónustu. Aðalræðisskrifstofan hefur m.a. milligöngu um útvegun neyðarvegabréfa og veitir íslenskum ríkisborgurum ýmsa aðra fyrirgreiðslu.
Aðalræðisskrifstofan aðstoðar íslenska ríkisborgara og fyrirtæki í samskiptum við fyrirtæki og yfirvöld og dreifir upplýsingum og fróðleik um Ísland ásamt því að taka þátt í kynningum allskonar sem koma landi og þjóð til góða.
Ekki er hægt að sækja um vegabréf hjá aðalræðisskrifstofunni.
Í brýnustu neyð getur aðalræðisskrifstofan gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru einungis gefin út ef umsækjandi getur ekki sótt vegabréf í sendiráði eða á Íslandi. Taka skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki.
Búnaður til að taka við umsóknum um vegabréf er í eftirtöldum sendiráðum Íslands erlendis: Berlín, Brussel, Genf, Helsinki, Kaupmannahöfn, Kampala, Lilongwe, London, Moskvu, Nýju-Delí, Osló, París, Peking, Stokkhólmi, Tókýó, Vín, Washington DC, og á aðalræðisskrifstofum í New York og Nuuk. Á þessum sendiskrifstofum er því hægt að sækja um vegabréf. Á næstunni verður bætt við búnaði á skrifstofum okkar í Ottawa og Winnipeg.
Umsóknir um endurnýjun ökuskírteinis
Hægt er að sækja um endurnýjun á íslensku ökuskírteini hjá aðalræðisskrifstofunni í Winnipeg.
Umsókninni þarf að fylgja svokallað kennispjald sem útvega þarf frá ríkislögreglustjóra. Nauðsynlegt er að hringja fyrst í aðalræðisskrifstofuna, gefa upp nafn og íslenska kennitölu og óska eftir að fá kennispjald útgefið.
Fylla þarf út umsókn á aðalræðisskrifstofunni, koma með eina mynd og greiða CAD 90 (innifalið er pósburðargjald) í reiðufé eða með ávísun sem stíluð er á Consulate General of Iceland in Winnipeg
Afgreiðslutími ökuskírteinis er um fjórar vikur.
Á vefsetri utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir sem Íslendingar þurfa vegna ferðalaga til einstakra landa. Upplýsingar um vegabréfsáritanir sem útlendingar þurfa vegna ferðalaga til Íslands veitir Útlendingastofnun.