Úrskurðir og álit
-
06. maí 2011 /Akraneskaupstaður: Ágreiningur um ráðningu í kennarastarf. Mál nr. 56/2010
Ár 2011, 17. mars er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 56/2010 (IRR 10121601) Kristín Frímannsdóttir gegn Akraneskaupstað I. )...
-
06. maí 2011 /Blönduósbær: Ágreiningur um útboð. Mál nr. 15/2010
Ár 2011, 17. mars er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 15/2010 (IRR10121729) Krákur ehf. gegn Blönduósbæ I. Kröfur, aðild, k)...
-
04. maí 2011 /Úrskurður vegna ákvörðunar fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra um að afskrá ekki firmaheitið Zahira ehf.
Kæra Zaria ehf. á ákvörðun fyrirtækjaskrár um að afskrá ekki firmaheitið Zahira ehf. Fyrirtækjaskrá hafnaði kröfunni og fjármálaráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu.
-
02. maí 2011 /Mál nr. 4/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 16. febrúar 2011, kærði ERA a.s. ákvörðun Ríkiskaupa um að kærandi uppfyllti ekki hæfisskilyrði í útboði „2010/s 238-363901 IS-Reykjavík: radar surveillance equipment“.
-
02. maí 2011 /Mál nr. 23/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 2. september 2010, kærði Iceland Excursions Allrahanda ehf. ákvörðun Strætó bs. um val á tilboðum í útboði nr. 12369 „Strætó bs. - útboð á akstri“.
-
02. maí 2011 /Mál nr. 2/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 11. janúar 2011, kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Park ehf. í útboði nr. 12484: Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð III.
-
02. maí 2011 /Mál nr. 33/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 17. desember 2010, kærði Landsvirkjun hf. ákvörðun Landsnets hf. um val á tilboði í útboði um kaup á rafmagni vegna flutningstapa.
-
02. maí 2011 /Mál nr. 32/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.
Með bréfi, dags. 8. desember 2010, kærði Verkfræðistofa VSB ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboði á verkfræðihönnun burðarvirkja fyrir hjúkrunarheimili - þjónustusel að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ.
-
02. maí 2011 /Mál nr. 7/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 11. mars 2011, kærði Hreint ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboðinu nr. 14877 „Ræsting fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti“.
-
02. maí 2011 /Mál nr. 6/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 4. mars 2011, kærði AÞ-Þrif ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um ógildingu tilboðs kæranda og val á tilboði í útboðinu nr. 14877 „Ræsting fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti“.
-
02. maí 2011 /Hafnarfjarðarbær: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 29/2010
Ár 2011, 26. apríl er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 29/2010 (IRR10121691) Þ. Þorgrímsson & Co ehf gegn Hafnarfjarðarbæ I. Kr)...
-
02. maí 2011 /Reykjavíkurborg: Ágreiningur um endurráðningu. Mál nr. IRR11040180
Ár 2011, þann 2. maí er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í máli nr. IRR 11040180 A gegn Reykjavíkurborg I. Kröfur, aðild og kæruheimild Með stjórns)...
-
-
28. apríl 2011 /Mál nr. 9/2011
Mál þetta byggist á 4. tölul. 4. gr. reglugerðar um úrræði til að bregðast við greiðsluvanda vegna lána Íbúðalánasjóðs, nr. 584/2001 og var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
28. apríl 2011 /Mál nr. 5/2011
Synjun velferðarráðs Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð. Synjun staðfest.
-
28. apríl 2011 /A-363/2011. Úrskurður frá 15. apríl 2011
Kærð var sú ákvörðun efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að synja um aðgang að drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999. Mikilvægir almannahagsmunir vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Vinnuskjöl. Aðgangur veittur.
-
28. apríl 2011 /A-363/2011B. Úrskurður frá 27. apríl 2011
Farið var fram á það við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. A-363/2011 yrði frestað. Frestun réttaráhrifa hafnað.
-
-
-
-
15. apríl 2011 /A-364/2011. Úrskurður frá 15. apríl 2011
Kærð var sú ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins að synja um aðgang að úttekt á kostnaði af viðhaldi Stangar í Þjórsárdal. Vinnuskjöl. Synjun staðfest.
-
-
-
13. apríl 2011 /Mannanafnanefnd, úrskurðir 4. apríl 2011
Mál nr. 15/2011 Millinafn: Berg Hinn 4. apríl 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 15/2011 en erindið barst nefndinni 23. febrúar 2011: Í 2. mgr. )...
-
-
-
10. apríl 2011 /Mál nr. 36/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 16. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 20. sama mánaðar, kærir Gámaþjónustan hf. útboð Sveitarfélagsins Árborgar „Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012-2016“. Kærandi gerir þar kröfu um að kærunefnd útboðsmála stöðvi samningsgerð á grundvelli útboðsins þar til endanlega hefur verið skorið úr kæru.
-
08. apríl 2011 /Tímabundin vísun nemanda úr grunnskóla
Ár 2011, föstudagurinn 8. apríl, er kveðinn upp í menntamálaráðuneytinu svofelldur úrskurður
-
08. apríl 2011 /Úrskurður velferðarráðuneytisins
Vextir á greiðslu Ábyrgðarsjóðs launa skv. 8.gr. laga nr. 88/2003 um Ábyrgðarsjóð launa.
-
08. apríl 2011 /7/2010
Úrskurður vegna kæru Fles ehf. á hendur sveitarfélaginu Langanesbyggð vegna ákvörðunar um að hafna kröfu um endurskoðun á gjaldtöku vegna sorphreinsunar og sorpeyðingar.
-
08. apríl 2011 /6/2010
Mál nr. 6/2010. Úrskurðarnefnd skv. 31. gr. laga nr. 7/1998. Ár 2011, mánudaginn 4. apríl, kom úrskurðarnefnd skv. 31. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 saman til fundar á skrifst)...
-
07. apríl 2011 /Mál nr. 115/2010
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 22. gr. laga nr. 134/2009, um breytingu á lögum um nr. 54/2006. Óumdeilt var að kærandi dvaldi erlendis á tilteknu tímabili án þess að láta Vinnumálastofnun vita af því fyrirfram. Á því tímabili var hún því ekki lengur í virkri atvinnuleit í skilningi laga um atvinnuleysistryggingar og hafði brotið þá skyldu sína sem atvinnuleitandi að upplýsa Vinnumálastofnun um breytta hagi sína. Ákvörðunin var staðfest.
-
07. apríl 2011 /Mál nr. 102/2010
Mál þetta lýtur að . 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 20. gr. laga nr. 134/2009, en þar er fjallað um það þegar starfi eða atvinnuviðtali er hafnað. Niðurfelling bótaréttar í 2 mánuði var staðfest.
-
07. apríl 2011 /Mál nr. 109/2010
Mál þetta lýtur meðal annars að 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Kærandi var erlendis í 20 daga. Hún lét Vinnumálastofnun ekki vita af þeirri dvöl fyrir fram. Hegðun kæranda var ekki talin falla undir síðari málslið 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Því var ekki hægt að beita því ákvæði við úrlausn málsins. Hinni kærðu ákvörðun var breytt í þá veru að kærandi glati rétti til greiðslu atvinnuleysisbóta í tvo mánuði, sbr. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
-
07. apríl 2011 /Mál nr. 121/2010
Í máli þessi liggur fyrir að kærandi sem þáði greiðslur atvinnuleysisbóta tilkynnti Vinnumálastofnun ekki um vinnu hjá tilteknu útgerðarfélagi. Háttsemi hans var talin falla undir framangreint 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistrygginga og var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
06. apríl 2011 /Mál nr. 1/2010
ÁLITSGERÐ nefndar samkvæmt 27. gr. laga 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í málinu nr. 1/2010
-
06. apríl 2011 /Mannanafnanefnd, úrskurðir 23. mars 2011
Mál nr. 26/2012 Eiginnafn: Carla Hinn 23. mars kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 26/2011 en erindið barst nefndinni sama dag: Öll skilyrði 1. mgr. 5. g)...
-
05. apríl 2011 /Úrskurður velferðarráðuneytisins
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli.
-
01. apríl 2011 /Mál nr. 118/2010
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 8. gr. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
01. apríl 2011 /Mál nr. 160/2010
Í máli þessu er ekki til staðar ágreiningsefni í skilningi 2. mgr. 11. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Málinu var vísað frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga.
-
01. apríl 2011 /Mál nr. 104/2010
Kærandi var í námi í skilningi c-liðar 3. gr. laga um atvinnuleysistryggingar samhliða því að þiggja atvinnuleysisbætur. Um nám var að ræða sem ekki var á háskólastigi og áttu því undantekningarreglur 2. mgr. og 3. mgr. 52. gr. ekki við. Kærandi lét ekki Vinnumálastofnun vita fyrir fram af náminu en það bar henni að gera, sbr. til dæmis 1. mgr. og 3. mgr. 9. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Ákvörðun Vinnumálastofnunar var staðfest, sbr. 1. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
01. apríl 2011 /Mál nr. 150/2010
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
01. apríl 2011 /Mál nr. 138/2010
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Kærandi mætti ekki í vinnuviðtal og hún boðaði hvorki forföll né óskaði eftir öðrum viðtalstíma. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
01. apríl 2011 /A-362/2011. Úrskurður frá 31. maí 2011
Kærður var dráttur og synjun Samkeppniseftirlitsins á beiðni um aðgang upplýsingum um rannsókn eftirlitsins á meintu ólögmætu samráði milli Hátækni ehf. og Tæknivara ehf./Skipta hf. á heildsölumarkaði fyrir farsíma. Þagnarskylda. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest.
-
-
28. mars 2011 /Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 24/2010
Ár 2011, 17. mars er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 24/2010 (IRR10121701) Finnur Björnsson og Jónas Ólafsson gegn Reykjavíkurborg )...
-
25. mars 2011 /Mál nr. 4/2010
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
-
23. mars 2011 /Mál nr. 2/2011
Synjun á sérstökum húsaleigubótum. Frávísun. Ekki til staðar kæranleg ákvörðun.
-
-
-
23. mars 2011 /Mál nr. 19/2010
Krafa um að fá húsaleigubætur greiddar í peningum en ekki með því að leggja þær inn á bankareikning. Staðfest.
-
-
-
-
18. mars 2011 /Mál nr. 146/2010
Ekki var fallist á að kæranda hafi verið boðið starf með sannanlegum hætti, eins og gert er ráð fyrir þegar beitt er viðurlögum samkvæmt 1. mgr. 57. gr. Hinni kærðu ákvörðun var hrundið.
-
18. mars 2011 /Mál nr. 192/2010
Mál þetta snýst um hlutfall réttar kæranda til tekjutengda atvinnuleysisbóta en hún var í 80% starfi þegar hún missti vinnu sína sbr. 32. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
18. mars 2011 /Mál nr. 181/2010
Úrskurðarnefndarin taldi að þær ástæður sem kærandi færði fram væru ekki gildar í skilningi 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar um tímabundna niðurfellingu bótaréttar kæranda var staðfest.
-
18. mars 2011 /Mál nr. 113/2010
Ekki var talið unnt að líta svo á að gildar ástæður hafi legið að baki uppsögn kæranda úr starfi sínu. Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest með vísan til 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
18. mars 2011 /Mál nr. 99/2010
Kærandi hafði verið í hlutastarfi í skilningi 17. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hún upplýsti ekki um starfið sem var hjá fyrirtæki sem var að fullu í eigu kæranda. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
18. mars 2011 /Mál nr. 111/2010
Með hliðsjón af 3. mgr. 9. gr., c-liðar 1. mgr. 13. gr. og 2. mgr. 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar er sú ákvörðun Vinnumálastofnunar staðfest að kærandi hafi ekki átt rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta á því tímabili sem hún var stödd erlendis og að fella skuli niður bótarétt hennar í tvo mánuði skv. 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
18. mars 2011 /Mál nr. 103/2010
Með bréfi Vinnumálastofnunar, dags. 19. apríl 2010, var kærandi boðaður með sannanlegum hætti á fund í skilningi 3. mgr. 13. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Kærandi mætti ekki á fundinn. Með vísan til 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
18. mars 2011 /Mál nr. 120/2010
Kærandi fékk greiddar of lágar atvinnuleysisbætur sbr. 5. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hinn kærði úrskurður var felldur úr gildi.
-
-
-
-
16. mars 2011 /Sorpstöð Suðurlands bs. og Sorpa bs.: Ágreiningur um samkomulag um sorpmál. Mál nr. 77/2009
Ár 2011, 2. mars er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 77/2009 (IRR 10121823) Íslenska gámafélagið gegn Sorpstöð Suðurlands bs. og Sorp)...
-
-
-
-
11. mars 2011 /Mál 10010225
Þann 25. febrúar 2011 var í umhverfisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi: Úrskurður: Ráðuneytinu barst þann 1. mars 2010 stjórnsýslukæra frá Hreini Magnússyni vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um m)...
-
-
10. mars 2011 /Forgangur að leikskólavist
Vísað er til erindis yðar, sem lýtur að forgangi við innritun leikskólabarna í A skólaárið 2010-2011, en erindið var framsent mennta- og menningarmálaráðuneytinu með bréfi frá samgöngu- og sveitarstjó)...
-
09. mars 2011 /Úrskurður velferðarráðuneytis
Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna fjölskyldusameiningar.
-
-
09. mars 2011 /Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit: Ákvörðun um ráðningu slökkviliðsstjóra. Mál nr. 26/2010
Ár 2011, 17. febrúar er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 26/2010 (IRR 10121698) Þorlákur Snær Helgason gegn Skútustaðahreppi og Þinge)...
-
09. mars 2011 /Vatnsveita Hafnarfjarðar: Ágreiningur um endurákvörðun vatnsgjalds. Mál nr. 45/2010
Ár 2011, 22. febrúar er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 45/2010 (IRR10121640) Alcan á Íslandi hf. gegn Vatnsveitu Hafnarfjarðar I. )...
-
07. mars 2011 /A-357/2011. Úrskurður frá 22. febrúar 2011
Kærð var sú ákvörðun iðnaðarráðuneytisins að synja um afhendingu bréfs forstjóra Magma Energy til iðnaðarráðherra í heild sinni. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðili máls. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta.
-
07. mars 2011 /A-358/2011. Úrskurður frá 22. febrúar 2011
Kærð var sú ákvörðun iðnaðarráðuneytisins að synja um afhendingu bréfs forstjóra Magma Energy til iðnaðarráðherra í heild sinni. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta.
-
07. mars 2011 /A-359/2011. Úrskurður frá 22. febrúar 2011
Kærð var sú ákvörðun Landvirkjunar að synja um aðgang að gögnum um samskipti fyrirtækisins við Magma Energy, Geysi Green Energy, HS Orku o.fl. Gildissvið laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Fyrirliggjandi gögn.Frávísun.
-
07. mars 2011 /A-361/2011. Úrskurður frá 22. febrúar 2011
Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja um aðgang að gögnum um beiðni Magma Energy Sweden AB um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál, fjölda veittra undanþága frá því reglurnar tóku gildi og afrit af ákvörðunum þar sem fallist var á beiðni um undanþágu. Þagnarskylda. Aðgangur veittur að hluta.
-
07. mars 2011 /A-360/2011. Úrskurður frá 22. febrúar 2011
Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja um aðgang að gögnum um beiðni Magma Energy Sweden AB um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál, fjölda veittra undanþága frá því reglurnar tóku gildi og afrit af ákvörðunum þar sem fallist var á beiðni um undanþágu. Þagnarskylda. Aðgangur veittur að hluta.
-
04. mars 2011 /Ákvörðun Lyfjastofnunar um að lyfjabúðum sé einum heimilt að auglýsa verð lausasölulyfja
Þann 4. mars 2011 var í velferðarráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
-
03. mars 2011 /Hafnarfjarðarbær: Ákvörðun um sameiningu skóla. Mál nr. 37/2010
Ár 2011, 14. febrúar er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 37/2010 (IRR 10121655) Örn Guðmundsson gegn Hafnarfjarðarbæ I. Kröf)...
-
-
03. mars 2011 /Reykjavíkurborg: Ágreiningur um boðun fyrirhugaðrar áminningar. Mál nr. 54/2010
Ár 2011, 7. febrúar er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 54/2010 (IRR 10121605) A gegn Reykjavíkurborg I. Kröfur, aðild, k)...
-
03. mars 2011 /Þingeyjarsveit: Ágreiningur um gjaldskrá hitaveitu. Mál nr. 12/2010
Ár 2011, 16. febrúar er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 12/2010 (IRR10121739 / SAM10020036)[1] Björn Guðmundsson gegn Þingeyjarsveit )...
-
02. mars 2011 /Mannanafnanefnd, úrskurðir 2. mars 2011
Mál nr. 14/2011 Eiginnafn: Lilla Hinn 2. mars 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 14/2011 en erindið barst nefndinni 15. febrúar: Eiginnafnið Lilla ()...
-
28. febrúar 2011 /Mál nr. 4/2010 (frá úrskurðarnefnd frístundahúsamála)
Framlenging leigusamnings um 20 ár.
-
-
24. febrúar 2011 /Mál nr. 79/2010
Kæranda var ekki veittur kostur á að andmæla ákvörðun Vinnumálastofnunar og var það talinn verulegur ágalli við meðferð málsins. Það var mat úrskurðarnefndarinnar að svo gróflega hafi verið brotið á rétti kæranda til að andmæla hinni kærðu ákvörðun, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga, að óhjákvæmilegt væri að fella hana úr gildi.
-
24. febrúar 2011 /Mál nr. 96/2010
Þær ástæður sem kærandi færði fram voru ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði var staðfest.
-
24. febrúar 2011 /Mál nr. 98/2010
Þær ástæður sem kærandi færði fram voru ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði var staðfest.
-
24. febrúar 2011 /Mál nr. 101/2010
Kærandi fékk greiddar atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun á sama tíma og hún starfaði hjá sveitarfélaginu B samkvæmt samningi um starfsþjálfun skv. 3. gr. reglugerðar um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um búferlastyrki. Kæranda var gert að endurgreiða hið ofgreidda fé skv. 3. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
-
24. febrúar 2011 /Mannanafnanefnd, úrskurðir 9. febrúar 2011
Mál nr. 8a/2011 Eiginnafn: Kristofer Hinn 9. febrúar kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 8a/2011 en erindið barst nefndinni 27. janúar: Með úrskurði í mál)...
-
-
24. febrúar 2011 /Mál nr. 108/2010
Ekki var talið að kærandi hefði verið boðaður í viðtal með eðlilegum og sanngjörnum hætti þannig að honum hafi verið gert mögulegt að sinna boðun í viðtal við náms- og starfsráðgjafa og ekki talið að kærandi hafi hafnað þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hinni kærðu ákvörðun var því hrundið.
-
24. febrúar 2011 /Mál nr. 63/2010
Siglingastofnun Íslands: Ágreiningur um undanþágu vegna skipstjórnarstarfa.
-
24. febrúar 2011 /Mál nr. 62/2010
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu: Ágreiningur um endurveitingu ökuréttinda.
-
24. febrúar 2011 /Mál nr. 68/2010
Umferðarstofa: Ágreiningur um undanþágu frá reglum um gerð og búnað ökutækja.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 30/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 30. nóvember 2010, kærði Heflun ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um val á tilboði í útboðinu „Vetrarþjónusta 2010-2014 Rangárvallasýsla og Flói“.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 25/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 23. september 2010, kærir EJS ehf. ákvörðun Ríkiskaupa í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 14882 um hýsingar og rekstrarþjónustu.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 3/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 11. janúar 2011, kærir Hreinsitækni ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Park ehf. í útboði nr. 12485: Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð IV.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 32/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 8. desember 2010, kærði Verkfræðistofa VSB ehf. ákvörðun Mosfellsbæjar um val á tilboði í útboði á verkfræðihönnun burðarvirkja fyrir hjúkrunarheimili - þjónustusel að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 27/2010B. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 24. nóvember 2010, óskaði Reykjavíkurborg eftir endurupptöku á máli kærunefndar útboðsmála nr. 27/2010B, Urð og Grjót ehf. gegn Reykjavíkurborg. Í bréfinu var krafa Reykjavíkurborgar orðuð með eftirfarandi hætti: „Reykjavíkurborg óskar hér með eftir því að tilvitnuð ákvörðun verði endurupptekin með vísan til heimildar í 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.“
-
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 26/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 16. október 2010, kæra Vinnuvélar Reynis B. Ingvasonar ehf. útboð Vegagerðarinnar „Vetrarþjónusta 2010 - 2014, Kross - Lón“.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 33/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 17. desember 2010, kærði Landsvirkjun hf. ákvörðun Landsnets hf. um val á tilboði í útboði um kaup á rafmagni vegna flutningstapa.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 1/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 5. janúar 2011, kærði Inter ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um höfnun allra tilboða í útboði nr. 14979 „Skurðborð fyrir skurðstofur kvennadeildar LSH“.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 22/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 1. september 2010, kærði Iceland Excursions Allrahanda ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar um val á tilboðum í útboði nr. 12461 „Rammasamningur um hópbifreiðaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg“.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 2/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 11. janúar 2011, kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Park ehf. í útboði nr. 12484: Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð III.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 31/2010: Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 2. desember 2010, kærir Búðarafl sf. ákvörðun Landsvirkjunar um val á tilboði Ístaks hf. í útboðinu Búðarháls Hydroelectric project - Civil Works - BUD-01, No. 20015.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 28/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 3. nóvember 2010, kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Hlaðbæ Colas hf. í EES útboði nr. 12475 - Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013, útboð 2.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 35/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 29. desember 2010, kærði Icepharma ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 14920 „Útboð á próteintengdum bóluefnum gegn penumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi“.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 35/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 29. desember 2010, kærði Icepharma ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði í útboði nr. 14920 „Útboð á próteintengdum bóluefnum gegn penumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi“.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 29/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála
Með bréfi, dags. 23. nóvember 2010, kæra Sólvellir ses. þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að telja Umönnun ses. hæfan aðila til að taka þátt í útboði um hjúkrunarheimili á Völlum 7.
-
23. febrúar 2011 /Mál nr. 30/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 30. nóvember 2010, kærði Heflun ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um val á tilboði í útboðinu „Vetrarþjónusta 2010-2014 Rangárvallasýsla og Flói“.
-
22. febrúar 2011 /Mál nr. 8/2010
Umsókn um námsstyrk. Tilefni talið til að rannsaka mál kæranda betur. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað til löglegrar meðferðar.
-
-
22. febrúar 2011 /Mál nr. 14/2010
Félagsleg heimaþjónusta. Ekki var á það fallist að í málinu lægi raunverulegt mat skv. 28. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991. Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi og málinu vísað aftur til fjölskylduráðs Hafnarfjarðar til löglegrar meðferðar.
-
22. febrúar 2011 /Mál nr. 21/2010
Staðfest synjun um greiðslu styrks vegna áframhaldandi dvalar í úrræði í öðru sveitarfélagi. Bent á að kæranda stæðu til boða ýmis úrræði í lögheimilissveitarfélagi.
-
22. febrúar 2011 /Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á útboðslóðum. Mál nr. 76/2009
Ár 2011, 15. febrúar er í innanríkisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi ú r s k u r ð u r í stjórnsýslumáli nr. 76/2009 (IRR10121825) Ragnar Arnarson gegn Reykjavíkurborg I. Kröfur o)...
-
22. febrúar 2011 /Mál nr. 21/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 26. ágúst 2010, kærði Túnþökusala Kristins ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um val á tilboði í útboðinu „Vetrarþjónusta 2010-2013, Eyjafjörður að vestan“.
-
22. febrúar 2011 /Mál nr. 20/2010
Staðfest sú ákvörðun að greiða kæranda allt að hálfri grunnfjárhæð framfærsluaðstoðar.
-
22. febrúar 2011 /Mál nr. 28/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 3. nóvember 2010, kærir Íslenska gámafélagið ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við Hlaðbæ Colas hf. í EES útboði nr. 12475 - Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013, útboð 2.
-
-
17. febrúar 2011 /Mál nr. 95/2010
Kærandi braut gegn trúnaðarskyldum sínum gagnvart Vinnumálastofnun þegar hann hélt af landi brott án þess að láta af því vita fyrir fram, sbr. 3. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Því bar að láta hann sæta viðurlögum skv. 1. mgr. 59. gr. laganna. Að auki ber honum að endurgreiða þær atvinnuleysisbætur sem hann fékk á meðan hann var erlendis, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
17. febrúar 2011 /Mál nr. 92/2010
Kærandi braut á trúnaðarskyldum sínum gagnvart Vinnumálastofnun þegar hann hélt af landi brott án þess að láta af því vita fyrir fram, sbr. 3. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Því bar að láta hann sæta viðurlögum skv. 1. mgr. 59. gr. laganna. Að auki ber honum að endurgreiða þær atvinnuleysisbætur sem hann fékk á meðan hann var erlendis, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
-
17. febrúar 2011 /Mál nr. 126/2010
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Þegar kærandi sótti um atvinnuleysisbætur var hún í námi og hafði sótt um nám á næstu önn. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
17. febrúar 2011 /Mál nr. 84/2010
Kærandi lét Vinnumálastofnun ekki vita af því fyrirfram að hún myndi dvelja erlendis eins og henni bar að gera. Samkvæmt 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar leiddi brot þetta til þess að kærandi átti ekki rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en að liðnum tveimur mánuðum er ella hefðu verið greiddar bætur fyrir. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
17. febrúar 2011 /Mál nr. 106/2010
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Ekki var talið að skýringar kæranda á fjarveru hans í fjögur skipti á boðuðu námskeiði réttlættu þá fjarveru. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
17. febrúar 2011 /Mál nr. 143/2010
Þegar kæra kæranda barst var hinn þriggja mánaða kærufrestur liðinn, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt hafi verið að kæran hafi borist að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar, sbr. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga. Málinu var vísað frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.
-
14. febrúar 2011 /Synjun á þátttöku í skólaferðalagi
Hinn 21. október 1997 var kveðinn upp í menntamálaráðuneytinu svohljóðandi ÚRSKURÐUR I. Kæruefni og kröfur. Með bréfi dags. 17. nóvember 1995 kærðu A og B, hér eftir nefnd kærendur, )...
-
-
-
-
07. febrúar 2011 /Úrskurður varðandi samþykki foreldris vegna þátttöku barns í verkefninu Skólapúlsinn
Vakin er athygli á úrskurði Persónuverndar sem felldur var 9. nóvember 2010 í máli þar sem grunnskóla er gerð óheimil öflun viðkvæmra persónupplýsinga um ólögráða barn án samþykkis foreldris, sbr. 7. )...
-
-
-
07. febrúar 2011 /Mannanafnanefnd, úrskurðir 21. janúar 2011
Mál nr. 96/2010 Eiginnafn: Grimmi Hinn 21. janúar 2011 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 96/2010: Öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þur)...
-
07. febrúar 2011 /Stöðvun þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði vegna tannlækninga
Þann 7. febrúar 2011 var í velferðarráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
-
-
04. febrúar 2011 /Mál nr. 83/2010
Mál þetta varðar 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar þar sem fjallað er um það þegar starfi eða atvinnuviðtali er hafnað. Ákvörðunin var staðfest.
-
-
04. febrúar 2011 /Mál nr. 86/2010
Kærandi er sjálfstætt starfandi einstaklingur í skilningi laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. b-lið 3. gr. laganna, eins og þeim lið var breytt með 1. gr. laga nr. 37/2009. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
04. febrúar 2011 /Mál nr. 154/2010
Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 55. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
04. febrúar 2011 /Mál nr. 226/2010
Engin kæranleg stjórnvaldsákvörðun hefur verið tekin í máli þessu og var málinu því vísað frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.
-
03. febrúar 2011 /Höfnun Lyfjastofnunar á beiðni um tímabundið leyfi fyrir lyfjaútibúi
Þann 3. febrúar 2011 var í velferðarráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
-
03. febrúar 2011 /Höfnun Lyfjastofnunar á umsókn um rekstur lyfjaútibús
Þann 3. febrúar 2011 var í velferðarráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
-
03. febrúar 2011 /Höfnun Lyfjastofnunar á tímabundnu leyfi fyrir lyfjaútibúi í flokki 2
Þann 3. febrúar 2011 var í velferðarráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
-
02. febrúar 2011 /Mál nr. 12/2010
Hin kærða ákvörðun lýtur að ákvörðun Íbúðalánasjóðs um að hafna áframhaldandi frystingu lána sem hvíla á húsum kæranda og að láta reyna á útgefna bankaábyrgð Íslandsbanka vegna lánanna. Ákvörðunin var staðfest.
-
02. febrúar 2011 /Mál nr. 3/2010
Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-, c- og f-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.
-
-
-
31. janúar 2011 /Mál nr. 34/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 2. desember 2011, kærði Bílar og fólk ehf. ákvörðun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi.
-
31. janúar 2011 /Mál nr. 36/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 16. desember 2011, sem barst kærunefnd útboðsmála 20. sama mánaðar, kærir Gámaþjónustan hf. útboð Sveitarfélagsins Árborgar „Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012-2016“.
-
31. janúar 2011 /Mál nr. 39/2011. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 22. desember 2011, kærði Hópferðamiðstöðin ehf. ákvörðun Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á Suðurlandi.
-
30. janúar 2011 /Mál nr. 26/2011. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 14. september 2011, kærði Guðmundur Tyrfingsson ehf. ákvörðun Árborgar um að „taka tilboði ÞÁ bíla ehf. um verkhluta 2 og 3“ í útboði kærða nr. 11229: „Útboð á akstri, skólaakstur og hópferðabifreiðaþjónusta fyrir sveitarfélagið Árborg 2011 - 2014“.
-
-
26. janúar 2011 /A-355/2011. Úrskurður 26. janúar 2011
Kærður var dráttur og synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um afrit af þremur bréfum til Íslandsbanka hf., NBI hf. og Nýja Kaupþings banka hf. sem vörðuðu hæfi starfsmanna bankanna. Þagnarskylda. Einkamálefni einstaklinga. Synjun staðfest.
-
26. janúar 2011 /A-356/2011. Úrskurður frá 26. janúar 2011
Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja um aðgang að gögnum um beiðni Magma Energy Sweden AB um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál í tengslum við kaup á hlutabréfum Geysis Green Energy í HS Orku. Þagnarskylda. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest.
-
26. janúar 2011 /Ákvörðun Lyfjastofnunar um rekstur lyfjaútibús
Þann 26. janúar 2011 var í velferðarráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
-
21. janúar 2011 /Titill 09120125
Inngangstexti Úrskurður vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að þorskeldi Álfsfells ehf. í Skutulsfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
-
-
-
13. janúar 2011 /Mál nr. 13/2010
Í 4. tölul. 4. gr. reglugerðar um úrræði til að bregðast við greiðsluvanda vegna lána Íbúðalánasjóðs, nr. 584/2001, kemur fram að skilyrði greiðsluerfiðleikaaðstoðar sé að greiðslubyrði umsækjanda eftir skuldbreytingu og/eða frestun á greiðslum og/eða lengingu lánstíma rúmist innan greiðslugetu. Samkvæmt greiðsluerfiðleikamati yrði greiðslubyrði kæranda umfram getu hans og uppfyllir hann því ekki skilyrði 4. tölul. 4. gr. reglugerðarinnar. Hin kærða ákvörðun var því staðfest. Fimmtudaginn 13. janúar 2011 var á fundi úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála tekið fyrir mál nr. 13/2010:
-
-
-
-
10. janúar 2011 /A-351/20110. Úrskurður frá 10. janúar 2011
Kærð var sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að synja um afhendingu gagna um aðdraganda þess að Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hf. var færður undir skilanefnd. Þagnarskylda. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja.Aðgangur veittur að hluta.
-
10. janúar 2011 /A-354/2011. Úrskurður frá 10. janúar 2011
Kærð var sú ákvörðun Fiskistofu að synja um aðgang að upplýsingum um einstakar landanir erlendra skipa á uppsjávarfiski á Íslandi á árinu 2010 ásamt upplýsingum um hvað greitt var fyrir aflann úr hverri löndun, sundurliðað eftir því til hvers konar vinnslu aflinn fór og hver kaupandi aflans var í hvert sinn. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Þagnarskylda.Aðgangur veittur að hluta.
-
10. janúar 2011 /A-352/2011. Úrskurður frá 10. janúar 2011
Kærð var sú ákvörðun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps að synja um aðgang að bréfi sem sent var sveitarstjórninni og varðaði jörð kæranda í hreppnum. Kæruheimild. Aðili máls. Aðgangur veittur, frávísun að hluta.
-
10. janúar 2011 /A-353/2011. Úrskurður frá 10. janúar 2011
Kærð var sú ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að synja um aðgang að tveimur minnisblöðum ráðuneytisins um jörðina [A] og [B] í Suður-Þingeyjarsýslu. Vinnuskjöl. Synjun staðfest.
-
-
-
-
30. desember 2010 /Vísun nemanda ótímabundið úr framhaldsskóla
Ár 2010, fimmtudaginn 30. desember, var kveðinn upp í mennta– og menningarmálaráðuneytinu svofelldur úrskurður
-
30. desember 2010 /Mál nr. 27/2010. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 1. nóvember 2010, kærir Urð og Grjót ehf. ákvörðun Reykjavíkurborgar að hafna tilboði kæranda og ganga til samninga við Hlaðbæ Colas hf. í EES útboði nr. 12475 - Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010-2013, útboð 2.
-
30. desember 2010 /Mál nr. 24/2010. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:
Með bréfi, dags. 6. september 2010, kærir Þjótandi ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar að ganga til samningaviðræðna við Heflun ehf. á grundvelli útboðsins „Vetrarþjónusta 2010-2014, Rangárvallasýsla og Flói“.
-
27. desember 2010 /Tafir Landlæknisembættisins í kvörtunarmáli vegna læknamistaka
Þann 27. desember 2010 var í heilbrigðisráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:
-
-
-
22. desember 2010 /Mál nr. 164/2010
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar sbr. einnig 13. og 14. gr. laganna og var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
22. desember 2010 /Mannanafnanefnd, úrskurðir 22. desember 2010
Mál nr. 71/2010 Eiginnafn: Reykdal Hinn 22. desember 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 71/2010. Erindið barst nefndinni 17. ágúst en málinu var fres)...
-
-
22. desember 2010 /Mál nr. 87/2010
Kæran barst að liðnum kærufresti en með tilliti til aðstæðna var litið svo á að það hafi verið afsakanlegt, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þegar lög nr. 37/2009 gengu í gildi gat kærandi vænst þess að fá greiddar atvinnuleysisbætur samkvæmt bráðabirgðaákvæði VI með lögum um atvinnuleysistryggingar til ársloka 2009. Frekari væntingar gat hann ekki haft nema að því tilskildu að hann myndi stöðva rekstur sinn og skila vottorði þar að lútandi. Hin kærða ákvörðun var staðfest.
-
-
22. desember 2010 /Mál nr. 128/2010
Mál þetta lýtur að 1. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig 13. og 14. gr. laganna og var hin kærða ákvörðun staðfest.
-
22. desember 2010 /Mál nr. 125/2010
Ekki var til staðar í máli þessu ágreiningsefni í skilningi 2. mgr. 11. gr. laga um atvinnuleysistryggingar og var málinu því vísað frá úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.
-
20. desember 2010 /A-349/2010. Úrskurður frá 20. desember 2010
Kærð var ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um synjun á beiðni um aðgang að athugasemdum sem bárust sveitarfélaginu eftir forstigskynningu á deiliskipulagstillögu og samantekt athugasemda sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar. Stjórnvaldsákvörðun. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Frávísun.
-
20. desember 2010 /A-350/2010. Úrskurður frá 20. desember 2010
Kærð var ákvörðun Seltjarnarnesbæjar um synjun á beiðni um aðgang að samkomulagi milli Seltjarnarnesbæjar og Íslenskra aðalverktaka hf. um skipti hluta af svokallaðri „Lýsislóð“ og lóðarhluta við Hrólfsskálamel ásamt viðaukum og fylgiskjölum. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur.
-
17. desember 2010 /Mannanafnanefnd, úrskurður 17. desember 2010
Mál nr. 91/2010 Eiginnafn: Sefanía Hinn 17. desember kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 91/2010 en erindið b)...
-
16. desember 2010 /Titill 09090009
Úrskurður vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um leyfi til handa ORF Líftækni hf. til útiræktunar á erfðabreyttu byggi.
-
14. desember 2010 /Mál nr. 3/2010
Kærufrestur skv. 1. mgr. 42. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, var liðinn er kæran barst úrskurðarnefndinni og var máli þessu vísað frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála.
-
14. desember 2010 /Mál nr. 2/2010
Í máli þessu er ekki til að dreifa kæranlegri ákvörðun á grundvelli 1. mgr. 42. gr. laga um húsnæðismál og var málinu því vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
14. desember 2010 /Mál nr. 10b/2010
Fjárhagsaðstoð. Ákvörðun félagsmálastjóra var skotið til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála. Skv. 31. gr. reglna Fjallabyggðar þarf félagsmálanefnd að fjalla um málið áður en unnt er að leggja fram kæru hjá úrskurðarnefndinni. Málinu er að svo stöddu vísað frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála.
-
14. desember 2010 /Mál nr. 9b/2010
Námsstyrkur. Umsókn kæranda barst eftir tilskilin tímamörk reglna um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg og kærandi átti rétt til greiðslna hjá Vinnumálastofnun. Hin kærða ákvörðun staðfest.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.