Hoppa yfir valmynd

Norðurlandadeild

Norðurlandadeild sinnir þverfaglegum málefnum Norrænu ráðherranefndarinnar á vegum ríkisstjórnar Íslands. Hún heyrir undir utanríkisráðuneytið en veitir jafnframt faglega aðstoð þeim ráðherra sem falið er að fara með norrænt samstarf, þ.e.a.s. samstarfsráðherra Norðurlanda.

Norðurlandadeild skipuleggur og samræmir norræn samstarfsmál á grundvelli Helsingforssamningsins sem Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð og Álandseyjar, Færeyjar og Grænland eru aðilar að. Á deildinni eru undirbúin mál sem lögð eru fyrir norrænu samstarfsráðherrana (MR-SAM) og norrænu samstarfsnefndina (NSK).

Deildin ber ábyrgð á undirbúningi ýmissa norrænna samstarfssamninga og málefna sem tengjast skipulagi og samræmingu í norrænu samstarfi. Auk þess undirbýr hún fjárveitingar til norræns samstarfs. Árleg skýrsla sem samstarfsráðherra Norðurlanda leggur fyrir Alþingi er unnin á skrifstofunni á grundvelli upplýsinga frá ráðuneytunum. Skrifstofan sinnir ennfremur ýmissi upplýsingastarfsemi og svarar fyrirspurnum um norrænt samstarf. Yfirmaður Norðurlandadeildar er jafnframt formaður stýrihóps Stjórnarráðsins um norrænt samstarfs en í honum sitja fulltrúar fagráðuneyta sem sæti eiga í embættismannanefndum Norrænu ráðherranefndarinnar.

Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð skiptast á um að hafa með höndum formennsku til eins árs í senn. Upplýsingar um formennsku í Norrænu ráðherranefndinni er að finna á heimasíðunni norden.org.

Yfirmaður Norðurlandadeild er Auðunn Atlason, sendiherra, en auk hans starfa Lára Kristín Pálsdóttir og Geir Oddsson á deildinni.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira