Hoppa yfir valmynd

Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins

Helstu málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis:

 

Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið fer með mál er varða:  

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Vísindi og rannsóknir, þar á meðal:
    1. Háskóla.
    2. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.
    3. Rannsóknastarfsemi, einkum á sviði grunnrannsókna.
    4. Vísindastarfsemi sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    5. Opinberan stuðning við vísindarannsóknir.
    6. Vandaða starfshætti í vísindum.
    7. Nefnd um vandaða starfshætti í vísindum.
    8. Rannsóknarsjóð.
    9. Innviðasjóð.
    10. Samtök um evrópska rannsóknarinnviði.
    11. Umsýslu og undirbúning funda fyrir Vísinda- og tækniráð.
    12. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum.
    13. Rannsóknamiðstöð Íslands.
  3. Námsaðstoð, þar á meðal:
    1. Námslán.
    2. Menntasjóð námsmanna.
    3. Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna.
  4. Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands.
  5. Nýsköpun, tækniþróun og stuðningsumhverfi atvinnulífs, þar á meðal:
    1. Atvinnuþróun, tæknirannsóknir og stafræna umbreytingu samfélags og atvinnulífs.
    2. Opinberan stuðning við nýsköpun, sbr. þó h-lið 2. tölul. 4. gr.
    3. Opinberar fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum.
    4. Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóð.
    5. Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
    6. Tækniþróunarsjóð.
  6. Hugverkaréttindi, þar á meðal:
    1. Hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, þ.m.t. einkaleyfi, vörumerki, félagamerki, uppfinn­ingar starfsmanna og hönnun.
    2. Hugverkastofu.
    3. Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar.
  7. Iðnað, þar á meðal:
    1. Handiðnað og annan iðnað sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    2. Stóriðju og fjárfestingarsamninga.
    3. Starfsréttindi í iðnaði.
    4. Löggildingu starfsheita í tækni- og hönnunargreinum.
  8. Fjarskipti, þar á meðal:
    1. Fjarskiptanet, þó ekki efni sem sent er á fjarskiptanetum.
    2. Fjarskiptaþjónustu, gagnaflutninga og fjarskiptarekstur.
    3. Fjarskiptavernd.
    4. Öryggi rafrænna samskipta og netöryggi.
    5. Öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.
    6. Íslensk landshöfuðlén.
    7. Eftirlit með fjarskiptum.
    8. Rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.
    9. Fjarskiptasjóð.
    10. Fjarskiptastofu og málefni úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum