Úrskurðir og álit
-
24. febrúar 2014 /Mál nr. 58/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
24. febrúar 2014 /Mál nr. 64/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr., sbr. 4. mgr. 2. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
24. febrúar 2014 /Mál nr. 50/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
21. febrúar 2014 /Mál nr. 93/2013
Tímabundinn leigusamningur: Lok leigusamnings. Endurgreiðsla tryggingarfjár
-
-
-
21. febrúar 2014 /Mál nr. 93/2013
Tímabundinn leigusamningur: Lok leigusamnings. Endurgreiðsla tryggingarfjár
-
21. febrúar 2014 /Mál rn. 93/2013
Tímabundinn leigusamningur: Lok leigusamnings. Endurgreiðsla tryggingarfjár
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
17. febrúar 2014 /A-516/2014. Úrskurður frá 13. febrúar 2014
M kærði synjun Ríkiskaupa á beiðni hans um gögn. Beiðnin laut að gögnum sem nefndin hafði þegar tekið afstöðu til í eldri úrskurði sínum (nr. A-431/2012) en í honum er lagt fyrir landlækni að afhenda gögnin. Þetta eru gögn um rammasamninga, gögn vegna útboðs um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum og tilboðsgögn vegna útboða. Niðurstaða nefndarinnar í hinum nýja úrskurði (A-516/2014) var sú að Ríkiskaupum bæri, eins og landlækni, að afhenda kæranda umrædd gögn enda hefðu þau ekki þegar verið afhent honum.
-
-
17. febrúar 2014 /A-518/2014. Úrskurður frá 13. febrúar 2014
M kærði synjun Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á beiðni um að afhenda honum afrit af reikningum vegna læknadaga. Að virtum gildistökuákvæðum upplýsingalaga varð það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu bæri að afhenda kæranda afrit af þeim reikningum sem það gaf út vegna læknadaga er haldnir voru árið 2013. Hins vegar var synjun þess, að því er varðaði reikning vegna læknadaga árið 2012, staðfest.
-
-
17. febrúar 2014 /A-519/2014. Úrskurður frá 13. febrúar 2014
M kærði synjun Skútustaðahrepps á beiðni hans um upplýsingar varðandi álagningu sorphirðugjalda. Fyrra mál hans hafði verið fellt niður, í ljósi ákvæða um kærufrest. Sendi hann þá inn nýja kæru eftir að hreppurinn synjaði kröfu hans um gögn er bæru með sér upplýsingar um fyrir hvaða fasteignir/fyrirtæki - og hvaða ekki - greitt væri sorphirðugjald. Einnig ósk hans um upplýsingar um í hvaða sorphirðugjaldaflokki fasteignir/fyrirtæki væru, um fjárhæðir sorphirðugjalda, um fjölda fasteigna sem flokkuðust sem sumarhús/frístundahús og nákvæmlega um hvernig sorphirðugjald fyrir fyrirtæki og býli í rekstri væri ákveðið. Úrskurðarnefndin taldi lista yfir álögð sorpgjöld 2013, þar sem fyrirtækjum er raðað eftir gjaldflokkum, m.a. hafa að geyma persónuupplýsingar. Eðli þeirra væri þó ekki slíkt að sanngjarnt væri og eðlilegt að þær færu leynt. Því bæri að veita aðgang að listanum. Annað ætti við um afrit af álagningarseðlum vegna tiltekinna fasteigna - og að því leyti var ákvörðun hreppsins staðfest. Vísað var frá beiðni um skýringar á útreikningi/ákvörðun fjárhæðar gjalda.
-
17. febrúar 2014 /Mál nr. 62/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
17. febrúar 2014 /Mál nr. 60/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
-
14. febrúar 2014 /SS kerrur ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, um að fella niður úthlutun aflamarks byggðakvóta Blönduóss í Blönduósbæ fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátsins Smára HU-7, skipaskrárnúmer 6395.
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar - Vinnsluskylda
-
14. febrúar 2014 /Mál nr. 110/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar að greiða kæranda ekki atvinnuleysisbætur fyrir tímabilið 30. mars til 18. júlí 2013 vegna þess að hann staðfesti ekki atvinnuleit á því tímabili er staðfest.
-
14. febrúar 2014 /Gistiheimili Kiljan ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu um að fella niður úthlutun aflamarks byggðakvóta Blönduóss í Blönduósbæ fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátsins Jarlsins HU-2, (6394).
Aflaheimildir -Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar - Vinnsluskylda
-
14. febrúar 2014 /Kærð er ákvörðun Fiskistofu að fella niður úthlutun aflamarks byggðakvóta Hólmavíkur í Standabyggð fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátanna Steinunnar ST-26 (6529), Rutar ST-50(6123), Glaðs ST-10 (7187) og Sæbyrs ST-25 (6625)
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar - Vinnsluskylda
-
14. febrúar 2014 /Mál nr. 80/2013.
Kæranda synjað um endurupptöku máls hennar hjá úrskurðarnefndinni þar sem skilyrði 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 var ekki uppfyllt.
-
14. febrúar 2014 /Guðbjartur í Vík ehf. kærir úthlutun byggðakvóta Skagastrandar fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 þann 2. janúar 2013, hafi ekki verið úthlutað byggðakvóta til bátsins Boggu í Vík HU-6, (6780).
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Umsóknarfrestur - Kæruheimild
-
14. febrúar 2014 /Toppnet ehf. kærir úthlutun byggðakvóta Skagastrandar fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 þann 2. janúar 2013, hafi ekki verið úthlutað byggðakvóta til bátsins Garps HU-58, (6158).
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Umsóknarfrestur - Kæruheimild
-
14. febrúar 2014 /Blær HU ehf., kærir ákvörðun Fiskistofu um að fella niður úthlutun aflamarks byggðakvóta Blönduóss í Blönduósbæ fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 til bátsins Blæs HU-77, (7259).
Aflaheimildir - Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði úthlutunar - Vinnsluskylda
-
14. febrúar 2014 /Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. kærir ákvörðun Fiskistofu í bréfi dags. 10. apríl 2013 um lækkun sérstaks veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 skv. reglugerð nr. 838/2012.
Veiðigjöld - Sérstakt veiðigjald - Lækkun veiðigjalds - Samruni
-
13. febrúar 2014 /Mál nr. 47/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
13. febrúar 2014 /Mál nr. 143/2013
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 16. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
13. febrúar 2014 /Mál nr. 48/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
13. febrúar 2014 /Mál nr. 44/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli a- og d-liða 1. mgr. 12. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
12. febrúar 2014 /Mál nr. 4/2013
ÁLITSGERÐ nefndar samkvæmt 27. gr. laga 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í málinu nr. 4/2013
-
12. febrúar 2014 /Mál nr. 33/2013.
Fjárhagsaðstoð. Styrkur vegna sérstakra erfiðleika. Aðfinnslur. Tekjur kæranda voru hærri en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar og var því skilyrði a-liðar 1. mgr. 24. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg ekki fullnægt. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
12. febrúar 2014 /Mál nr. 31/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Talið að þegar kærandi sótti um fjárhagsaðstoð hjá hafi hann ekki stundað nám sem lánshæft er hjá LÍN og því hafi borið að leggja mat á hvort skilyrðum 26. gr. reglnanna hafi verið fullnægt. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
12. febrúar 2014 /Mál nr. 32/2013.
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Íbúðalánasjóði rétt að synja kæranda um greiðsluerfiðleikaaðstoð þar sem greiðslubyrði kæranda eftir lok úrræða hefði ekki rúmast innan greiðslugetu hans, sbr. 4. tölul. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
12. febrúar 2014 /Mál nr. 37/2013.
110%. Úrskurðarnefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði í máli nr. 52/2011 frá 14. september 2011 að kærandi og foreldrar hennar teljist öll lántakendur í skilningi 1. gr. laga nr. 29/2011 en ekki kærandi ein. Ekki fallist á röksemdir kæranda um að eignir foreldra hennar komi ekki til lækkunar niðurfærslu veðlána. Hin kærða ákvörðun staðfest
-
12. febrúar 2014 /Mál nr. 39/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Kærandi átti bankainnstæðu að fjárhæð 620.549 kr. Talið að bankainnstæða teldist til eigna umfram íbúðarhúsnæði, sbr. 19. gr. reglna Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
11. febrúar 2014 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun ÁTVR um dreifingu freyðivíns
Kærð var til ráðuneytisins ákvörðun ÁTVR um drefingu á freyðivíni.
-
-
-
-
-
-
-
-
10. febrúar 2014 /Mál nr. 38/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
10. febrúar 2014 /Mál nr. 43/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-, c- og d-liða 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
07. febrúar 2014 /Mál nr. 75/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til biðstyrks vegna höfnunar hennar á atvinnutilboði sbr. 2. mgr.reglugerðar nr. 47/2013 var felld úr gildi. Það var mat úrskurðarnefndarinnar að kærandi hafi ekki hafnað tilboði um starf í skilningi síðari málsliðar 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 47/2013.
-
07. febrúar 2014 /Mál nr. 97/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að gera kæranda að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur var staðfest sbr. 2.mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006.
-
07. febrúar 2014 /Synjun um undanþágu fyrir kennara
Ár 2014, föstudagurinn 7. febrúar, var kveðinn upp í mennta– og menningarmálaráðuneytinu svofelldur ÚRSKURÐUR I. Með bréfi, sem barst mennta– og menningarmálaráðuneytinu þann 10. september 2013, kæ)...
-
07. febrúar 2014 /Mál nr. 69/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um endurupptöku á máli hennar á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 var felld úr gildi og stofnunni gert að taka mál hennar upp að nýju. Ekki hafði verið gætt að 10. gr. stjórnsýslulaga áður en stofnunin tók ákvörðun um að synja beiðni hennar um endurupptöku.
-
07. febrúar 2014 /Mál nr. 83/2013.
Kærandi var talinn hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hann fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Honum var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.
-
07. febrúar 2014 /Mál nr. 73/2013
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til biðstyrks vegna höfnunar hans á atvinnutilboði sbr. 2. mgr.reglugerðar nr. 47/2013 var staðfest. Kærandi hafnaði atvinnutilboði, m.a. vegna veikinda í baki en ekki lágu fyrir upplýsingar um skerta starfsgetu hans hjá stofnunni.
-
07. febrúar 2014 /Mál nr. 62/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til biðstyrks vegna höfnunar hennar á atvinnutilboði sbr. 2. mgr.reglugerðar nr. 47/2013 var felld úr gildi, ósannað þótti að kærandi hafi hafnað tilboði um starf í skilningi síðari málsliðar 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 47/2013.
-
-
05. febrúar 2014 /Kæra vegna ákvörðunar tollstjóra um að hafna endurskoðun bindandi álits um tollflokkun vöru
Kærð var ákvörðun tollstjóra um að hafna endurskoðun bindandi álits um tollflokkun vöru.
-
05. febrúar 2014 /Mál nr. 24/2013.
Máli þessu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 6. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
-
05. febrúar 2014 /Mál nr. 23/2013.
Kærð var ákvörðun um að loka máli kæranda á grundvelli greinargerðar um könnun máls skv.21. gr. reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd, nr. 56/2004 sbr. 23. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Ákvörðunin var staðfest þar sem kærandi getur ekki talist barn í skilningi barnaverndarlaga.
-
05. febrúar 2014 /Mál nr. 19/2013.
Kærð var ákvörðun barnaverndarnefndar um að loka máli er varðar dóttur kærenda. Hin kærða niðurstaða var felld úr gildi þar sem ljóst var af gögnum málsins að ekki hafi legið fyrir greinargerð um úrbætur sem þörf kynni að vera á varðandi líðan og aðstæður stúlkunnar svo og um viðhlítandi tillögur að heppilegum úrræðum eins og mælt er fyrir um í 1. mgr. 23. gr. barnaverndarlaga.
-
05. febrúar 2014 /Mál nr. 22/2013.
Mál þetta lýtur að kröfu móður um rýmri umgengni við tvö börn sín. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
-
-
-
-
-
-
03. febrúar 2014 /Mál nr. 2/2014
Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
03. febrúar 2014 /Mál nr. 1/2014
Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
-
03. febrúar 2014 /Synjun á endurgjaldslausa túlkaþjónustu
Ár 2014, mánudagurinn 3. febrúar, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur ÚRSKURÐUR: Kröfur aðila. Með bréfi sem barst mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þann 4. október )...
-
-
-
03. febrúar 2014 /Mál nr. 69/2013
Staðsetning hurðar sem skipti sameign og séreign. Val á gólfefni.
-
31. janúar 2014 /A-517/2014. Úrskurður frá 28. janúar 2014
Af hálfu TM Software Origo ehf. var gerð krafa um frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. A-497/2013. Úrskurðarorð þess úrskurðar beinast að embætti landlæknis og ekki TM Software Origo ehf. Voru þegar af þeirri ástæðu ekki talin vera lagaskilyrði til þess að fjalla efnislega um kröfu félagsins um frestun réttaráhrifa. Varð því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
-
31. janúar 2014 /Stjórnarmenn í Veiðifélagi Árnesinga kæra ákvarðanir Fiskistofu, dags. 28. mars og 17. maí 2011, um að staðfesta nýtingaráætlanir deilda við Stóru-Laxá og Tungufljót, sem eru deildir í Veiðifélagi Árnesinga.
Fiskrækt - Nýtingaráætlun - Fiskræktaráætlun - Kærufrestur
-
31. janúar 2014 /A-514/2014. Úrskurður frá 28. janúar 2014
A kærði þá ákvörðun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, að synja beiðni hans um afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings fyrir árið 2012 og bréfum umsækjenda sem óskað höfðu eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í starf framkvæmdastjóra Höfða. Það var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Höfða bæri að veita kæranda aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings fyrir árið 2012, en beiðni um aðgang að bréfum þriggja umsækjenda um beiðni um rökstuðning vegna ráðningar framkvæmdastjóra Höfða var vísað frá.
-
31. janúar 2014 /A-513/2014. Úrskurður frá 28. janúar 2014
Kærð var synjun Hafnarfjarðarkaupstaðar á því að verða við beiðni um að fá afrit af minnisblaði sem ritað var í aðdraganda ákvörðunar um fjárhagsaðstoð við íþróttafélagið Hauka. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi umrætt minnisblað hafa að geyma upplýsingar sem skýrðu forsendur ákvörðunar bæjarráðs um að semja við Hauka um kaup á hlut í mannvirkjum þeirra að Ásvöllum. Þær upplýsingar kæmu ekki annars staðar fram. Var það því niðurstaða nefndarinnar að Hafnarfjarðarkaupstaður skyldi afhenda kæranda afrit af minnisblaðinu.
-
31. janúar 2014 /A-515/2014. Úrskurður frá 28. janúar 2014
Af hálfu Hafnarfjarðarbæjar hafði verið sett fram krafa um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-508/2013 og sú krafan verið rökstudd með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt því ákvæði er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Að mati nefndarinnar hafði ekkert komið fram er sýndi að þetta ætti við og fyrir hendi væru lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum umrædds úrskurðar. Var kröfunni því hafnað.
-
30. janúar 2014 /Mál nr. IRR13050290
Sýslumaðurinn í Kópavogi: Ágreiningur um gildistíma ökuréttinda við endurnýjun ökuskírteinis
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 30/2013.
Húsaleigubætur. Kærandi sótti um húsaleigubætur aftur í tímann. Reykjavíkurborg rétt að synja um greiðslu húsaleigubóta aftur í tímann þar sem sækja ber um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og að umsókn skal hafa borist eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar, sbr. 2. og 3. mgr. 10. gr. laga um húsaleigubætur nr. 138/1997. Hin kærða ákvörðun er staðfest.
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 29/2013.
Fjárhagsaðstoð. Styrkur vegna sérstakra erfiðleika. Aðfinnslur. Meðalmánaðartekjur kæranda undanfarna sex mánuði fyrir umsókn hennar voru hærri en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar og var því skilyrði a-liðar 1. mgr. 24. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg ekki fullnægt. Þegar af þeirri ástæðu bar að synja kæranda um styrk vegna sérstakra erfiðleika á grundvelli 24. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Hin kærða ákvörðun verður því staðfest.
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 1/2014. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 7. janúar 2014 kærir Spennandi ehf. innkaup Fasteigna Akureyrarbæjar á vatnsrennibraut og uppgöngustigahúsi við Sundlaug Akureyrar samkvæmt svonefndri verðkönnun. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt sé að verða við kröfu kæranda um að stöðva innkaupaferlið.
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 27/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi 18. nóvember 2013 kærði Fastus ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15408 um kaup á svæfingartækjum vegna Landspítala, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Sjúkrahúss Akureyrar og Sjúkrahúss Akraness. Kærandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi sú ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði General Electric Healthcare í svæfingartæki í útboðinu og lagt verði fyrir varnaraðila að velja úr framkomnum tilboðum að nýju. Til vara er þess krafist að útboðsferlið verði fellt úr gildi og útboð auglýst á nýjan leik og til þrautavara að nefndin láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar.
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 27/2013.
Húsbúnaðarstyrkur. Aðfinnslur. Reykjavíkurborg rétt að synja kæranda um húsbúnaðarstyrk þar sem skilyrði 19. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg voru ekki uppfyllt. Hin kærða ákvörðun verður því staðfest.
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 28/2013.
Húsaleigubætur. Aðfinnslur. Kærandi sótti um húsaleigubætur aftur í tímann. Kærandi á ekki rétt á húsaleigubótum aftur í tíman þar sem sækja beri um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og að umsókn skuli hafa borist eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar, sbr. 2. og 3. mgr. 10. gr. laga um húsaleigubætur, nr. 138/1997. Ákvörðun sveitarfélagsins Garðs um að greiða kæranda húsaleigubætur í einn mánuð aftur í tímann er því í andstöðu við framangreind lagaákvæði. Með vísan til þess að um ívilnandi ákvörðun sé að ræða verður ekki við henni haggað. Hin kærða ákvörðun er staðfest.
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 25/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Kærandi sótti um styrk vegna verklegs náms. Í reglum um félagsþjónustu í Reykjanesbæ er ekki að finna ákvæði sem kveða á um styrkveitingar til greiðslu náms eða námskeiða það er því mat úrskurðarnefndarinnar að kærandi hafi ekki átt rétt á slíkum styrk. Þar sem tekjur kæranda voru hærri en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar átti kærandi ekki rétt á fjárhagsaðstoð á grundvelli annarra ákvæða reglnanna. Ákvörðun sveitarfélagsins um að veita kæranda lán er staðfest.
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 181/2011- endurupptaka.
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Fasteignamat hærra en markaðsvirði. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli fasteignamats.
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 30/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi 25. nóvember 2013 kærði Axis húsgögn ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15400 auðkennt „Húsgögn“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála felli úr gildi ákvörðun varnaraðila um val tilboða í framangreindu útboði og „að lagt verði fyrir kærða að endurmeta stig kæranda samkvæmt valforsendum útboðslýsingar útboðsins og semja við kæranda sem alhliða sölu- og þjónustuaðila á grundvelli útboðsins, sbr. heimild í 1. málslið 1. mgr. 97. gr. laga nr. 84/2007. Telji kærunefndin sig ekki hafa heimild til að leggja það fyrir kærða að endurmeta stig kæranda eða semja við kæranda sem alhliða sölu- og þjónustuaðila er þess krafist að lagt verði fyrir kærða að bjóða innkaupin út að nýju.“ Þá er þess jafnframt krafist að kærunefnd láti í ljós álit sitt á skaðabótaskyldu varnaraðila auk þess sem krafist er málskostnaðar.
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 163/2011- endurupptaka.
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Fasteignamat hærra en markaðsvirði. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli fasteignamats.
-
29. janúar 2014 /Mál nr. 29/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 20. nóvember 2013 sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærði Túlkaþjónustan slf. útboð Reykjavíkurborgar nr. 13086 ,,Rammasamningur um túlka- og þýðingarþjónustu“. Kærandi krefst þess að kærunefnd útboðsmála láti uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila og að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað vegna kærumeðferðarinnar.
-
-
28. janúar 2014 /Mál nr. 181/2012.
Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda í tvo mánuði með vísan til 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, var ómerkt og málinu vísað aftur til Vinnumálstofnunar til löglegrar meðferðar, þar sem hin kærða ákvörðun hafi verið reist á röngum lagagrundvelli.
-
28. janúar 2014 /Mál nr. 54/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um hafna umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur á grundvelli a-liðar 13. og 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 og krefja hana um ofgreiddar atvinnuleysisbætur var felld úr gildi. Að mati úrskurðarnefndarinnar var kærandi ekki óvinnufær á umræddu tímabili.
-
28. janúar 2014 /Mál nr. 82/2013.
Staðfest var ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kæranda skuli gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur fyrir tímabilið 6. júní 2010– 31. júlí 2010 með 15% álagi þar sem kærandi hafði ekki uppfyllt á tímabilinu almenn skilyrði laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006.
-
28. janúar 2014 /Mál nr. 55/2013.
Staðfest var ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kæranda skuli gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur fyrir tímabilið 11. október til 13. desember 2011 með 15% álagi þar sem kærandi hafði ekki uppfyllt á tímabilinu almenn skilyrði laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006.
-
27. janúar 2014 /Synjun á viðbótargreiðslu vegna skólasóknar utan lögheimilissveitarfélags
Ár 2014, mánudaginn 27. janúar, var kveðinn upp í mennta- og menningarmálaráðuneytinu svofelldur ÚRSKURÐUR Kæruefni Með bréfi, dags. 5. desember 2013, kærði X hdl., fyrir hönd A og B vegna sonar þe)...
-
-
27. janúar 2014 /Mál nr. 81/2013
Ótímabundinn leigusamningur: Uppsögn. Ástand húsnæðis. Endurgreiðsla tryggingarfjár.
-
27. janúar 2014 /Mál nr. 90/2013
Tímabundinn leigusamningur: Uppsögn. Tryggingafé. Ástand húsnæðis. Forgangsréttur leigjanda.
-
23. janúar 2014 /Mál nr. 49/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
23. janúar 2014 /Mál nr. 41/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um að fella niður heimild kærenda til greiðsluaðlögunar á grundvelli b-liðar 2. mgr. 6. gr., sbr. 15. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
-
23. janúar 2014 /Mál nr. 195/2012
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli f- og g-liða 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
23. janúar 2014 /Mál nr. 26/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 28. september 2013 sem barst kærunefnd útboðsmála sama dag, kærðu Aflvélar ehf. útboð Ríkiskaupa fyrir hönd Vegagerðarinnar nr. 15493 ,,Sand-, salt- og pækildreifarar (4) fyrir Vegagerðina”. Kærandi krefst þess aðallega að kærunefnd útboðsmála lýsi samning Vegagerðarinnar við A. Wendel ehf., um kaup á fjórum Epoke Sirius AST3800 vélum, óvirkan. Til vara krefst kærandi þess að kærunefnd útboðsmála úrskurði að hið kærða útboð sé ólögmætt og að varnaraðilar, Ríkiskaup og/eða Vegagerðin séu skaðabótaskyld gagnvart kæranda vegna útboðsins. Jafnframt krefst kærandi þess að varnaraðila, Vegagerðinni, verði gert að auglýsa útboðið á nýjan leik. Þá krefst kærandi þess að kærunefndin úrskurði að Ríkiskaup og/eða Vegagerðin skuli greiða kæranda málskostnað vegna kærumeðferðarinnar.
-
22. janúar 2014 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu verktaka við endurbætur á íbúðarhúsnæði.
Kærð var ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu verktaka við endurbætur á íbúðarhúsnæði.
-
22. janúar 2014 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um endurgreiðslur virðisaukaskatts
Ráðuneytinu barst stjórnsýslukæra vegna ákvörðun ríkisskattstjóra um synjun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna við endurbætur á íbúðarhúsnæði.
-
-
21. janúar 2014 /Mál nr. 91/2013.
Frávísun. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi hjá Vinnumálastofnun og því var skilyrði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ekki uppfyllt.
-
21. janúar 2014 /Mál nr. 79/2013
Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hann fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Honum var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.
-
-
-
21. janúar 2014 /Mál nr. 81/2013.
Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.
-
-
21. janúar 2014 /Mál nr. 77/2013.
Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.
-
-
21. janúar 2014 /Mál nr. 65/2011- endurupptaka
Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda í tvo mánuði með vísan til 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, þar sem hún hafði stundað nám samhliða töku atvinnuleysisbóta, var staðfest.
-
21. janúar 2014 /Mál nr. 71/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að leggja 15% álag á ofgreiddar atvinnuleysisbætur var staðfest. Kærandi hafði stundað nám samhliða því að þiggja atvinnuleysisbætur og var gert að endurgreiða ofgreiddar bætur ásamt 15% álagi sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
-
21. janúar 2014 /Mál nr. 78/2013
Málið varðar 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, en kærandi starfaði samhliða töku atvinnuleysisbóta. Ákvörðinun var staðfest.
-
20. janúar 2014 /Mál nr. 37/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
20. janúar 2014 /Mál nr. 40/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
20. janúar 2014 /Mál nr. 34/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d- og g-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
20. janúar 2014 /Mál nr. 33/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 109/2011- endurupptaka
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 19/2013.
Endurupptaka. Engar formkröfur eru gerðar til beiðni um endurupptöku í 24. gr. stjórnsýslulaga. Líta ber á ósk kæranda um að mál hans yrði endurskoðað, sem barst Íbúðalánasjóði með tölvupósti innan þriggja mánaða frá birtingu ákvörðunar, sem endurupptökubeiðni. Endurupptökubeiðni byggðist á því að ófullnægjandi upplýsingar hafi legið fyrir um veðrými á hlutafjáreign hans. Ekki liggur fyrir hvert sé raunverulegt mat hlutafjárins eða hvort mat Íbúðalánasjóðs hafi verið stutt annarri rannsókn en á skattframtali kæranda. Lagt fyrir sjóðin að endurupptaka mál kæranda.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 83/2011- endurupptaka
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Fasteignamat hærra en markaðsvirði. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli fasteignamats.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 16/2013.
Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur. Kærandi var hvorki skráður eigandi húsnæðis né með þinglýstan leigusamning og því skal honum reiknast hálf grunnfjárhæð á mánuði að frádregnum eigin tekjum, sbr. 3. mgr. 11. gr. reglna Sveitarfélagsins Árborgar um fjárhagsaðstoð. Ákvörðun sveitarfélagsins um greiðslu hálfrar fjárhagsaðstoðar til kæranda fyrir júní, júlí og september 2012 verður því staðfest. Kærandi skráði sig ekki vikulega hjá félagsþjónustunni og átti því að missa hlutfallslega rétt til fjárhagsaðstoðar í ágúst 2012, sbr. 6. tölul. 1. mgr., sbr. 3. mgr. 8. gr. reglnanna. Ákvörðun sveitarfélagsins um að synja kæranda um fjárhagsaðstoð vegna þessa er felld úr gildi.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 95/2011
110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Veðrými á aðfararhæfum eignum svarar ekki að öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 21/2013.
110%. Endurskoðað verðmat. Ekkert sem sýnir fram á að bankainnstæða hafi verið handveðsett. Íbúðalánasjóði rétt að líta svo á að bankainnstæða teljist til aðfararhæfra eigna. Fyrirliggjandi verðmat í samræmi við verðmæti fasteignarinnar. Hin kærða ákvörðun staðfest. Vaxtakröfu vísað frá.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 26/2013.
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Íbúðalánasjóði rétt að synja kæranda um greiðsluerfiðleikaaðstoð þar sem greiðslubyrði kæranda eftir lok úrræða hefði ekki rúmast innan greiðslugetu hans, sbr. 4. tölul. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 22/2013.
Húsnæðislán. Íbúðalánasjóði rétt að synja kæranda um húsnæðislán vegna kaupa á fasteign þar sem hún var eigandi fasteignarinnar þegar hún sótti um lánið. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
15. janúar 2014 /Mál nr. 23/2013.
Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Íbúðalánasjóði rétt að synja kæranda um greiðsluerfiðleikaaðstoð þar sem greiðslubyrði kæranda eftir lok úrræða hefði ekki rúmast innan greiðslugetu hans, sbr. 4. tölul. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001. Hin kærða ákvörðun staðfest.
-
13. janúar 2014 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - kvörtun vegna dráttar á endurgreiðslu virðisaukaskatts og krafa um greiðslu dráttarvaxta
Kærður var til ráðuneytisins dráttur á endurgreiðslu virðisaukaskatts og krafa gerð um greiðslu dráttarvaxta.
-
13. janúar 2014 /Úrskurður í máli nr. IRR13080254
Seyðisfjarðarkaupstaður: Ágreiningur um gatnagerðargjald á fasteignum
-
-
-
-
09. janúar 2014 /Mál nr. 27/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
09. janúar 2014 /Mál nr. 26/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
09. janúar 2014 /Mál nr. 32/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
08. janúar 2014 /Mál nr. 21/2013.
Kærð var ákvörðun fjölskylduráðs Garðabæjar um að loka máli dóttur kæranda hjá nefndinni. Málinu var vísað frá kærunefnd barnaverndarmála þar sem skilyrði 2. og 3. mgr. 23. gr. barnaverndarlaga um kæruheimild var ekki uppfyllt.
-
08. janúar 2014 /Mál nr. 18/2013.
Mál þetta lýtur að kröfu föður um rýmri umgengni við dóttur sína sem er í varanlegu fóstri. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002
-
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 13/2012
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli a- og c-liða 1. mgr. 6. gr. og 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 60/2013.
Ákvörðun Vinnumálastofnunar að kærandi skuli eiga 65% bótarétt skv. 2. mgr. 16. gr. laga um atvinnuleysistrygginga nr. 54/2006 var staðfest. Krafa kæranda um málskostnað var hafnað og bendir úrskurðarnefndin á meginreglu íslensks réttar að borgararnir bera sjálfir þann kostnað sem þeir hafa af erindum til stjórnvalda og málarekstri fyrir þeim.
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 23/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d- og g-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 67/2013.
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, um meginregluna um að námsmenn eigi ekki tilkall til atvinnuleysisbóta og var hin kærða ákvörðun staðfest og kæranda gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur sbr. 2. mgr. 39. gr. sömu laga.
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 25/2012
Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli d- liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 70/2013.
Staðfest var ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kæranda beri að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 68/2013
Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hans á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.
-
07. janúar 2014 /Mál nr. 66/2013
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar en kærandi var erlendis án þess að tilkynna Vinnumálastofnun um það. Hin kærða ákvörðun var staðfest. Kærandi á ekki rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hún hefur starfað í a.m.k. 24 mánuði á innlendum vinnumarkaði, sbr. 4. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Þá var kæranda gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 3. mgr. 39. gr. sömu laga.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
30. desember 2013 /Veiðifélag Mývatns kærir ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 26. apríl 2013, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun styrks úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2013.
Fiskrækt - Úthlutun úr sjóði - Verksvið - Leiðbeiningarskylda - Lögmæt sjónarmið
-
30. desember 2013 /Skógaá ehf., kærir ákvörðun stjórnar Fiskræktarsjóðs, dags. 26. apríl 2013, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun styrks úr sjóðnum fyrir almanaksárið 2013.
Fiskrækt -Úthlutun úr sjóði - Lögmæt sjónarmið
-
-
20. desember 2013 /Mál nr. 27/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með kæru 18. nóvember 2013 kærir Fastus ehf. rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15408 um kaup á svæfingarvélum vegna Landspítala, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Sjúkrahúss Akureyrar og Sjúkrahúss Akraness. Gerir kærandi þær kröfur aðallega að felld verði úr gildi sú ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði General Electric Healthcare í svæfingartæki í útboðinu og lagt verði fyrir varnaraðila að velja úr framkomnum tilboðum að nýju. Þá er þess krafist að innkaupaferlið verði stöðvað um stundarsakir teljist kæra ekki hafa haft í för með sér sjálfkrafa stöðvun.
-
-
-
-
-
18. desember 2013 /A-510/2013. Úrskurður frá 13. desember 2013
A kærði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að tilteknum gögnum. Beiðni hans hafði upphaflega lotið að fjórum atriðum/gögnum en þar af hafði nefndin þegar, með úrskurði A-490/2013, tekið afstöðu til þriggja. Eftir stóð að fjalla um gögn stýrinefndar, sem í sátu fulltrúar þriggja ráðuneyta, varðandi endurreisn stóru íslensku viðskiptabankanna. Úrskurðarnefndin vísaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu beiðni um aðgang að „þeim greinargerðum, minnisblöðum og öðrum gögnum sem höfð voru til hliðsjónar um ákvörðun nefndarinnar um þá leið sem farin var í heimildarlausri einkavæðingu Nýja Kaupþings hf.“ Hins vegar lagði hún fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda tilteknar fundargerðir stýrinefndarinnar.
-
18. desember 2013 /A-511/2013. Úrskurður frá 13. desember 2013
A kærði afgreiðslu Ríkiskaupa á beiðni hans um gögn. Kæran laut efnislega að sömu gögnum og hann hafði áður óskað eftir að fá frá landlækni – og nefndin hafði úrskurðað um þá ósk (sjá A-430/2012, A-431/2012 og A-433/2012). A taldi hins vegar að misbrestir hefðu orðið á því hjá landlækni að afhenda gögn samkvæmt þeim úrskurðum. Því hafði hann snúið sér til Ríkiskaupa, sem einnig höfðu gögnin undir höndum, en fengið synjun. Þá synjun kærði hann til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hún kvað menn eiga rétt á að óska eftir sömu gögnum hjá öðru stjórnvaldi, sem einnig hefði þau í vörslu sinni, m.a. til að ganga úr skugga um að þau væru eins hjá báðum stjórnvöldum, og lagði fyrir Ríkiskaup að afhenda A umrædd gögn.
-
18. desember 2013 /A-512/2013. Úrskurður frá 13. desember 2013
A kærði ákvörðun Borgarbyggðar um að synja beiðni hans um gögn sem tengdust máli sveitarfélagsins og úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um sorphirðugjald. Með vísun til undanþáguákvæðis um bréfaskipti tengd dómsmálum, eða athugun á höfðun slíks máls, var synjun Borgarbyggðar að hluta til staðfest. A.ö.l. var Borgarbyggð gert að afhenda kæranda, A, afrit af tilgreindum gögnum.
-
-
-
-
17. desember 2013 /Mál nr. 65/2013
Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hennar á atvinnutilboði/atvinnuviðtali með vísan til 1. mgr., sbr. 5. mgr., 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að kærandi eigi ekki tilkall til atvinnulysisbóta fyrr en hún uppfylli skilyrði 31. gr. sömu laga er því staðfest.
-
17. desember 2013 /Mál nr. 88/2013
Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.
-
17. desember 2013 /Mál nr. 63/2013
Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hans á atvinnutilboði með vísan til 1., 4. og 5. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.
-
16. desember 2013 /Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun RSK um álagningu virðisaukaskatts
Ráðuneytinu barst stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar ríkisskattstjóra um álagningu virðisaukaskatts.
-
-
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.