Hoppa yfir valmynd
13. október 2020 Innviðaráðuneytið

Kynningarfundur um stöðu Norðurlanda á sviði heilsu og velferðar

Skýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um stöðu Norðurlanda á sviði heilsu og velferðar verður kynnt á fjarkynningarfundi miðvikudaginn 21. október kl. 8:00-10:00. Í skýrslunni sem ber yfirskriftina „State of the Nordic Region 2020 – Wellbeing, health and digitalization edition” er fjallað um tækifæri og áskoranir sem felast í fjarheilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum.

Við sama tækifæri verður kynnt sérstök skýrsla um byggðaþróun í tengslum við fjarheilbrigðis- og fjarfélagsþjónustu (Digital Health Care and Social Care - Regional Development Impacts in the Nordic Countries). Norræna rannsóknastofnunin um byggðaþróun (Nordregio), sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, stendur að skýrslunni í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum