Hoppa yfir valmynd

Landsskipulagsstefna

Stjórnvöld setja fram stefnu ríkisins í skipulagsmálum í landsskipulagsstefnu sem gildir til 12 ára. Í henni koma fram áherslur er varða almannahagsmuni og byggðaþróun sem og landnotkun á landsvísu.

Landsskipulagsstefnu er ætlað að tryggja heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana sveitarfélaga og skilvirka áætlanagerð um leið og stuðlað er að sjálfbærri þróun. Þá á landsskipulagsstefna að stuðla að samræmingu í stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um nýtingu lands.

Það er umhverfis- og auðlindaráðherra sem leggur stefnuna fram í formi þingsályktunartillögu sem Alþingi fjallar um og samþykkir. Ráðherra felur svo Skipulagsstofnun gerð tillögu að landsskipulagsstefnu. 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 15.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum