14 Ferðaþjónusta
Skilgreining málefnasviðs
Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð menningar- og viðskiptaráðherra. Einn málaflokkur heyrir undir málefnasviðið sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.
Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum
Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Heildargjöld málefnasviðs 14 Ferðaþjónusta árið 2024 eru áætluð 2.147,8 m.kr. og lækka um 268,8 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til 11,3%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 39,9 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 9,6%.
Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.
Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda
Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.
14.10 Ferðaþjónusta
Starfsemi málaflokksins er í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins, Ferðamálastofu og Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.
Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.
Helstu verkefni 2024 |
Framkvæmdaraðili |
Breyting á fjárveitingu til verkefnis |
Markmið 1: Aukin verðmætasköpun |
||
Mótun og innleiðing aðgerðaáætlunar um uppbyggingu og þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
Unnið verður að jafnari dreifingu ferðamanna um landið. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
Meðalútgjöld á hvern erlendan ferðamann aukist. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
Markmið 2: Jákvæð upplifun heimamanna og ferðamanna |
||
Sýnileiki íslenskunnar stóraukinn. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
Kannanir á ánægju heimamanna framkvæmdar og fylgst með áhrifum á nærsamfélag. |
Ferðamálastofa |
Innan ramma |
Kannanir á ánægju ferðamanna framkvæmdar til að fylgjast með hvort upplifun þeirra sé betri eða í samræmi við væntingar. |
Ferðamálastofa |
Innan ramma |
Stuðningur við uppbyggingu áfangastaða á landsbyggðinni, m.a. í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og Flugþróunarsjóð. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti og Ferðamálastofa |
Innan ramma |
Stuðningur við starfsemi áfangastaðastofa. |
Ferðamálastofa |
Innan ramma |
Markmið 3: Umhverfisleg sjálfbærni í ferðaþjónustu |
||
Áfangastaðir í opinberri umsjón með virka álagsstýringu. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
Þróun og hagnýting Jafnvægisáss ferðamála. |
Menningar- og viðskiptaráðuneyti |
Innan ramma |
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 2.147,8 m.kr. og lækkar um 268,8 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 39,9 m.kr.
Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.
Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:
- Fjárheimild hækkar um 13 m.kr. vegna almenns útgjaldasvigrúms málaflokksins.
- Fjárheimild málaflokksins hækkar um 22 m.kr. þar sem gert er ráð fyrir að tímabundin millifærsla gangi til baka.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 200 m.kr. þar sem gert er ráð fyrir að tímabundið framlag til að koma á fót fyrirmyndaráfangastöðum falli niður frá og með 2024. Framhald verkefnisins verður endurskoðað í aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu sem er í vinnslu.
- Fjárheimild málaflokksins lækkar um 31 m.kr. þar sem tímabundin framlög fjárlaganefndar í ýmis verkefni tengd ferðaþjónustu falla niður.
- Aðhaldskrafa málaflokksins nemur 72,8 m.kr. sem er skipt hlutfallslega niður á stofnanir og verkefni málaflokksins.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.