Innviðaráðuneytið
Sölvhólsgötu 7
101 Reykjavík
Sími: 545 8200
Netfang: [email protected]
Kt. 580417-0780
Afgreiðsla ráðuneytisins er opin virka daga kl. 8.30–16.00.
Innviðaráðuneytið
Sölvhólsgötu 7
101 Reykjavík
Sími: 545 8200
Netfang: [email protected]
Kt. 580417-0780
Afgreiðsla ráðuneytisins er opin virka daga kl. 8.30–16.00.
Verkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem tók til starfa 1. maí 2017, varða meðal annars samgöngur, fjarskipti, netöryggi og sveitarstjórnar- og byggðamál. Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess.Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Skrifstofur ráðuneytisins eru fjórar, sjá hlekki hér að neðan. Ráðuneytið hlaut jafnlaunavottun í byrjun árs 2019.
Það er leiðarljós samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis að vera til fyrirmyndar í upplýsingagjöf til samfélagsins og þjóna íbúum landsins af fagmennsku. Fjallað er um upplýsingagjöf ráðuneytisins og markmið hennar í samskiptastefnu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er Sigurður Ingi Jóhannsson og hann er jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda. Aðstoðarmenn Sigurðar Inga eru Ingveldur Sæmundsdóttir, [email protected] og Sigtryggur Magnason, [email protected] Ráðuneytisstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir.
Verkefni samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins skiptast á fjórar skrifstofur:
Innviðaráðuneytið tekur virkan þátt í verkefninu Grænum skrefum. Ráðuneytið hefur innleitt öll fimm skrefin og vinnur að því að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur. Viðurkenning fyrir fjórða og fimmta skrefið var afhent í desember 2020.
Ráðuneytið vinnur eftir umhverfisstefnu Stjórnarráðsins og loftslagsstefnu Stjórnarráðsins.
Markmið ráðuneytisins er að vera kolefnishlutlaust og hefur styrkt tvö mikilvæg náttúruverndarverkefni vegna losunar sinnar.
Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.
Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira