Hoppa yfir valmynd

Jafnlaunastefna Stjórnarráðs Íslands

Jafnlaunastefna þessi tekur til Stjórnarráðsins sem sameiginlegs vinnustaðar starfsfólks í ráðuneytum og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Stjórnarráðsins þau réttindi sem kveðið er á um í 19. grein jafnréttislaga nr. 10/2008.

Ráðuneytin greiða laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjara- og stofnanasamninga og launastefnu hvers ráðuneytis, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Jafnlaunastefna er hluti af jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins þar sem sérstaklega eru settar fram aðgerðir til að tryggja launajafnrétti. Þar segir að við ákvörðun launa skuli þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Einstaklingar skulu fá greitt fyrir störf sín út frá verðmæti þeirra óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu Stjórnarráðs Íslands skuldbinda ráðuneytin sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.
  • Framkvæma árlega launagreiningu innan og á milli ráðuneyta.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda.
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af yfirstjórn að þeim sé hlítt.
  • Kynna árlega niðurstöður launagreininga og jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum Stjórnarráðsins. Stefnan skal einnig vera aðgengileg á ytri vef Stjórnarráðsins. 

 

Júní 2018


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira