Um sendiskrifstofu
Sendiráð Íslands í London var opnað árið 1940 og var annað íslenska sendiráðið sem opnað var eftir að íslenska utanríkisþjónustan var stofnuð sama ár. Sendiráðið þjónar Bretlandi, auk umdæmislöndunum Írlandi og Möltu.
Fjórtán ræðisskrifstofur eru í umdæmislöndum sendiráðsins, þar af ellefu í Bretlandi. Sendiráðið er jafnframt fastanefnd Íslands gagnvart Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) í London.
Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningamála. Á árinu 2018 bjuggu á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar í Bretlandi og á árinu 2019 nam fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi sem komu frá Bretlandi um 262 þúsund manns.
Sendiráð Íslands í London
Heimilisfang2A Hans Street
London SW1X 0JE, UK
Sími: +44 (0)20 7259 3999
Netfang
Afgreiðsla mán-fim kl. 09:00 - 16:30 og fös 09:00 - 16:00
Símatími mán-fös kl. 10:00 - 13:00
Sendiráð Íslands í LondonFacebook hlekkurSendiráð Íslands í LondonTwitte hlekkurNafn | Starfsheiti | Netfang |
---|---|---|
Brynja Jónsdóttir | sendiráðsfulltrúi | [email protected] |
David Wilton | bifreiðarstjóri | [email protected] |
Drífa Arnþórsdóttir | staðarráðinn fulltrúi | [email protected] |
Hrefna D. Minshull | ritari | [email protected] |
Jóhanna Jónsdóttir | sendiráðunautur | [email protected] |
Orri Úlfarsson | staðarráðinn fulltrúi | [email protected] |
Sigurlaug Jóhannesdóttir | staðarráðinn fulltrúi | [email protected] |
Sturla Sigurjónsson | sendiherra | [email protected] |
Sendiherra
Sturla Sigurjónsson
Sturla Sigurjónsson tók við sem sendiherra Íslands gagnvart Bretlandi þann 16. nóvember 2020.
Störf:
- Sendiherra Íslands í Bretlandi, jafnframt sendiherra gagnvart Írlandi, Möltu, Jórdaníu og Katar 2020-
- Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins 2017-2020
- Sendiherra Íslands í Kanada, jafnframt sendiherra gagnvart Ekvador, Perú og Costa Rica, 2014-2017
- Sendiherra Íslands í Danmörku, jafnframt sendiherra gagnvart Tyrklandi, Rúmeníu og Búlgaríu 2010-2014
- Ráðgjafi um alþjóðamál í forsætisráðuneytinu 2006-2009
- Sendiherra Íslands á Indlandi 2006
- Skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu 2003-2006
- Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu 2002-2003
- Staðgengill sendiherra í Brussel (EES/EFTA/ESB) 2000-2002
- Staðgengill fastafulltrúa hjá NATO og VES, Brussel 1997-2000
- Staðgengill fastafulltrúa hjá S.þ., New York 1996-1997
- Sendiráðunautur í fastanefndinni hjá S.þ., New York 1994-1996
- Ræðismaður og síðan aðalræðismaður í New York, New Jersey, Connecticut og Rhode Island 1994-1997
- Sendiráðsritari á alþjóðaskrifstofu 1991-1994
- Starfsmaður í stjórnmáladeild alþjóðastarfsliðs höfuðstöðva NATO, Brussel 1988-1991
- Sendiráðsritari á varnarmálaskrifstofu 1987-1988
Menntun:
- BA sagnfræði og enska, HÍ 1983
- Cand.Mag. enskar bókmenntir, HÍ 1985
Fjölskylduhagir:
- Sturla er kvæntur Elínu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau fimm börn.