Hoppa yfir valmynd

Fjarskiptasjóður

Stefna í fjarskiptamálum er mörkuð í fjarskiptaáætlun. Þar eru markmið stjórnvalda skilgreind og lagður grunnur að framþróun íslensks samfélags. Í fjarskiptaáætlun segir að stuðla skuli að aðgengilegum og greiðum, hagkvæmum og skilvirkum, öruggum og umhverfisvænum fjarskiptum. 

Íslensk fjarskiptalöggjöf er að miklu leyti byggð á löggjöf Evrópusambandsins á sviði fjarskipta vegna skuldbindinga Íslands í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Umsjón með framkvæmd og eftirlit með lögum um fjarskipti er í höndum Póst- og fjarskiptastofnunar.

Fjarskiptasjóður hefur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu fjarskiptamála á grundvelli fjarskiptaáætlunar, en sjóðurinn heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira