Úrskurðir og álit
-
11. desember 2019 /Nr. 584/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi og ákveða honum tveggja ára endurkomubann er staðfest.
-
11. desember 2019 /Nr. 585/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 61. gr. laga um útlendinga er felld úr gildi. Lagt er fyrir stofnunina að taka umsókn kæranda til nýrrar meðferðar.
-
-
11. desember 2019 /Nr. 583/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 70. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
10. desember 2019 /Mál nr. 443/2019 - Úrskurður
Íbúðalánasjóður. Staðfest synjun Íbúðalánasjóðs á beiðni kæranda um lækkun vaxta og niðurfellingu uppgreiðsluþóknunar.
-
10. desember 2019 /Mál nr. 342/2019 - Úrskurður
Fjárhagsaðstoð. Frávísun. Engin stjórnvaldsákvörðun.
-
10. desember 2019 /Mál nr. 246/2019 - Úrskurður
Málefni fatlaðra. Felld úr gildi ákvörðun Byggðasamlags Vestfjarða um breytingu á skammtímavistun kæranda. Verulegur annmarki á málsmeðferð byggðasamlagsins
-
10. desember 2019 /Matsmál nr. 5/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegagerðin gegn Önnu Lilju Jónsdóttur, Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur og Þorbergi Hjalta Jónssyni
-
10. desember 2019 /Matsmál nr. 2/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegagerðin gegn Gunnari Helgasyni og Hafdísi Bergmannsdóttur
-
10. desember 2019 /Matsmál nr. 3/2019, úrskurður 10. október 2019
Vegaverðin gegn Bjarna Hákonarsyni og Finndísi Harðardóttur
-
09. desember 2019 /Mál nr. 108B/2019 Úrskurður 9. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Elíott (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
09. desember 2019 /Mál nr. 108/2019 Úrskurður 9. desember 2019
Beiðni um eiginnafnið Eliott (kk.) er hafnað
-
09. desember 2019 /Úrskurður vegna ákvörðunar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja umsókn kæranda um útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki II.
Synjun um útgáfu rekstrarleyfis. Rekstrarleyfi í flokki II. Skipulagsáætlanir. Skuldbindingargildi umsagnar.
-
06. desember 2019 /Nr. 568/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Hollands er staðfest.
-
05. desember 2019 /Nr. 567/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Þýskalands er staðfest.
-
05. desember 2019 /Nr. 573/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
05. desember 2019 /Mál nr. 299/2019 - Úrskurður
Endurupptaka. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um endurupptöku máls.
-
05. desember 2019 /Nr. 574/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Svíþjóðar er staðfest.
-
05. desember 2019 /Nr. 571/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Hollands er staðfest.
-
05. desember 2019 /Nr. 562/2019 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda og barns þeirra um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Portúgals eru staðfestar.
-
05. desember 2019 /Nr. 569/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands er staðfest.
-
05. desember 2019 /Nr. 575/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
04. desember 2019 /Mál nr. 385/2019 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem kærufrestur var liðinn.
-
04. desember 2019 /Mál nr. 485/2019 - Úrskurður
Formágalli. Kæru vísað frá þar sem kærandi hafði sótt um endurupptöku hjá Sjúkratryggingum Íslands og kærði til úrskurðarnefndar velferðarmála áður en stofnunin afgreitt málið.
-
04. desember 2019 /Nr. 346/2019 - Úrskurður
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu. Tæknifrjóvgun. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um 65% greiðsluþátttöku í meðferðarkostnaði við eggheimtu og frystingu eggfruma. Skilyrði a-liðar 3. tölul. 3. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1239/2018 ekki talin uppfyllt þar sem lyfjameðferð kæranda var ekki vegna sjúkdóms.
-
04. desember 2019 /Mál nr. 335/2019 - Úrskurður
Heimilisuppbót. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma greiðslna heimilisuppbótar. Ekki heimilt að ákvarða bætur lengra aftur í tímann en tvö ár sbr. 1. og 4. mgr. 53. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar.
-
04. desember 2019 /Mál nr. 353/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um endurreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum ársins 2018. Ástæðu þess að endurkrafa myndaðist á hendur kæranda var að rekja til þess að tekjustofn var vanáætlaður í tekjuáætlun.
-
04. desember 2019 /Mál nr. 349/2019 - Úrskurður
Tannlækningar. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á umsókn kæranda um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga.
-
04. desember 2019 /Mál nr. 338/2019 - Úrskurður
Meðlag. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um milligöngu um meðlagsgreiðslur. Engin heimild er í 4. mgr. 63. gr. laga nr. 100/2007 umalmannatryggingar til þess að greiða meðlag lengra en 12 mánuði aftur í tímann.
-
03. desember 2019 /Ákvörðun Fiskistofu kærð, um að svipta fiskiskipið Z leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur frá og með 30. júní 2019
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vísar til stjórnsýslukæru X, f.h., Y, dags. 18. júní 2019, þar sem kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 29. maí 2019, um að svipta fiskiskipið Z leyfi til veiða í at)...
-
02. desember 2019 /850/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019
Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins og starfssvið þeirra og nöfn umsækjanda um störf hjá félaginu. Beiðni kæranda var synjað með þeim rökum að Herjólfur væri opinbert hlutafélag. Við meðferð málsins var kæranda afhentur listi yfir nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins að því er varðar umsækjendur um störf enda er lögaðilum í eigu hins opinbera ekki skylt að afhenda slíkar upplýsingar, sbr. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.
-
02. desember 2019 /849/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019
Deilt var um synjun Reykjavíkurborgar á beiðni félagasamtaka um aðgang að öllum gögnum varðandi tiltekinn einstakling. Úrskurðarnefndin taldi samþykki viðkomandi einstaklings ekki liggja fyrir og fór því um rétt samtakanna eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin gögnin öll innihalda viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni einstaklingsins sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest.
-
02. desember 2019 /848/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019
Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ofh. á beiðni um aðgang að samningi sem félagið gerði við einkaaðila um gerð nýrrar heimasíðu fyrir Herjólf. Beiðninni var synjað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga með vísan til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna fyrirtækisins sem samið var við. Úrskurðarnefndin fór yfir samninginn og taldi ákvæði upplýsingalaga ekki standa aðgengi í vegi. Var því lagt fyrir Herjólf að veita kæranda aðgang að samningnum.
-
02. desember 2019 /847/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019
Kærð var synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni blaðamanns um gögn varðandi samningaviðræður ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi um yfirtöku reksturs sjúkrabifreiða. Beiðninni var synjað á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og að samningsumleitanir aðila væru enn yfirstandandi. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að um vinnugögn væri að ræða enda hefðu gögnin þegar verið send utanaðkomandi aðila. Þá taldi nefndin ekki að önnur undanþáguákvæði upplýsingalaga ættu við. Var heilbrigðisráðuneytinu gert að afhenda gögnin.
-
02. desember 2019 /846/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019
Deilt var um afgreiðslu Íslandspósts ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að fundargerðum stjórnar Íslandspósts. Fundargerðirnar voru afhentar kæranda en hluti upplýsinganna sem þar komu fram höfðu verið afmáðar úr fundargerðunum með vísan til þess að um væru að ræða trúnaðarupplýsingar og þess að birting upplýsinganna myndi skaða fjárhags- og viðskiptahagsmuni Íslandspósts, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði mat á fundargerðirnar og taldi stærstan hluta þeirra upplýsinga sem afmáðar höfðu verið ekki falla undir undanþáguákvæði upplýsingalaga. Íslandspósti var því gert að veita kæranda aðgang að þeim. Ákvörðun Íslandspósts um að synja kæranda um aðgang að átján atriðum var hins vegar staðfest.
-
02. desember 2019 /845/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019
Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri að tekjum og kostnaði af rekstri bílastæða, fjölda starfsmanna við bílastæðin, kostnaði við uppbyggingu bílastæða á tilteknu tímabili, hvort tekjur af rekstri bílastæða væru nýttar til að fjármagna aðra starfsemi, hver hlunnindi starfsmanna Isavia væru varðandi bílastæði og hve mikið fjármagn Isavia hefði fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar á tilteknu tímabili. Beiðninni var synjað með vísan í viðskipta- og samkeppnishagsmuni Isavia, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia skylt að veita upplýsingar um tekjur vegna reksturs bílastæðanna. Beiðni um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæðanna, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu þeirra og hversu mikið fjármagn hafi komið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar, var vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Kæru var að öðru leyti vísað frá.
-
02. desember 2019 /844/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019
Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri að tekjum af gjaldskyldum bílastæðum fyrir tiltekið tímabil, hvernig tekjunum hefði verið varið, fjölda slíkra bílastæða, upplýsingum um ákvörðun um upphaf gjaldtöku og svo gjaldtöku við aðra flugvelli. Beiðninni var hafnað með vísan í viðskipta- og samkeppnishagsmuni Isavia, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia skylt að veita aðgang að skjölum þar sem fram komu upplýsingar um tekjur af bílastæðum fyrir tiltekið tímabil. Hins vegar var staðfest synjun um gögn varðandi ákvörðun um upphaf gjaldtöku. Kæru var að öðru leyti vísað frá.
-
02. desember 2019 /843/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019
Deilt var um synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á beiðnum kæranda um gögn varðandi laun rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa. Af hálfu sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytis kom fram að umbeðin gögn lægju ekki fyrir hjá ráðuneytinu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti gögn sem innihéldu viðkomandi launaákvarðanir og launataxta en sagði engin frekari gögn liggja fyrir hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar ráðuneytanna og var málinu því vísað frá.
-
30. nóvember 2019 /Nr. 577/2019 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru staðfestar. Ákvarðanir varðandi brottvísanir og endurkomubönn eru staðfestar.
-
-
28. nóvember 2019 /Nr. 565/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
28. nóvember 2019 /Nr. 561/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.
-
28. nóvember 2019 /Nr. 570/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd er staðfest. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kærendum dvalarleyfi skv. 1. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.
-
27. nóvember 2019 /Nr. 543/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi er staðfest. Endurkomubann kæranda er ákveðið tvö ár.
-
27. nóvember 2019 /Mál nr. 383/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Talið rétt að kærandi gengist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til örorkumats kæmi.
-
27. nóvember 2019 /Mál nr. 380/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
27. nóvember 2019 /Mál nr. 372/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
27. nóvember 2019 /Mál nr. 291/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
27. nóvember 2019 /Mál nr. 46/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og ákvörðun um búsetuskerðingu örorkustyrks. Vísað frá kröfu kæranda um dráttarvexti.
-
27. nóvember 2019 /Nr. 564/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar, sbr. 70. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
27. nóvember 2019 /Nr. 544/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kæranda frá Íslandi er felld úr gildi.
-
27. nóvember 2019 /Nr. 558/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 65. gr. laga um útlendinga er staðfest.
-
27. nóvember 2019 /Mál nr. 373/2019 - Úrskurður
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um greiðsluþátttöku vegna læknismeðferðar erlendis. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 23. gr. laga um sjúkratryggingar, um að ekki sé unnt að veita nauðsynlega aðstoð hér á landi, væru ekki uppfyllt í tilviki kæranda.
-
27. nóvember 2019 /Mál nr. 357/2019 - Úrskurður
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna eggheimtu og frystingar eggfruma. Að mati úrskurðarnefndar voru skilyrði fyrir greiðsluþátttöku ekki uppfyllt í tilviki kæranda þar sem ófrjósemisvandamál kæranda félli ekki undir a-lið 3. tölul. 3. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1239/2018.
-
27. nóvember 2019 /Nr. 560/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar á grundvelli 1. mgr. 55. gr. og 1. mgr. 69. gr. laga um útlendinga, er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar.
-
-
26. nóvember 2019 /Mál nr. 32/2019 - Úrskurður
Biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Starfi sagt upp án gildra ástæðna.
-
26. nóvember 2019 /Mál nr. 381/2019 - Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Ótilkynnt dvöl erlendis. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta.
-
26. nóvember 2019 /Mál nr. 310/2019 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 535/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Spánar er staðfest.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 530/2019 Úrskurður
Beiðni kæranda um endurupptöku máls fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 550/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Frakklands er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka umsókn kæranda til efnismeðferðar.
-
21. nóvember 2019 /nr. 551/2019 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda til efnismeðferðar.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 527/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Grikklands er staðfest.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 546/2019 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 554/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 555/2019 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Ítalíu er staðfest.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 532/2019 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Spánar er staðfest.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 540/2019 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Möltu er staðfest.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 536/2019 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Finnlands er staðfest.
-
21. nóvember 2019 /Nr. 552/2019 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku er samþykkt. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda til efnismeðferðar.
-
-
20. nóvember 2019 /Mál nr. 85/2019 - Álit
Umgengni í þvottahúsi og á lóð. Læsingar á hurðum. Myndavélabúnaður.
-
-
-
-
20. nóvember 2019 /Mál nr. 113/2019 Úrskurður 20. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Alíta (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
20. nóvember 2019 /Mál nr. 377/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd
-
20. nóvember 2019 /Mál nr. 341/2018 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur.
-
20. nóvember 2019 /Mál nr. 340/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt. Felld úr gildi ákvörðun stofnunarinnar að synja kæranda um örorkustyrk. Fallist á að skilyrði örorkustyrks væru uppfyllt og málinu heimvísað til ákvörðunar á tímalengd örorkustyrks.
-
19. nóvember 2019 /Úrskurður í máli nr. SRN19020029
Vegagerðin: Staðfest ákvörðun um að synja umsókn um nýjan héraðsveg.
-
19. nóvember 2019 /Úrskurður nr. 12/2019
Kærð var málsmeðferð Embættis landlæknis á kvörtun sjúklings sem beindist að kæranda. Kærandi krafðist þess að viðurkennt væri að hinn óháði sérfræðingur sem landlæknir aflaði umsagnar frá hafi verið ófær um að sinna því hlutverki og þannig hafi málsmeðferð embættisins ekki staðist rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Hins vegar var þess krafist að viðurkennt væri að niðurstaða Embættis landlæknis hafi verið röng þar sem fullyrt hafi verið að kærandi hefði vanrækt læknisskyldur sínar. Ráðuneytið staðfesti málsmeðferð Embættis landlæknis og vísaði frá kæru á efnislegri niðurstöðu embættisins.
-
19. nóvember 2019 /Mál nr. 296/2019 - Úrskurður
Sérstakar húsaleigubætur. Felld úr gildi synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann. Synjun ekki í samræmi við jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
19. nóvember 2019 /Úrskurður félagsmálaráðuneytisins nr. 010/2019
Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um bann við markaðssetningu og notkun tiltekinna bruggunarkúta og öryggisloka þeim tengdum. Beiðni um frestun réttaráhrifa
-
19. nóvember 2019 /Úrskurður félagsmálaráðuneytisins nr. 009/2019
Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um bann við markaðssetningu og notkun tiltekinna bruggunarkúta og öryggisloka þeim tengdum. Beiðni um frestun réttaráhrifa.
-
19. nóvember 2019 /Úrskurður félagsmálaráðuneytisins nr. 008/2019
Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um bann við markaðssetningu og notkun tiltekinna bruggunarkúta og öryggisloka þeim tengdum. Beiðni um frestun réttaráhrifa.
-
19. nóvember 2019 /Úrskurður félagsmálaráðuneytisins nr. 007/2019
Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um bann við markaðssetningu og notkun tiltekinna bruggunarkúta og öryggisloka þeim tengdum. Beiðni um frestun réttaráhrifa.
-
19. nóvember 2019 /Úrskurður félagsmálaráðuneytisins nr. 006/2019
Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um bann við markaðssetningu og notkun tiltekinna bruggunarkúta og öryggisloka þeim tengdum. Beiðni um frestun réttaráhrifa.
-
19. nóvember 2019 /Úrskurður félagsmálaráðuneytisins nr. 005/2019
Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um bann við markaðssetningu og notkun tiltekinna bruggunarkúta og öryggisloka þeim tengdum. Beiðni um frestun réttaráhrifa.
-
19. nóvember 2019 /Úrskurður félagsmálaráðuneytisins nr. 004/2019
Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um bann við markaðssetningu og notkun tiltekinna bruggunarkúta og öryggisloka þeim tengdum. Beiðni um frestun réttaráhrifa.
-
16. nóvember 2019 /Ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að leggja 350.000 kr. sekt á hvorn aðila, samanlagt 700.000 kr., vegna óskráðrar gististarfsemi, kærð
Stjórnvaldssekt - Heimagisting.
-
16. nóvember 2019 /Stjórnvaldssekt - Heimagisting.
Kærð er ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 16. nóvember 2018 um að leggja stjórnvaldssekt á kærendur samtals að fjárhæð 700.000 kr. vegna óskráðrar gististarfsemi að [A].
-
15. nóvember 2019 /Nr. 506/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi og ákveða endurkomubann er staðfest.
-
15. nóvember 2019 /Úrskurður vegna ákvörðunar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja umsókn kæranda um útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki II.
Synjun um útgáfu rekstrarleyfis. Rekstrarleyfi í flokki II. Heimagisting. Lögbundið hámark heimagistingar skv. 3. gr. laga nr. 85/2008. Skipulagsáætlanir.
-
14. nóvember 2019 /Úrskurður nr. 9/2019
Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um sérfræðileyfi í samfélagstannlækningum. Ráðuneytið felldi ákvörðun embættisins úr gildi og lagði fyrir stofnunina að taka mál kæranda til efnislegrar meðferðar að nýju að teknu tilliti til fyrirliggjandi gagna og þeirra sjónarmiða sem fram koma í úrskurðinum.
-
14. nóvember 2019 /Úrskurður nr. 10/2019
Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um starfsleyfi sem félagsráðgjafi. Ráðuneytið felldi ákvörðunina úr gildi og lagði fyrir embættið að veita kæranda starfsleyfi sem félagsráðgjafi.
-
14. nóvember 2019 /Nr. 529/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfest.
-
14. nóvember 2019 /Nr. 534/2019 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum kærenda og barna þeirra eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál þeirra til nýrrar meðferðar.
-
14. nóvember 2019 /Mál nr. 26/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru móttekinni hjá kærunefnd útboðsmála 11. október 2019 kærir Öryggismiðstöð Íslands hf. örútboð Ríkiskaupa f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins (hér eftir vísað sameiginlega til sem varnaraðila) á búnaði fyrir hjúkrunarheimili á Sléttuvegi í Reykjavík, sem efnt var til á grundvelli rammasamnings nr. 20674. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi um stundarsakir innkaupaferli varnaraðila þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru. Þess er einnig krafist að nefndin felli úr gildi ákvörðun kaupanda 11. október 2019 um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Jafnframt er gerð krafa um að kæruefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva hið kærða útboð um stundarsakir.
-
14. nóvember 2019 /Mál nr. 15/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 12. júní 2019 kærði Mannverk ehf. útboð Mosfellsbæjar auðkennt sem „Helgafellsskóli nýbygging, 2.-3. áfangi“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila Mosfellsbæjar (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að velja tilboð Flotgólfa ehf. og Eignarhaldsfélagsins Á.D. ehf. í hinu kærða útboði. Þá er gerð krafa um að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Greinargerðir varnaraðila bárust kærunefnd útboðsmála 21. júní og 30. júlí 2019 þar sem þess var krafist að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Fyrirtækin Flotgólf ehf. og Eignarhaldsfélagið Á.D. ehf. gerðu athugasemdir með bréfum 20. júní og 30. júlí 2019. Kæranda var gefinn kostur á að gera athugasemdir við greinargerðir varnaraðila og skilaði þeim 22. ágúst 2019. Með ákvörðun 16. júlí 2019 stöðvaði kærunefnd útboðsmála samningsgerð Flotgólfa ehf. og Eignarhaldsfélagsins Á.D. ehf. við varnaraðila í kjölfar hins kærða útboðs. Undir rekstri málsins óskaði kærunefnd útboðsmála eftir frekari upplýsingum frá varnaraðila og bárust þær nefndinni 5. júlí 2019.
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 423/2019 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem kærufrestur var liðinn.
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 351/2019 - Úrskurður
Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Úrskurðarnefndin taldi að rannsókn og meðferð hafi ekki verið hagað eins vel og unnt hefði verið og í samræmi við þekkingu og reynslu á viðkomandi sviði í tilfelli kæranda. Bótaskylda væri því fyrir hendi á grundvelli 2. gr. laga um sjúklingatryggingu.
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 375/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 350/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat þar sem að endurhæfing hafi ekki verið reynd.
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 331/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu á grundvelli 1. tölul. 2. gr. laga um sjúklingatryggingu. Talið að sjúklingatryggingaratvik hafi réttilega verið heimfært á 4. tölul. 2. gr. laganna.
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 305/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun bóta úr sjúklingatryggingu. Ekki talið að kærandi hafi orðið fyrir varanlegu tjóni vegna sjúklingatryggingaratburðar.
-
13. nóvember 2019 /Nr. 97/2019 - Úrskurður
Örorkubætur. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyrisgreiðslur á þeim grundvelli að skilyrði um búsetu samkvæmt 18. gr. laga um almannatryggingar væru ekki uppfyllt. Úrskurðarnefndin taldi að starfsgeta kæranda hefði verið óskert við flutning til landsins og því væru búsetuskilyrði uppfyllt. Einnig var felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja kæranda um upplýsingar um nöfn starfsmanna stofnunarinnar á þeim grundvelli að það sé hlutverk yfirmanna stofnunarinnar að tryggja hæfi starfsfólks. Að mati úrskurðarnefndarinnar sé meginreglan sú að aðili máls eigi rétt á gögnum sem mál hans varði, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga. Málinu var heimvísað til nýrrar meðferðar.
-
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 343/2019 - Úrskurður
Hjálpartækjastyrkur. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn kæranda um styrk til kaupa á skóinnleggi. Úrskurðarnefnd velferðarmála taldi að tilvik kæranda félli ekki undir neitt af þeim tilefnum sem tilgreind eru í fylgiskjali með reglugerð nr. 1155/2013 um styrki vegna hjálpartækja sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um sjúkratryggingar.
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 367/2019 - Úrskurður
Afgreiðsla Barnaverndarnefndar ekki í samræmi við málshraðareglu 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 309/2019 - Úrskurður
Felldur úr gildi úrskurður barnaverndarnefndar um umgengi kynmóður við son hennar.
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 293/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun barnaverndarnefndar um að loka máli vegna sonar kæranda
-
13. nóvember 2019 /Mál nr. 284/2019 - Úrskurður
Staðfestur úrskurður barnaverndarnefndar um umgengni kæranda við sonarson hennar.
-
12. nóvember 2019 /Nr. 541/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um vegabréfsáritun til Íslands er staðfest.
-
07. nóvember 2019 /842/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem kærði fellur ekki undir upplýsingalög.
-
07. nóvember 2019 /Nr. 469/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Tékklands er staðfest.
-
07. nóvember 2019 /841/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Kæru vegna afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá þar sem umbeðin gögn voru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu.
-
07. nóvember 2019 /840/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Deilt var um ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Synjun Vinnumálastofnunar var byggð á því að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að upplýsingunum vegna 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði eftir afstöðu tveggja fyrirtækja sem höfðu tilkynnt hópuppsögn til Vinnumálastofnunar. Annað þeirra veitti samþykki fyrir því að kærandi fengi aðgang að upplýsingunum og var synjun Vinnumálastofnunar um aðgang að tilkynningu þess fyrirtækis felld úr gildi. Nefndin staðfesti synjun stofnunarinnar varðandi það fyrirtæki sem ekki veitti samþykki sitt fyrir afhendingu upplýsinganna þar sem nefndin taldi tilkynninguna fela í sér viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsstöðu þess fyrirtækis sem óheimilt væri að veita aðgang að sbr. 9. gr. upplýsingalaga.
-
07. nóvember 2019 /839/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Deilt var um ákvörðun Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum útreikningum álagðra fasteignagjalda vegna tiltekinnar fasteignar. Sveitarfélagið hélt því fram að álagningarseðlar fasteignagjalda væru ekki vistaðir sjálfstætt heldur þyrfti að kalla þá fram með sérstakri aðgerð, þannig væru þeir ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefnd taldi ekki ástæðu til að draga þær skýringar í efa og var kæru því vísað frá.
-
07. nóvember 2019 /Nr. 528/2019 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda þau til Möltu eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda og barna þeirra til efnismeðferðar.
-
07. nóvember 2019 /838/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Kæru vegna afgreiðslu Landspítala-Háskólasjúkrahúss á gagnabeiðni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Landspítali-Háskólasjúkrahús hélt því fram að kærandi hefði fengið afhent öll fyrirliggjandi gögn er varði gagnabeiðni kæranda og hafði úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu.
-
07. nóvember 2019 /837/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Samtök iðnaðarins kærðu ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um synjun beiðni um aðgang að samningi Tryggingastofnunar við Veðurstofu Íslands um aðstöðu fyrir miðlægan tölvubúnað Tryggingastofnunar í tölvusal Veðurstofunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir samninginn og taldi ekki að ákvæði upplýsingalaga stæðu aðgangi í vegi. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að samningnum með vísan til meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.
-
07. nóvember 2019 /Nr. 522/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Frakklands er staðfest.
-
07. nóvember 2019 /836/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Kærð var ákvörðun Fjallabyggðar um synjun beiðni um aðgang að gögnum vegna verðkönnunar Fjallabyggðar. Leyst var úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga en kærandi var meðal tilboðsgjafa. Talið var að hagsmunir kæranda til aðgangs að gögnunum vægju þyngra en hagsmunir annarra tilboðsgjafa af því að upplýsingarnar í gögnunum færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var því synjun Fjallabyggðar felld úr gildi það lagt fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að gögnunum.
-
07. nóvember 2019 /835/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um það úr hvaða háskólum verkfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar og byggingafræðingar, sem séu á listum sem birtir eru á vefsíðum ráðuneytisins og fengið hafa leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti, luku námi sínu, þ.e. nafn háskóla og námsland, auk upplýsinga um námsgráðu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ráðuneytinu að um væri að upplýsingar um einkahagsmuni einstaklinga sem óheimilt sé að veita aðgang, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá féllst nefndin ekki á að umfang beiðninnar væri slíkt að ráðuneytinu væri heimilt að synja beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Var því ákvörðunin felld úr gildi og það lagt fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda gögnin.
-
07. nóvember 2019 /834/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum um kostnað vegna öryggisgæslu við íslensk sendiráð. Fyrir lá að ráðuneytið hafði útbúið skjal með umbeðnum upplýsingum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með utanríkisráðuneytinu að um væri að ræða upplýsingar um öryggi ríkisins sem mikilvægir almannhagsmunir krefjast að fari leynt, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Var því synjun ráðuneytisins staðfest.
-
07. nóvember 2019 /833/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Kærandi óskaði eftir gögnum frá Reykjavíkurborg varðandi tiltekna framkvæmd annars vegar og samskipti kæranda við sveitarfélagið hins vegar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja þá fullyrðingu Reykjavíkurborgar að aðgangur hafi verið veittur að öllum fyrirliggjandi gögnum er varði framkvæmdina og var því kæru vísað frá að þessu leyti. Beiðni kæranda um gögn varðandi samskipti kæranda og Reykjavíkurborgar var hins vegar vísað aftur til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar þar sem skorta þótti á að kæranda hafi verið leiðbeint með afmörkun beiðninnar.
-
07. nóvember 2019 /832/2019. Úrskurður frá 28. október 2019
Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem höfðu verið afmáðar úr samningum sem utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu við Íslenskar orkurannsóknir. Utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að upplýsingunum með vísan til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti synjun utanríkisráðuneytisins að hluta, með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en felldi úr gildi synjun ráðuneytisins að öðru leyti.
-
07. nóvember 2019 /Nr. 472/2019 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda og barna hennar um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Ítalíu er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda og barna hennar til efnismeðferðar.
-
07. nóvember 2019 /nr. 512/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
07. nóvember 2019 /Nr. 523/2019 Úrskurður
Beiðni kærenda um endurupptöku mála þeirra fyrir kærunefnd á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hafnað.
-
07. nóvember 2019 /Nr. 518/2019 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kærenda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Frakklands er staðfest.
-
07. nóvember 2019 /nr. 526/2019 úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
07. nóvember 2019 /Nr. 473/2019 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsóknir kæranda og barna hennar um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda þau til Ítalíu eru staðfestar.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 105/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Fallist er á föðurkenningunar Andrésson.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 104/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Mikki (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 103/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Fallist er á föðurkenninguna Viktorsson.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 102/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Kristólín (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 101/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Marzellíus (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 99/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Heiðbjartur (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 98/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Damíen (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 97/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Zelda (kvk.) er hafnað.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 96/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Lucifer (kk.) er hafnað.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 95/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Rey (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 94/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Charles (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 404/2019 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem kærufrestur var liðinn.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 92/2019 Úrskurður 6. nóvember 2019
Beiðni um eiginnafnið Ilíes (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 325/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2018
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 323/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2018. Ekki fallist á að Tryggingastofnun bæri að taka tillit til 3. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2006 um tekjuskatt við útreikning á bótum.
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 319/2019 - Úrskurður
Meðlag Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um milligöngu um meðlagsgreiðslur. Engin heimild er í 4. mgr. 63. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar til þess að greiða meðlag lengra en 12 mánuði aftur í tímann vegna sérstakra aðstæðna
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 144/2019 - Úrskurður
Beiðni um endurupptöku. Synjað beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 144/2019
-
06. nóvember 2019 /Mál nr. 219/2019
Umönnunarmat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar um upphafstíma umönnunarmats vegna sonar kæranda. Ekki fallist á að kærandi hafi verið framfærandi barnsins í skilningi 1. mgr. 4. gr. laga um félagslega aðstoð á umdeildu tímabili.
-
06. nóvember 2019 /Nr. 419/2019 - Úrskurður
Formannmarki. Kæru vísað frá þar sem ágreiningsefnið á ekki undir úrskurðarnefnd velferðarmála.
-
05. nóvember 2019 /Mál nr. 438/2019 - Úrskurður
Endurupptaka. Beiðni um endurupptöku úrskurðar frá árinu 2014 hafnað.
-
-
05. nóvember 2019 /Mál nr. 362/2019 - Úrskurður
Viðurlög. Ótilkynnt dvöl erlendis. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í tvo mánuði og innheimta ofgreiddar bætur.
-
05. nóvember 2019 /Mál nr. 355/2019 - Úrskurður
Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Ótilkynnt dvöl erlendis. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt í þrjá mánuði og innheimta ofgreiddar bætur.
-
05. nóvember 2019 /Mál nr. 328/2019 - Úrskurður
Biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Námi hætt án gildra ástæðna.
-
05. nóvember 2019 /Mál nr. 300/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta vegna dvalar kæranda erlendis.
-
05. nóvember 2019 /Mál nr. 273/2019 - Úrskurður
Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra bóta vegna fjármagnstekna.
-
05. nóvember 2019 /Mál nr. 271/2019 - Úrskurður
Viðurlög. Felld úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótaréttar í tvo mánuði. Ekki fallist á að kærandi hafi í reynd hafnað þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Annmarkar á málsmeðferð og málinu vísað til nýrrar afgreiðslu stofnunarinnar.
-
31. október 2019 /Úrskurður í máli nr. SRN19010085
Vegagerðin: Staðfest ákvörðun um niðurfellingu vegar af vegaskrá.
-
30. október 2019 /Nr. 514/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er felld úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kæranda til meðferðar á ný.
-
30. október 2019 /Nr. 515/2019 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kæranda og barna hennar um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er staðfestar.
-
30. október 2019 /nr. 516/2019 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum felld úr gildi að hluta. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laga um útlendinga.
-
30. október 2019 /Ákvarðanir kjaradóms
Neðangreindar ákvarðanir kjaradóms frá árinu 1977-2005 voru gerðar aðgengilegar á vef Stjórnarráðsins í október 2019. Þessir dómar eru í skönnuðum skjölum sem eru ekki aðgengileg skjálesurum. Ef þörf )...
-
29. október 2019 /Mál nr. 348/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur
-
29. október 2019 /Mál nr. 329/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og örorkulífeyri og örorkustyrk og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á andlegri færni kæranda.
-
29. október 2019 /Mál nr. 317/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma örorkumats.
-
29. október 2019 /Mál nr. 316/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.
-
29. október 2019 /Mál nr. 315/2019 - Úrskurður
Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur.
-
29. október 2019 /Úrskurður í máli nr. SRN18100069
Samgöngustofa: Staðfest ákvörðun um að synja um útgáfu haffærisskírteinis
-
29. október 2019 /Mál nr. 181/2019 - Úrskurður
Beiðni um endurupptöku. Beiðni um endurupptöku máls 181/2019, þar sem staðfest var ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur, synjað.
-
29. október 2019 /Nr. 314/2019 - Úrskurður
Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að skerða fæðingarorlofsgreiðslur um 13 daga á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof
-
29. október 2019 /Mál nr.122/2019 - Úrskurður
Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu. Staðfestar ákvarðanir Sjúkratrygginga Íslands um að synja kæranda um greiðsluþátttöku vegna lækniskostnaðar, tannlæknakostnaðar, lyfjakostnaðar og ferðakostnaðar. Vísað frá kröfu kæranda um greiðslu lögmannskostnaðar og kostnaðar vegna meðferðar. Vísað frá kröfu um greiðslu reikninga sem kærandi lagði fyrst fram við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd velferðarmála.
-
26. október 2019 /Nr. 520/2019 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru staðfestar. Ákvarðanir varðandi brottvísanir og endurkomubönn eru staðfestar.
-
26. október 2019 /Nr. 521/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að vísa þeim frá Íslandi er staðfest. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa kærendum frá Íslandi og ákveða þeim endurkomubann til landsins í tvö ár er felld úr gildi.
-
25. október 2019 /Nr. 519/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum ásamt því að brottvísa þeim frá Íslandi og ákveða endurkomubann er staðfest.
-
23. október 2019 /Nr. 86/2019 - Álit
Hugtakið hús: Eitt hús eða fleiri. Breyting á eignaskiptayfirlýsingu.
-
-
-
23. október 2019 /Nr. 76/2019 - Álit
ÁLIT KÆRUNEFNDAR HÚSAMÁLA í máli nr. 76/2019 Greiðsluþátttaka: Viðgerðarkostnaður vegna leka. I. Málsmeðferð kærunefndar Með bréfi, dags. 1. ágúst 2019, mótteknu af kærunefnd 9. ágúst 2019, beindi H)...
-
-
-
-
-
-
-
-
22. október 2019 /Nr. 502/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.
-
22. október 2019 /Nr. 503/2019 Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Möltu er staðfest.
-
22. október 2019 /Nr. 504/2019 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Litháen er staðfest.
-
22. október 2019 /Nr. 505/2019 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og endursenda hann til Grikklands er staðfest.
-
22. október 2019 /Mál nr. 25/2019. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 27. september 2019 kærði Öryggismiðstöð Íslands hf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir vísað til sem varnaraðila) nr. V20769 „Sjúkrabifreiðar 2018-2019“. Kærandi gerir þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði. Þá er gerð krafa um að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað. Í þessum þætti málsins tekur nefndin afstöðu til kröfu kæranda um stöðvun samningsgerðar, en úrlausn málsins bíður að öðru leyti endanlegs úrskurðar.
-
22. október 2019 /Mál nr. 11/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með kæru 29. apríl 2019 kærði Urð og grjót ehf. útboð Landsnets hf. nr. KR3-02 auðkennt „Vegslóð, jarðvinna og undirstöður, Kröflulína 3“. Kærandi krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun Landsnets hf. (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að hafna tilboði kæranda í hinu kærða útboði og að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda. Þá er krafist málskostnaðar. Varnaraðila var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Með greinargerð 7. maí 2019 var þess krafist að málinu yrði vísað frá eða öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Þá var krafist málskostnaðar út hendi kæranda. Með bréfi 2. júlí 2019 var krafa um frávísun ítrekuð „í ljósi þess að úrlausnarefni kærumálsins hefur verið borið undir dómstóla“. Til vara var þess krafist að efnismeðferð málsins yrði frestað þar til dómsmálinu væri lokið. Með ákvörðun kærunefndar útboðsmála 24. maí 2019 var hafnað þeirri kröfu kæranda að hið kærða útboð yrði stöðvað um stundarsakir á meðan leyst væri úr kæru.
-
22. október 2019 /Mál nr. 7/2019. Úrskurður kærunefndar útboðsmála
Með kæru 5. apríl 2019 kærði Tencate Geosynthetics útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins nr. 20821 á hönnun og framleiðslu stoðkerfis fyrir snjóflóðavarnargarða í Neskaupstað. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felldar verði úr gildi ákvarðanir varnaraðila Ríkiskaupa og Framkvæmdasýslu ríkisins (hér eftir vísað til sem varnaraðila) um að hafna tilboði kæranda og velja tilboð Reinforced Earth Company Ltd. í hinu kærða útboði. Til vara er gerð krafa um að útboðið verði fellt úr gildi og varnaraðilum gert að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá er gerð krafa um að nefndin láti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila gagnvart kæranda og að varnaraðilar greiði kæranda málskostnað. Varnaraðilum var kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir. Greinargerðir varnaraðila bárust kærunefnd útboðsmála 24. apríl 2019 þar sem þess var krafist að öllum kröfum kæranda yrði vísað frá eða hafnað. Þá skilaði Reinforced Earth Company Ltd. athugasemdum til nefndarinnar 17. apríl 2019. Kæranda var gefinn kostur á að gera athugasemdir við greinargerðir varnaraðila og skilaði þeim 4. júní 2019. Þar var bætt við kröfu um óvirkni þess samnings sem þá var kominn á milli varnaraðila Framkvæmdasýslu ríkisins og Reinforced Earth Company Ltd.
-
22. október 2019 /Nr. 501/2019 - Úrskurður
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Ítalíu er staðfest.
-
22. október 2019 /nr. 363/2019 - Úrskurður
Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.
-
18. október 2019 /Úrskurður nr. 11/2019
Kærð var ákvörðun Embættis landlæknis sem synjaði kæranda um starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Ráðuneytið felldi úr gildi ákvörðunina og vísaði málinu til nýrrar málsmeðferðar að teknu tilliti til fyrirliggjandi gagna og þeirra sjónarmiða sem koma fram í úrskurðinum.
-
17. október 2019 /Nr. 500/2019 Úrskurður
Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja umsóknum kærenda um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru staðfestar.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.