Hoppa yfir valmynd

Velsæld

Velsæld vísar til þess að nota ekki eingöngu efnahagslega mælikvarða líkt og verga landsframleiðslu til að meta lífsgæði og velferð íbúa. Einnig þurfi að horfa til umhverfislegra og samfélagslegra þátta sem hafa áhrif á daglegt líf fólks, eins og heilsu, húsnæðis, atvinnu, menntunar, tekna, samgangna og gæða lofts og vatns.

Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frá 2021 segir að velsæld verði best tryggð með traustum efnahag, jöfnum tækifærum og aðgerðum í þágu nýsköpunar, umhverfis og loftslags. 

Hvað er velsældarhagkerfi?

Í velsældarhagkerfi hafa skýr markmið um hagsæld og lífsgæði almennings áhrif á áherslur og forgangsröðun stjórnvalda við ákvarðanatöku og áætlanagerð.

Velsældarvísar

Skilgreindir hafa verið 40 velsældarvísar sem taka til félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum