Hoppa yfir valmynd

Um sendiskrifstofu

Sendiráð Íslands í London var opnað árið 1940 og var annað íslenska sendiráðið sem opnað var eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð sama ár. Sendiráðið þjónar Bretlandi og fjórum öðrum ríkjum, þ.e. Írlandi, Jórdaníu, Möltu og Katar.

Fjórtán ræðisskrifstofur eru í umdæmislöndum sendiráðsins, þ.a. ellefu í Bretlandi. Sendiráðið er jafnframt fastanefnd Íslands gagnvart Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) í London.

Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningamála. Á árinu 2017 bjuggu um tvö til þrjú þúsund Íslendingar í Bretlandi og á árinu 2017 nam fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi sem komu frá Bretlandi um 322 þúsund manns.

Sendiráð Íslands í London

Heimilisfang

2A Hans Street
London SW1X 0JE, UK

Sími: +44 (0)20 7259 3999

Netfang 

london[hjá]utn.is

Afgreiðsla mán-fim kl. 09:00 - 16:30 og fös 09:00 - 16:00

Sendiráð Íslands í LondonFacebook hlekkurSendiráð Íslands í LondonTwitte hlekkur

Sendiherra

Stefán Haukur Jóhannesson

 

Stefán Haukur Jóhannesson var skipaður sendiherra Íslands gagnvart Bretlandi þann 16. nóvember 2017. 

Störf:

 • Sendiherra Íslands í Bretlandi, jafnframt sendiherra gagnvart Írlandi, Möltu, Jórdaníu og Katar 2017-
 • Skipaður ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, 1. nóvember 2014.
 • Aðalsamningamaður Íslands vegna viðræðna um aðild Íslands að ESB 2009-2013.
 • Sendiherra Íslands í Belgíu, jafnframt sendiherra gagnvart Hollandi, Lúxemborg, Marokkó, Sviss og ESB, 2005-2010.
 • Fastafulltrúi í Genf gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO, EFTA og S.Þ. Jafnframt sendiherra gagnvart Slóveníu og Liechtenstein, 2001-2005.
 • Skipaður sendiherra og skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, 1999-2001.
 • Skrifstofustjóri rekstrar- og starfsmannaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, 1996-1998.
 • Starfsmaður utanríkisþjónustunnar frá 1986 og starfsmaður fastanefnda Íslands gagnvart NATO í Brussel og WTO í Genf frá 1987-1993.
 • Ráðinn sem sendiráðsritari hjá utanríkisráðuneytinu 1986.
 • Fulltrúi bæjarfógetans í Vestamannaeyjum 1985-1986.

Önnur verkefni:

 • Yfirmaður eins af eftirlitsteymum ÖSE í Úkraínu, 2014.
 • Formaður samningahóps WTO um markaðsaðgang fyrir iðnaðarvörur (NAMA) í Doha-lotunni, 2004-2006.
 • Formaður samninganefndar um aðild Rússlands að WTO frá 2003. Viðræðum lauk í nóvember 2011 og jákvæð niðiurstaða um aiðld Rússlands samþykkt í desember 2011.
 • Formaður úrskurðarnefndar WTO í „stáldeilu“ Bandaríkjanna og ESB, Kína, Japan og fleiri ríkja, 2002-2003.
 • Þátttaka í Uruguay samningalotu á vettvangi GATT, 1990-1993.
 • Samningamaður í fríverslunarviðræðum EFTA-ríkjanna við Pólland, Ungverjaland, Tékkóslóvakíu, Tyrkland, Rúmeníu og Búlgaríu, 1990-1993.
 • Talsmaður Íslands í  undirnefndum 1 og 2 í EES, 1993-1993.

Menntun:

 • Lögfræðingur (Cand. juris) frá Háskóla Íslands, 1985

Fjölskylduhagir:

 • Stefán Haukur er kvæntur Halldóru M. Hermannsdóttur og eiga þau þrjú börn. 
Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra

Í umdæmislöndum sendiráðsins starfa fjórtán ólaunaðir ræðismenn, þar af ellefu í Bretlandi. Upplýsingar um þá má finna hér að neðan:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira