Hoppa yfir valmynd

Tækifæri kvenna tengd netöryggi

Evrópski netöryggismánuðurinnUndanfarin ár hefur umræða um netöryggi og mikilvægi þess aukist samhliða því að fleiri atvik tengd netógnum líta dagsins ljós. Samsíða aukinni umræðu hefur svið netöryggis vaxið hratt og mikil eftirspurn er eftir sérfræðingum. Kynjahlutfallið innan starfsstéttarinnar er hins vegar ekki í jafnvægi. Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) mun halda fyrirlestur um eflingu kvenna innan sviðs netöryggis, þriðjudaginn 6. október milli 12:00-13:00. Í kjölfarið verður opin umræða um viðfangsefnið milli 14:30-15:30. Báðir vefviðburðirnir eru skipulagðir í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum sem haldinn er í október ár hvert.

Ásta Lára Magnúsdóttir og Kristjana Björk Barðdal munu leiða umræðuna. Ásta er meistaranemi á öðru ári í tölvunarfræði með áherslu á netöryggi við TU Delft í Hollandi. Kristjana er meistaranemi í Iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Við vonum að sem flest mæti og taki þátt í umræðunum um hvatningu kvenna til þátttöku á vettvangi netöryggis. 

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í umræðunum hér að neðan.

  • Skráning á fyrirlestur ITU (12:00-13:30) - Fyrst þarf að skrá sig sem notanda til að geta tekið þátt í vefviðburðum ITU.
  • Skráning í umræðuhóp (14:30-15:30) - skráningu lýkur þri. 6. okt. kl. 11:00 og þá verður sent út fundarboð í Teams á þátttakendur. 
 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum