Hoppa yfir valmynd

Um sendiskrifstofu

Árið 1999 var opnuð aðalræðisskrifstofa í Winnipeg með útsendum diplómat. Frá 1942 og fram að þeim tíma var starfandi íslenskur heiðurskonsúll í Winnipeg frá 1942.

Eftirfarandi hafa gegnt starfi aðalræðismanns í Winnipeg. Svavar Gestsson, sendiherra 1999-2001, Eiður Guðnason, sendiherra 2001-2003, Kornelíus Sigmundsson, sendiherra 2003-2004, Atli Ásmundsson, aðalræðismaður 2004-2013, Hjálmar W. Hannesson sendiherra frá 2013-2016 og loks Þórður Bjarni Guðjónsson, aðalræðismaður frá 2016. Meginverkefni aðalræðisskrifstofunnar snúa að samfélagi fólks af íslenskum ættum, en fjölmennastir eru þeir í Manitoba og fylkjunum fyrir vestan, Saskatsewan, Alberta og British Columbia. Skrifstofan greiðir fyrir menningaratburðum, listum og fræðum og öðru sem má verða til að hjálpa áhugasömu fólki til að leggja rækt við sögu sína og menningararf.

Á hverju ári koma listamenn, fræðimenn og aðrir til að miðla þakklátum áheyrendum af þekkingu sinni og list.

Ræðisskrifstofan aðstoðar íslenska ríkisborgara og fyrirtæki í samskiptum við fyrirtæki og yfirvöld og dreifir upplýsingum og fróðleik um Ísland ásamt því að taka þátt í kynningum allskonar sem koma landi og þjóð til góða.

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Winnipeg

Heimilisfang

One Wellington Crescent, suite 100
Winnipeg, Manitoba R3M 3Z2

Sími: +1 (204) 284 1535

Netfang 

[email protected]

Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00

Aðalræðisskrifstofa Íslands í WinnipegFacebook hlekkur

Aðalræðismaður

Þórður Bjarni Guðjónsson

Ferilskrá:

Fæddur 24. júlí 1956

Menntun

Rekstrarhagfræðingur (Cand.merc) frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn 1986

Viðskipafræðingur (Cand.oecon) frá Háskóla Íslands 1983

Stúdent frá Flensborg 1977

Starfsferill

Aðalræðismaður Íslands í Winnipeg frá 2016

Aðalræðismaður Íslands í Færeyjum frá 2012 til 2016

Varnarmálaskrifstofa frá 2010 til 2012

Þróunarskrifstofa frá 2007 til 2010

Alþjóðaskrifstofa 2004 til 2006

Varafastafulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu 2000 til 2004

Varamaður sendiherra í London 1995 til 2000

Viðskiptaskrifstofa 1991 til 1995

Sendiráð Íslands í Brussel 1987 til 1991

Fjölskylda

Giftur Jórunni Kristinsdóttur og eiga þau einn son, Júlíus Andra.

NafnStarfsheitiNetfang
Þórður Bjarni Guðjónssonaðalræðismaður[email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira