Hoppa yfir valmynd

Skipulagsmál

Vægi skipulagsmála fer stöðugt vaxandi í nútímasamfélagi. Land er takmörkuð auðlind og gæta þarf margskonar hagsmuna þegar kemur að nýtingu þess. Þá þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda landsins sem og vandaða byggð.

Skipulagsmál spanna allt frá landsskipulagsstefnu til skipulagsmála sveitarfélaga, þ.m.t. svæðisskipulags, aðalskipulags og deiliskipulags. Í skipulagi felst formleg, bindandi áætlun sveitarstjórnar um fyrirkomulag byggðar og mótun umhverfis.

Í skipulagi er ákveðið hvernig landi skuli ráðstafað, til dæmis fyrir íbúðabyggð, frístundabyggð, verslun, náttúruvernd eða landbúnað. Þar eru líka teknar ákvarðanir um fyrirkomulag gatna og lóða og settar reglur um hönnun einstakra bygginga, svo sem um hæðafjölda, byggingarefni, þakform og fjölda íbúða. Skipulag er því forsenda uppbyggingar og framkvæmda víðast hvar, hvort heldur er á landsbyggðinni, við strendur landsins eða í þéttbýli.

Skipulagsstofnun er sú stofnun sem fer með stefnumótun og leiðbeiningar um skipulag og framkvæmdir í landinu. 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 15.2.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum