Hoppa yfir valmynd
4. júní 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Hvar liggja möguleikarnir? Ráðstefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org
Fánar Norðurlanda. Ljósmynd: Johannes Jansson/norden.org

Íslenskt samfélag stendur á næstu árum og áratugum frammi fyrir krefjandi verkefnum á sviði velferðarþjónustu. Eldri borgurum mun fjölga verulega, nýir notendahópar koma fram á sjónarsviðið og kröfur til þjónustunnar taka á sig fjölbreyttari og víðtækari mynd. Þetta kallar síðan á sérhæfingu með aukinni samþættingu og góðri yfirsýn. Til þess að bregðast við þessum aðstæðum hafa stjórnvöld víða um lönd leitað leiða til nýsköpunar og skoðað á hvern hátt unnt sé í meira mæli að beita tæknilegum lausnum í velferðarþjónustunni.

Dagskrá ráðstefnu í Hofi á Akureyri 4. – 5. júní 2014

- Miðvikudagur 4. júní 2014

12.00 – 13.00 Skráning.

13.00 – 13.30 Hvert stefnir? Ráðherrar félags- og heilbrigðismála stilla kúrsinn.

13.30 – 14.20 Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu á Norðurlöndunum Kortið skoðað. Hvaðan blása ferskir vindar?
Dennis C. Søndergård, Project Manager, Nordic Centre for Welfare and Social Issues.

14.20 – 15.00 Stefna og áætlun í velferðartækni í Noregi. Hvar er uppsprettan og hvaða gæðaviðmið eru mikilvæg? Hvernig má ná árangri með miðlægum aðgerðum?
Lasse Frantzen, Manager Norwegian National Welfare Tecnhology

15.00 – 15.40 Fjórar lausnir sem vísa veginn. Kynntar verða lausnir sem hver á sinn hátt sýna hvernig ný þekking, nýtt samstarf og ný tækni getur stuðlað að bættri velferð. Kynntar lausnir:

  1. Rauntímaárangursvísar á bráðadeild. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Bráðasviðs LSH.
  2. Þjónusta í nærumhverfi. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda.
  3. Um tæknina og lífsgæðin. Karl Guðmundsson, notandi.
  4. Vegvísir í hinu íslenska heilbrigðiskerfi - heilsulínan 117. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðsstofnun Suðurlands.

15.40 – 16.10 „Lausnargallerí – fyrsti hluti“ Ráðstefnugestir eiga hraðstefnumót við fulltrúa notenda, sveitarfélaga, fulltrúa atvinnu- og þjónustufyrirtækja, frumkvöðla og hugmyndasmiði og fulltrúa fyrirtækja sem bjóða mögulega velferðarlausnir af ýmsu tagi.

16.10 – 16.40 Nýsköpun í velferðarmálum á Íslandi. Getur Ísland orðið fyrirmynd?
Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Ísland.

16.40 – 17.00 Uppbygging þekkingar og færni í nýsköpun á vettvangi sveitarfélaga, skólastofnana og almennings.
Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöð Ísland.

17.00 – 17.10 Erum við einhverju nær? – umræða dagsins í hnotskurn.

17.00 - Samvera – tónlist – skemmtun. Þátttökugestum gefst tækifæri til að mynda ný tengsl og skoða betur það sem kynnt er á ráðstefnunni.

- Fimmtudagur 5. júní 2014

09.00 – 09.30 Öryggi á heimilinu – Nýjar lausnir.
Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands.

09.30 – 10.00 Nýsköpun og tækni í velferð fjallar fyrst og fremst um fólk. Tækni til stuðnings fólki með skerta færni. Tækni-Miðlun-Færni.
Sigrún Jóhannsdóttir, framkvæmdarstjóri TMF Tölvumiðstöðvar.

10.00 – 10.30 Nýsköpun og tækni í þjálfun og umönnun.
Ester Einarsdóttir og Dagný Linda Kristjánsdóttir, iðjuþjálfar við Öldrunarheimili Akureyrar.

10.30 – 11.00 „Lausnargallerí – annar hluti“ Ráðstefnugestir eiga hraðstefnumót við fulltrúa notenda, sveitarfélög, fulltrúa atvinnulífsins, sprotafólk og fullltrúa fyrirtækja sem bjóða upp á velferðarlausnir af ýmsu tagi.

11.00 – 11.30 Algild hönnun – Aðgengilegt samfélag fyrir alla?
Snæfríður Þóra Egilson, iðjuþjálfi og prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.

11.30 – 12:30 Stefna og framkvæmdaáætlun í nýsköpun og tækni í félagsþjónustu. (MP4)
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðisráðherra.

12.30 – 12.45 Næstu skref.

Ráðstefnan er haldin á vegum velferðarráðuneytisins, í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, á formennskuári Íslands í norrænu samstarfi.

Svipmyndir frá ráðstefnunni

- Smelltu til að stækka

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira