Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2019 Innviðaráðuneytið

Nordregio Forum 2019

Norræna rannsóknastofnunin um byggðaþróun (Nordregio), sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, heldur árlega áhugaverðar ráðstefnur sem haldnar eru í því landi sem er með formennsku nefndarinnar hverju sinni. Nordregio stundar rannsóknir á sviði skipulags- og byggðamála auk þess að þróa og miðla þekkingu um byggða- og skipulagsmál til viðeigandi stofnana innan þessara málaflokka á Norðurlöndum.

Í ár verður ráðstefnan haldin í Hörpu dagana 27.-28. nóvember. Lykilorð ráðstefnunnar í ár eru seigla, færni og sjálfbær ferðaþjónusta. Þar verða m.a. kynntarniðurstöður rannsókna, tilraunaverkefni og tillögur að stefnumörkun. Áherslur ráðstefnunnar í ár má rekja til vinnu starfshóps um nýsköpun og svæði með seiglu (Innovativa och resilienta regioner), sem er einn af þremur starfshópum undir norrænni samstarfsáætlun í byggðaþróun 2017-2020. Hópurinn hefur á starfstíma sínum gefið út skýrslur um seiglu, stafræna þróun, snjalla sérhæfingu og er með í vinnslu rannsóknir á öðrum sviðum. Hæfni og seigla eru tvö mikilvæg málefni sem skipta miklu máli fyrir byggð á Norðurslóðum og mikilvægt er fyrir svæðin að kynna sér betur og skilja áhrifin. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar, fjalla um það sem efst er á baugi og skoða verða tengsl við norræna þróun og viðhorf.

Á ráðstefnunni koma saman stjórnmálamenn og fagfólk sem vinnur að byggðaþróun á Norðurlöndunum. Þar hafa aðilar tækifæri til að skiptast á hugmyndum og þróun og miðla nýrri þekkingu og dæmum sem nýta má í stefnumótun landanna.

+ Dagskrá ráðstefnunnar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum