Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Málstofa um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Sólfar
Sólfar

Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu.

Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina?

Málstofa á Hótel Hilton í Reykjavík 18. nóvember 2015

Ertu að velta fyrir þér hvernig félags- og heilbrigðisþjónustan geti orðið enn betri? Á vinnustofunni  „Hvernig verðum við tilbúin fyrir framtíðina – nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu“ sem haldin verður 18. nóvember 2015 fá þátttakendur tækifæri til að fá upplýsingar og taka þátt í samræðu um stefnumál og aðgerðir á þessu sviði.

Vinnustofan á erindi við alla þá sem láta sig velferðarmál varða.

Fjallað verður um nýja stefnumörkun á sviði velferðar og tækni í félagsþjónustu og fjölda aðgerða sem eru hluti stefnumörkunarinnar,  kynntar ýmsar nýjungar ásamt mögulegum fjármögnunarleiðum við innleiðingu nýrra úrræða í velferðarþjónustu.  Þar á sitthvað eftir að koma á óvart.  

Skráning hefst kl. 9.00. Áætluð dagskrárlok eru kl. 15.40.

Aðgangur er ókeypis.

  • Skráning á vef ráðuneytisins 

Dagskrá

Miðvikudagur 18. NÓVEMBER 2015.

09.00 - 09.30   Skráning.

09.30 -09.45    Nýsköpun og tækni – hvað þarf til?
- Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra kynnir stóru línurnar.

09.45 - 10.00   Mikilvægi samstarfs ríkis og sveitarfélaga í nýrri stefnu um nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu.
- Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur.

Örkynning : Fræðsluforrit um anatómíu heilans.
- Þórunn Halldórsdóttir, yfirtalameinafræðingur á Reykjalundi.

10.05 -10.30    Nauðsyn nýsköpunar í opinberum rekstri til þess að mæta kröfum framtíðarinnar.
- Juha Leppänen, alþjóðlegur ráðgjafi, Finnland.

10.30 - 10.45   Kaffi.

Örkynning: Slag eða hvað?
- Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.

10.45 - 11.20   Ný stefna í nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu – kynning á áherslusviðum.
- Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu og Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

11.20 - 11.30   Hvatning - Listin að skapa.
- Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands.

11.30 -12.30    Vinnustofur um stefnu félags- og húsnæðismálaráðherra á sviði nýsköpunar og tækni. Þátttakendur skipa sér í hópa og rýna stefnuna.

12.30 -13.05    Léttur hádegisverður. Tónlistaratriði.

13.05 -13.15    Örkynning – öpp geta allt.
- Rósa María Hjörvar, fagstjóri tölvu- og tæknimála , Þjónustu-  og þekkingarmiðstöð fyrir blinda,sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Nemendur í Listdansskóla Ísland.

13.10 -13.20    Hvatning – Listin að skapa.
Nemendur í Listdansskóla Ísland.

13.20 - 13.40   Vinnustofur – nýjar tillögur – mótun samstarfs um þróun tillagna á sviði velferðarþjónustu. Örkynningar á niðurstöðum.

13.40 - 13.50   Að sjá með heyrn og snertingu. 
- Ómar Jóhannesson, doktor í sálfræði.

13.50 -14.20    Örkynningar á hugmyndum um íslensk nýsköpunarverkefni á sviði velferðarþjónustu.
Umsækjendur í áskorun norrænu höfuðborganna fimm í samstarfi við Nordic Innovation um bestu lausnir til að öðlast sjálfstætt líf (The Nordic Independent Living Challenge).

Memaxi og framtíð samskipta og umönnunar.
- Ingunn Ingimars, framkvæmdastjóri Memax á Íslandi.

Að grípa tækifærið – Agile Traveler.
- Jón Steindór Valdimarsson, meðeigandi.

Örugg og sjálfstæð æviár.
- Gauti Marteinsson, framkvæmdastjóri E21 ehf.

Ylgarður.
- Egill Maron Þorbergsson,  Orkuverkfræðingur, Ph.D. 

14.30 - 15.00   Árinni kennir illur ræðari! Hvernig getum við bætt ræðarann, til að bæta árina? Norrænir straumar í nýsköpun og tækni.
- Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs, Nordic Innovation.

15.00 - 15.10   Kaffi

15.10 - 15.30   Stuðningur við nýsköpun á Íslandi.
- Elvar Knútur Valsson, viðskiptafræðingur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

15.30 - 15.40   „Sky is the limit“  Samantekt.
- Magnús Oddsson, vöruþróunarstjóri, Össur.

Fundarstjórar: Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar.

Á milli atriða í dagskránni verða örstuttar kynningar á smáforritum (öpp) sem eru að koma eða eru komin á markað og geta gagnast velferðarþjónustunni á Íslandi.

Aðgangur er ókeypis og skráning á vefsíðu velferðarráðuneytisins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum