Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Innviðaráðuneytið

Sölvhólsgötu 7

101 Reykjavík

Sími: 545 8200

Netfang: [email protected]

Kt. 580417-0780

Afgreiðsla ráðuneytisins er opin virka daga kl. 8.30–16.00.

Verkefni innviðaráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál, grunnskrár, húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál. Nýtt og öflugt innviðaráðuneyti tekst á við nýja tíma. Hlutverk þess er að líta eftir, upplýsa og leiða samfélagið til aukinna lífsgæða.

Innviðaráðherra er Sigurður Ingi Jóhannsson. Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Verkefni innviðaráðuneytisins skiptast á fjórar skrifstofur en auk þess er unnið í teymum þvert á skrifstofur:

  • Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála
  • Skrifstofa samgangna
  • Skrifstofa stefnumótunar og fjárlaga
  • Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

 

Græn skref

Innviðaráðuneytið tekur virkan þátt í verkefninu Grænum skrefum. Ráðuneytið hefur innleitt öll fimm skrefin og vinnur að því að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur. Viðurkenning fyrir fjórða og fimmta skrefið var afhent í desember 2020.

Ráðuneytið vinnur eftir umhverfisstefnu Stjórnarráðsins og loftslagsstefnu Stjórnarráðsins.

Kolefnishlutlaust ráðuneyti

Markmið ráðuneytisins er að vera kolefnishlutlaust og hefur styrkt mikilvæg náttúruverndarverkefni vegna losunar sinnar.

  • 2018 - Kolviður styrktur vegna losunar ársins.
  • 2019 - Votlendissjóður styrktur vegna losunar ársins.

Um Græn skref

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum