Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við Íslendinga

Aðalræðisskrifstofan veitir Íslendingum í Vestur-Kanada margvíslega þjónustu. Aðalræðisskrifstofan hefur m.a. milligöngu um útvegun neyðarvegabréfa og veitir íslenskum ríkisborgurum ýmsa aðra fyrirgreiðslu.

Aðalræðisskrifstofan aðstoðar íslenska ríkisborgara og fyrirtæki í samskiptum við fyrirtæki og yfirvöld og dreifir upplýsingum og fróðleik um Ísland ásamt því að taka þátt í kynningum allskonar sem koma landi og þjóð til góða.

Ekki er hægt að sækja um vegabréf hjá aðalræðisskrifstofunni.

Í brýnustu neyð getur aðalræðisskrifstofan gefið út neyðarvegabréfNeyðarvegabréf eru einungis gefin út ef umsækjandi getur ekki sótt vegabréf í sendiráði eða á Íslandi. Taka skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki.

Búnaður til að taka við umsóknum um vegabréf er í eftirtöldum sendiráðum Íslands erlendis: Berlín, Brussel, Genf, Helsinki, Kaupmannahöfn, Kampala, Lilongwe, London, Moskvu, Nýju-Delí, Osló, París, Peking, Stokkhólmi, Tókýó, Vín, Washington DC, og á aðalræðisskrifstofum í New York og Nuuk. Á þessum sendiskrifstofum er því hægt að sækja um vegabréf. Á næstunni  verður bætt við búnaði á skrifstofum okkar í Ottawa og Winnipeg.

 

Umsóknir um endurnýjun ökuskírteinis

Hægt er að sækja um endurnýjun á íslensku ökuskírteini hjá aðalræðisskrifstofunni í Winnipeg.

Umsókninni þarf að fylgja svokallað kennispjald sem útvega þarf frá ríkislögreglustjóra. Nauðsynlegt er að hringja fyrst í aðalræðisskrifstofuna, gefa upp nafn og íslenska kennitölu og óska eftir að fá kennispjald útgefið.

Fylla þarf út umsókn á aðalræðisskrifstofunni, koma með eina mynd og greiða CAD 90 (innifalið er pósburðargjald) í reiðufé eða með ávísun sem stíluð er á Consulate General of Iceland in Winnipeg
Afgreiðslutími ökuskírteinis er um fjórar vikur.

Á vefsetri utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir sem Íslendingar þurfa vegna ferðalaga til einstakra landa. Upplýsingar um vegabréfsáritanir sem útlendingar þurfa vegna ferðalaga til Íslands veitir Útlendingastofnun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum