Hoppa yfir valmynd
23. mars 2021 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Dagur Norðurlanda - upptökur frá málþingum

 Fánar Norðurlandanna - myndJohannes Jansson/norden.org

Degi Norðurlanda er fagnað 23. mars ár hvert. Af því tilefni stóð Norræna ráðherranefndin í dag fyrir fimm málþingum á vefnum um þau fimm málefni sem formennskulandið Finnland leggur áherslu á. Það eru norrænar lausnar á sviði jafnréttismála, stjórnsýsluhindrana, hringrásarhagkerfis, málfrelsis og menningarmála.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, tók þátt í lokafundinum, en yfirskrift hans var: Virði menningar á Norðurlöndum á krísutímum - norrænt menningarsamstarf í fortíð, nútíð og framtíð. Streymi á alla fundina er á vef ráðherranefndarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira