Hoppa yfir valmynd
15. september 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drift á Akureyri og Nýsköpunarlandið taka til starfa

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri ANR og starfsfólk Nýsköpunarlandsins og Driftar funduðu á Akureyri í dag.  - mynd

Í dag opnar ný starfseining atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins formlega á Akureyri og hefur hún fengið nafnið Drift. Þrjú starfa hjá Drift, en þau eru öll nú þegar starfandi hjá ráðuneytinu en störfuðu áður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Akureyri. 

Drift mun í upphafi sinna tveimur viðfangsefnum: 

Tilgangur skipulagsbreytinganna er einkum að ná fram hagræðingu í umsýslu sjóða ráðuneytisins, auka skilvirkni og samræma verklag. Til framtíðar kemur til greina að fjölga sjóðum til umsýslu á Akureyri. 

Þá gefur Drift ráðuneytinu einnig aukið tækifæri á því að þróa verkefni sín utan höfuðborgarsvæðisinsog eykur möguleika á því að bjóða upp á fleiri störf án staðsetningar. Drift er ráðuneytisstofnun í skilningi laga um Stjórnarráð Íslands.

 

Nýsköpunarlandið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu  

Samhliða þessu hafa verið gerðar aðrar breytingar á skipuriti ráðuneytisins til að styrkja og efla utanumhald um verkefni tengd nýsköpun, þvert á skrifstofur ráðuneytisins. Þar með tekur teymið, Nýsköpunarlandið, taka til starfa en það mun einnig vinna að málefnum nýsköpunar í samstarfi við önnur ráðuneyti og stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök.  

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum