Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2015 Matvælaráðuneytið

Reglugerðir Evrópusambandsins um erfðabreytt matvæli og fóður til umsagnar.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur til meðferðar reglugerðir Evrópusambandsins um erfðabreytt matvæli og fóður. Um er að ræða tvær grunngerðir.

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1829/2003 um erfðabreytt matvæli og fóður.
  2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1830/2003 varðandi rekjanleika og merkingar erfðabreyttra lífvera og rekjanleika matvæla og fóðurvara, sem framleidd eru úr erfðabreyttum lífverum.

Á Íslandi er nú í gildi reglugerð nr. 1237/2014 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs. Munu reglur Evrópusambandsins koma í hennar stað í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar um nánari útfærslu þessara reglna eru jafnframt til skoðunar:

1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 65/2004 um að koma á kerfi til þess að búa til og úthluta einkvæmum auðkennum fyrir erfðabreyttar lífverur.

2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 641/2004 um ítarlegar reglur um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1829/2003 að því er varðar umsóknir um leyfi fyrir nýjum, erfðabreyttum matvælum og fóðri, tilkynningar um fyrirliggjandi vörur og tilfallandi eða tæknilega óhjákvæmilega tilvist erfðabreytts efnis sem hefur verið áhættumetið með hagstæðri niðurstöðu.

3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1981/2006 um ítarlegar reglur um framkvæmd 32. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1829/2003 að því er varðar tilvísunarrannsóknarstofu Bandalagsins fyrir rannsóknir á erfðabreyttum lífverum.

4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 619/2011 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með fóðri að því er varðar tilvist erfðabreytts efnis sem er í málsmeðferð við leyfisveitingu eða sem leyfið er fallið úr gildi fyrir.

5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjornarinnar (ESB) nr. 503/2013 varðandi umsóknir um leyfi fyrir erfðabreyttum matvælum og fóðri, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1829/2003, og um breytingu á reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 641/2004 og (EB) nr. 1981/2006.

Þessar reglugerðir eru birtar til kynningar og umsagnar. Óskað er eftir því að aðilar sendi umsagnir fyrir 18. desember 2015 á netfangið [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum