Hoppa yfir valmynd

Viðskiptaþjónusta

Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins er starfrækt í flestum sendiráðum Íslands til að efla samkeppnisstöðu og árangur íslenskra fyrirtækja erlendis. Þar er veitt þjónusta á borð við markaðsathuganir og leit að hugsanlegum samstarfsaðilum. Sendiráðin geta einnig aðstoðað við að koma á fundum og tengslum við mikilvæga viðskiptavini. Mörg sendiráðanna hafa fundaraðstöðu sem íslensk fyrirtæki geta notfært sér til slíkra funda.

Viðskiptafulltrúar starfa innan flestra sendiráða Íslands, hafa greiðan aðgang að tengslaneti sendiráðanna og góða þekkingu á staðháttum. Geta þeir auðveldað aðgang að erlendum stjórnvöldum og opnað dyr að stærri viðskiptaaðilum.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum