Hoppa yfir valmynd

Rannsókn samgönguslysa

Markmið rannsókna samgönguslysa er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samgönguslysa miðar að því að leiða í ljós orsakir þeirra með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa en ekki að skipta sök eða ábyrgð

Rannsókn samgönguslysa er í höndum Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem heyrir stjórnarfarslega undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Nefndin starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Nefndin á í öflugu alþjóðlegu samstarfi og skipar mikilvægt hlutverk þegar kemur að því að draga lærdóm af alvarlegum slysum og atvikum.

Starfsemi flugsviðs

Flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) annast rannsókn flugslysa, alvarlegra flugatvika og alvarlegra flugumferðaratvika í samræmi við íslensk lög og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að, svo sem Alþjóða flugmálasáttmála ICAO og reglugerð Evrópusambandsins.

Starfsemi siglingasviðs

Tilgangur með rannsóknum sjóslysa er að auka og efla öryggi til sjós. Rannsóknir siglingasviðs ná annars vegar til allra íslenskra skipa og erlendra skipa í siglingum að og frá landinu þegar sjóslys varðar íslenska hagsmuni og hins vegar til erlendra skipa sem koma til landsins eða í íslenska lögsögu ef tilefni er til eða ef þess er óskað af fánaríki skipsins.

Starfsemi umferðarsviðs

Umferðarsvið annast rannsókn banaslysa og alvarlegra umferðarslysa. Markmið rannsókna er að finna orsakaþætti og meðverkandi orsakaþætti sem leiddu til þess að banaslys eða alvarlegt umferðarslys varð. Tilgangur rannsóknanna er að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir sams konar slys.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 11.5.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum