Fjarskiptasjóður
Fjarskiptasjóður hefur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu fjarskiptamála á grundvelli fjarskiptaáætlunar, en sjóðurinn heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.
Sjóðurinn hóf formlega starfsemi í ársbyrjun 2006, á grundvelli laga sem sett voru á Alþingi í árslok 2005, í kjölfar sölu á hlut ríkisins í Símanum hf. Meginhlutverk sjóðsins frá upphafi er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna, enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun, og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðsforsendum.
- Netfang fjarskiptasjóðs: [email protected]
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Ísland ljóstengt
Annað
Fjarskiptaáætlun og stefna
Fréttir
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðSigurður Ingi undirritaði samevrópska ráðherrayfirlýsingu um gagnaflutninga19. 03. 2021
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðÍsland ljóstengt: Þrettán sveitarfélögum stendur til boða samtals 180 milljónir í styrki12. 03. 2021
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðTillaga að nýrri evrópskri reglugerð um reiki á farsímanetum 10. 03. 2021
Fjarskiptasjóður
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.